Ten Hag vonast til þess að gera Ferguson stoltan Smári Jökull Jónsson skrifar 26. febrúar 2023 12:31 Erik Ten Hag segir að arfleið Ferguson sé sigurhefð Manchester United. Vísir/Getty Manchester United getur unnið sinn fyrsta titil í nærri sex ár þegar liðið mætir Newcastle í úrslitum enska deildabikarsins í dag. Erik Ten Hag segist hlakka til að stýra liðinu á hinum sögufræga Wembley leikvangi. Manchester United og Newcastle mætast í úrslitaleik enska deildabikarsins í dag. Newcastle hefur ekki unnið titil síðan árið 1955 en United getur unnið sinn fyrsta titil í nærri sex ár en liðið varð deildabikarmeistari árið 2017 og fagnaði sigri í Evrópudeildinni síðar um vorið það sama ár. Erik Ten Hag tók við sem knattspyrnustjóri United fyrir tímabilið og hefur verið að gera góða hluti en liðið er ennþá með í öllum keppnum og situr í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir mögur tímabil síðustu árin. Það hefur vakið athygli margra hversu mikilvægt það virðist vera fyrir Ten Hag að festa rætur í samfélaginu í Manchester. Hann tekur reglulega hjólatúra á svæðinu, sést á vappi í miðbænum og hefur sest niður á fundi með goðsögninni Alex Ferguson. „Þegar maður kemur á nýjan stað þá þarf maður að aðlaga sig að aðstæðunum, fólkinu og gildum þess. Fyrst þarf maður að læra og það skiptir máli að fara út, kynnast menningunni og lífinu í borginni,“ sagði Ten Hag í viðtali við Skysports í tilefni úrslitaleiksins í dag. Erum með mörg verkfæri til að vinna þá Andstæðingar United í dag, Newcastle United, hafa verið spútniklið tímabilsins. Stjórinn Eddie Howe hefur byggt upp gríðarlega sterkt lið sem erfitt er að skora hjá og erfitt að vinna. Ten Hag er hrifinn af því sem hann hefur séð. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og því sem knattspyrnustjórinn hefur gert. Það er frábært að sjá þetta utanfrá og maður sér að þetta er alvöru lið með góðan liðsanda. Þetta verður frábær leikur á milli tveggja mjög góðra liða.“ Eddie Howe hefur verið að gera góða hluti með lið Newcastle.Vísir/Getty Hann segir að Manchester United hafi sýnt í vetur hvernig á að sækja gegn liðum sem verjast með liðið aftarlega eins og Newcastle vill oft gera. „Það er svo frábært að vera í ensku úrvalsdeildinni og í þessari fótboltamenningu því þú þarft að mæta liðum með svo ólíka leikstíla og maður þarf alltaf að finna einhverja leið til að vinna. Við erum með mörg verkfæri til að vinna og við sjáum í dag hvert þeirra við veljum.“ „Hann skildi eftir arfleið sigra og sigurhefðar“ Leikurinn í dag fer fram á Wembley og segist Ten Hag hlakka til að stýra liðinu á þessum sögufræga leikvangi. „Þarna hafa stórir leikir farið fram og ég hef séð úrslitaleik í enska bikarnum og með hollenska landsliðinu. Þegar ég var barn þá horfði ég alltaf á úrslitaleik enska bikarsins.“ Ten Hag segir að þó svo að miklvægt sé að halda ákveðnum stöðugleika þá þurfi eitthvað sérstakt þegar liðið er mætt í úrslitaleik. Jadon Sancho hefur komið sterkur til baka í síðustu leikjum eftir að hafa átt í erfiðleikum á tímabilinu.Vísir/Getty „Þetta er úrslitaleikur og þá þarf eitthvað sérstakt í undirbúningnum. Við munum gera það,“ sagði Ten Hag en aðspurður sagðist hann því miður ekki hafa tíma til að hitta Alex Ferguson í mat fyrir leikinn. Hann sagði besta ráð sem Ferguson hafi gefið honum vera sú arfleið sem hann skildi eftir sig. „Hann skildi eftir sig arfleið sigra og sigurhefðar. Mér finnst hann svo góð fyrirmynd fyrir okkur öll. Fyrir okkur hjá Manchester United er hann gríðarlega mikil fyrirmynd og við vonumst til þess að geta gert hann stoltan í dag.“ Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Manchester United og Newcastle mætast í úrslitaleik enska deildabikarsins í dag. Newcastle hefur ekki unnið titil síðan árið 1955 en United getur unnið sinn fyrsta titil í nærri sex ár en liðið varð deildabikarmeistari árið 2017 og fagnaði sigri í Evrópudeildinni síðar um vorið það sama ár. Erik Ten Hag tók við sem knattspyrnustjóri United fyrir tímabilið og hefur verið að gera góða hluti en liðið er ennþá með í öllum keppnum og situr í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir mögur tímabil síðustu árin. Það hefur vakið athygli margra hversu mikilvægt það virðist vera fyrir Ten Hag að festa rætur í samfélaginu í Manchester. Hann tekur reglulega hjólatúra á svæðinu, sést á vappi í miðbænum og hefur sest niður á fundi með goðsögninni Alex Ferguson. „Þegar maður kemur á nýjan stað þá þarf maður að aðlaga sig að aðstæðunum, fólkinu og gildum þess. Fyrst þarf maður að læra og það skiptir máli að fara út, kynnast menningunni og lífinu í borginni,“ sagði Ten Hag í viðtali við Skysports í tilefni úrslitaleiksins í dag. Erum með mörg verkfæri til að vinna þá Andstæðingar United í dag, Newcastle United, hafa verið spútniklið tímabilsins. Stjórinn Eddie Howe hefur byggt upp gríðarlega sterkt lið sem erfitt er að skora hjá og erfitt að vinna. Ten Hag er hrifinn af því sem hann hefur séð. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og því sem knattspyrnustjórinn hefur gert. Það er frábært að sjá þetta utanfrá og maður sér að þetta er alvöru lið með góðan liðsanda. Þetta verður frábær leikur á milli tveggja mjög góðra liða.“ Eddie Howe hefur verið að gera góða hluti með lið Newcastle.Vísir/Getty Hann segir að Manchester United hafi sýnt í vetur hvernig á að sækja gegn liðum sem verjast með liðið aftarlega eins og Newcastle vill oft gera. „Það er svo frábært að vera í ensku úrvalsdeildinni og í þessari fótboltamenningu því þú þarft að mæta liðum með svo ólíka leikstíla og maður þarf alltaf að finna einhverja leið til að vinna. Við erum með mörg verkfæri til að vinna og við sjáum í dag hvert þeirra við veljum.“ „Hann skildi eftir arfleið sigra og sigurhefðar“ Leikurinn í dag fer fram á Wembley og segist Ten Hag hlakka til að stýra liðinu á þessum sögufræga leikvangi. „Þarna hafa stórir leikir farið fram og ég hef séð úrslitaleik í enska bikarnum og með hollenska landsliðinu. Þegar ég var barn þá horfði ég alltaf á úrslitaleik enska bikarsins.“ Ten Hag segir að þó svo að miklvægt sé að halda ákveðnum stöðugleika þá þurfi eitthvað sérstakt þegar liðið er mætt í úrslitaleik. Jadon Sancho hefur komið sterkur til baka í síðustu leikjum eftir að hafa átt í erfiðleikum á tímabilinu.Vísir/Getty „Þetta er úrslitaleikur og þá þarf eitthvað sérstakt í undirbúningnum. Við munum gera það,“ sagði Ten Hag en aðspurður sagðist hann því miður ekki hafa tíma til að hitta Alex Ferguson í mat fyrir leikinn. Hann sagði besta ráð sem Ferguson hafi gefið honum vera sú arfleið sem hann skildi eftir sig. „Hann skildi eftir sig arfleið sigra og sigurhefðar. Mér finnst hann svo góð fyrirmynd fyrir okkur öll. Fyrir okkur hjá Manchester United er hann gríðarlega mikil fyrirmynd og við vonumst til þess að geta gert hann stoltan í dag.“
Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira