Gagnrýndi aðra bakhjarla fyrir hægagang með skriðdreka Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2023 14:23 Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, um borð í Leopard 2A6 skriðdreka þýska hersins. AP/Martin Meissner Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi aðra bakhjarla Úkraínu á fundi í Brussel í gær. Gagnrýnin sneri að því að þeir hefðu um margra vikna skeið þrýst á Þjóðverja um að heimila sendingar Leopard skriðdreka til Úkraínu og í kjölfarið væru þeir sjálfir með hægagang varðandi hergagnaflutninga. Pistorius sagði á fundinum í gær að árangurinn sem náðst hefði varðandi það að senda Úkraínumönnum skriðdreka hefði „ekki beint verið framúrskarandi, vægast sagt“. Þá sagðist hann ekki skilja af hverju ríki sem hefðu þrýst hvað mest á Þjóðverja væru ekki enn búin að senda skriðdreka eða ætluðu ekki að gera það. Sjá einnig: Morawiecki segir framgöngu Þjóðverja óafsakanlega Samkvæmt frétt Financial Times sagði Pistorius að Úkraínumenn þyrftu nýlega skriðdreka og benti á Leopard 2A6 skriðdrekana. Þeir einu sem segjast ætla að gefa slíka skriðdreka eru Þjóðverjar og Portúgalar. Auk skrið- og bryndreka segjast Úkraínumenn hafa mikla þörf fyrir skotfæri en hingað til hafa þeir notað meira af skotum en bakhjarlar Úkraínu geta framleitt. Áætlað er að Úkraínumenn hafi verið að skjóta um fimm þúsund sprengikúlum á dag að undanförnu. Rússar eru sagðir skjóta um fjórum sinnum fleiri skotum á degi hverjum. Enn sem komið er hafa Bretar heitið því að afhenda Úkraínumönnum fjórtán Challenger 2 skriðdreka og verið að þjálfa úkraínska hermenn í notkun þeirra í Bretlandi. Pólverjar ætla að gefa fjórtán Leopard 2A4 skriðdreka og eru þeir einnig að þjálfa úkraínska hermenn. Þeir ætla einnig að gefa þrjátíu P-91 skriðdreka. Þjóðverjar hafa heitið fjórtán Leopard 2A6 skriðdrekum og eru byrjaðir að þjálfa úkraínska hermenn á þá. Kanadamenn hafa heitið fjórum Leopard 2A4 og Portúgalar þremur Leopard 2A6. Þá hafa Norðmenn heitið átta Leopard 2A4 skriðdrekum og Spánverjar sex. Mörg ríki Evrópu hafa þar að auki heitið því að senda Úkraínumönnum fjölmarga eldri skriðdreka af gerðinni Leopard 1A5. Enginn þessara skriðdreka er kominn til Úkraínu, svo vitað sé. Bandaríkjamenn hafa einnig heitið því að útvega Úkraínumönnum 31 M1A1 Abrams skriðdreka en það er langt í að þeir verði afhentir. Úkraínumenn eru einnig að fá mikið magn bryndreka frá Bandaríkjamönnum og Þjóðverjum fyrir væntanlegar gagnárásir í vor. Fjölmiðlar í Þýskalandi hafa birt myndir af þessum farartækjum eftir að þau voru flutt til landsins á dögunum. The assembly of IFVs and MRAPs meant for Ukraine is impressive. pic.twitter.com/GDeEnTisEp— (((Tendar))) (@Tendar) February 14, 2023 FT hefur eftir Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, að skriðdrekasendingar til Úkraínu væru allar að koma til. Pólverjar ætluðu að einbeita sér að Leopard 2A4 skriðdrekum og að Þjóðverjar ættu að vinna með Leopard 2A6 útgáfurnar. 2A6 útgáfan er nýrri en 2A4 og meðal annars með stærri byssu. Óttast stíflur í flutningskerfinu Þrátt fyrir gagnrýni þýska ráðherrans hefur Washington Post eftir bandarískum embættismönnum að flæði hergagna til Úkraínu sé að aukast. Hætta sé á því að kerfið sem notað er að flytja þessi hergögn stíflist á næstunni. Heimildarmenn WP segja flesta ekki átta sig á því hversu erfitt sé að koma þessum hergögnum til Úkraínu. Mikil leynd hefur hvílt yfir þessu sendingaferli og hingað til hefur Rússum ekki tekist að stöðva sendingar með árásum, svo vitað sé. Mark Milly, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í gær að Rússar hefðu reynt slíkar árásir. Hergögnin flæða að mestu frá herstöðvum í Póllandi, Slóvakíu og Rúmeníu. Þegar kemur að skrið- og bryndrekum er þó erfitt að flytja þá öðruvísi en á lestum eða stærðarinnar eftirvögnum sem erfitt er að dulbúa eða flytja í laumi. Til að flytja með lest þyrfti að safna saman mörgum sérhönnuðum lestarvögnum og sérfræðingar segja ólíklegt að slíkt myndi fara fram hjá Rússum. Þá myndi taka mikinn tíma og mikið eldsneyti að flytja öll farartækin með vörubílum. Sjá einnig: Segja að vestrænir skriðdrekar brenni eins og aðrir Vesturlönd hafa þó þegar, eins og áður hefur komið fram, sent töluvert magn sovéskra skriðdreka til Úkraínu og ekki er vitað til þess að Rússum hafi tekist að gera árás á slíkar sendingar. Úkraína Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Hernaður Tengdar fréttir Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54 Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17 Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner Yevgeny Prigozhin, eigandi rússneska málaliðahópsins Wagner Group, sagði frá því í dag að hann væri hættur að ráða málaliða úr fangelsum Rússlands. Föngum hefur um nokkurra mánaða skeið boðist að ganga til liðs við Wagner og þjóna í sex mánuði í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi. 9. febrúar 2023 22:34 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Pistorius sagði á fundinum í gær að árangurinn sem náðst hefði varðandi það að senda Úkraínumönnum skriðdreka hefði „ekki beint verið framúrskarandi, vægast sagt“. Þá sagðist hann ekki skilja af hverju ríki sem hefðu þrýst hvað mest á Þjóðverja væru ekki enn búin að senda skriðdreka eða ætluðu ekki að gera það. Sjá einnig: Morawiecki segir framgöngu Þjóðverja óafsakanlega Samkvæmt frétt Financial Times sagði Pistorius að Úkraínumenn þyrftu nýlega skriðdreka og benti á Leopard 2A6 skriðdrekana. Þeir einu sem segjast ætla að gefa slíka skriðdreka eru Þjóðverjar og Portúgalar. Auk skrið- og bryndreka segjast Úkraínumenn hafa mikla þörf fyrir skotfæri en hingað til hafa þeir notað meira af skotum en bakhjarlar Úkraínu geta framleitt. Áætlað er að Úkraínumenn hafi verið að skjóta um fimm þúsund sprengikúlum á dag að undanförnu. Rússar eru sagðir skjóta um fjórum sinnum fleiri skotum á degi hverjum. Enn sem komið er hafa Bretar heitið því að afhenda Úkraínumönnum fjórtán Challenger 2 skriðdreka og verið að þjálfa úkraínska hermenn í notkun þeirra í Bretlandi. Pólverjar ætla að gefa fjórtán Leopard 2A4 skriðdreka og eru þeir einnig að þjálfa úkraínska hermenn. Þeir ætla einnig að gefa þrjátíu P-91 skriðdreka. Þjóðverjar hafa heitið fjórtán Leopard 2A6 skriðdrekum og eru byrjaðir að þjálfa úkraínska hermenn á þá. Kanadamenn hafa heitið fjórum Leopard 2A4 og Portúgalar þremur Leopard 2A6. Þá hafa Norðmenn heitið átta Leopard 2A4 skriðdrekum og Spánverjar sex. Mörg ríki Evrópu hafa þar að auki heitið því að senda Úkraínumönnum fjölmarga eldri skriðdreka af gerðinni Leopard 1A5. Enginn þessara skriðdreka er kominn til Úkraínu, svo vitað sé. Bandaríkjamenn hafa einnig heitið því að útvega Úkraínumönnum 31 M1A1 Abrams skriðdreka en það er langt í að þeir verði afhentir. Úkraínumenn eru einnig að fá mikið magn bryndreka frá Bandaríkjamönnum og Þjóðverjum fyrir væntanlegar gagnárásir í vor. Fjölmiðlar í Þýskalandi hafa birt myndir af þessum farartækjum eftir að þau voru flutt til landsins á dögunum. The assembly of IFVs and MRAPs meant for Ukraine is impressive. pic.twitter.com/GDeEnTisEp— (((Tendar))) (@Tendar) February 14, 2023 FT hefur eftir Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, að skriðdrekasendingar til Úkraínu væru allar að koma til. Pólverjar ætluðu að einbeita sér að Leopard 2A4 skriðdrekum og að Þjóðverjar ættu að vinna með Leopard 2A6 útgáfurnar. 2A6 útgáfan er nýrri en 2A4 og meðal annars með stærri byssu. Óttast stíflur í flutningskerfinu Þrátt fyrir gagnrýni þýska ráðherrans hefur Washington Post eftir bandarískum embættismönnum að flæði hergagna til Úkraínu sé að aukast. Hætta sé á því að kerfið sem notað er að flytja þessi hergögn stíflist á næstunni. Heimildarmenn WP segja flesta ekki átta sig á því hversu erfitt sé að koma þessum hergögnum til Úkraínu. Mikil leynd hefur hvílt yfir þessu sendingaferli og hingað til hefur Rússum ekki tekist að stöðva sendingar með árásum, svo vitað sé. Mark Milly, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í gær að Rússar hefðu reynt slíkar árásir. Hergögnin flæða að mestu frá herstöðvum í Póllandi, Slóvakíu og Rúmeníu. Þegar kemur að skrið- og bryndrekum er þó erfitt að flytja þá öðruvísi en á lestum eða stærðarinnar eftirvögnum sem erfitt er að dulbúa eða flytja í laumi. Til að flytja með lest þyrfti að safna saman mörgum sérhönnuðum lestarvögnum og sérfræðingar segja ólíklegt að slíkt myndi fara fram hjá Rússum. Þá myndi taka mikinn tíma og mikið eldsneyti að flytja öll farartækin með vörubílum. Sjá einnig: Segja að vestrænir skriðdrekar brenni eins og aðrir Vesturlönd hafa þó þegar, eins og áður hefur komið fram, sent töluvert magn sovéskra skriðdreka til Úkraínu og ekki er vitað til þess að Rússum hafi tekist að gera árás á slíkar sendingar.
Úkraína Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Hernaður Tengdar fréttir Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54 Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17 Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner Yevgeny Prigozhin, eigandi rússneska málaliðahópsins Wagner Group, sagði frá því í dag að hann væri hættur að ráða málaliða úr fangelsum Rússlands. Föngum hefur um nokkurra mánaða skeið boðist að ganga til liðs við Wagner og þjóna í sex mánuði í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi. 9. febrúar 2023 22:34 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54
Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17
Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner Yevgeny Prigozhin, eigandi rússneska málaliðahópsins Wagner Group, sagði frá því í dag að hann væri hættur að ráða málaliða úr fangelsum Rússlands. Föngum hefur um nokkurra mánaða skeið boðist að ganga til liðs við Wagner og þjóna í sex mánuði í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi. 9. febrúar 2023 22:34
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent