Katrín Tanja sótti um bandarískan ríkisborgararétt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2023 08:31 Katrín Tanja hefur komið sér vel fyrir í Idaho fylki en það er í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Instagram/@katrintanja Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er flutt til Bandaríkjanna og hefur komið sér vel fyrir með kærastanum í Idaho fylki. Hún vill nú fá bandarískt ríkisfang. Katrín Tanja útskýrði stöðu sína á Instagram.Instagram/@katrintanja Katrín Tanja útskýrði stöðuna á sér á samfélagsmiðlunum Instagram. Katrín ákvað að gera það eftir að hafa fengið það samþykkt að keppa í undankeppni heimsleikanna í Norður-Ameríku hlutanum og sleppa við að fara í gegnum undankeppni Evrópu. Katrín fékk leyfi hjá CrossFit samtökunum fyrir því að sleppa við að fljúga til Evrópu til að keppa í undanúrslitunum en keppa í öðrum af tveimur undanúrslitunum sem fara fram í Norður-Ameríku. Þegar Katrín útskýrði stöðu mála þá kom einnig fram hjá henni að hún hefur nú sótt um bandarískan ríkisborgararétt. Katrín hefur búið í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár fyrir utan að hún kom heim til Íslands í sex mánuði á síðasta ári. Katrín flutti síðan endanlega til kærasta síns, Brooks Laich, í Coeur d'Alene í Idaho fylki.' Áður hafði hún búið lengi í nágrenni Boston þar sem hún æfði hjá þáverandi þjálfara sínum Ben Bergeron. Eftir að hún hætti hjá honum snéri Katrín Tanja heim og fór að æfa hjá þjálfara Anníe Mistar, Jami Tikkanen. Nú er orðið ljóst að Katrín Tanja sér framtíð sína fyrir sér í Bandaríkjunum og skiljanlega er meira vit í því að fara þá í gegnum undankeppni Norður-Ameríku í stað þess að þurfa að leggja í löng ferðalög á undanúrslitamót í Evrópu. Katrín sagði það góða sönnun um staðfestu sína að búa í Bandaríkjunum að hún hafi tekið litla hvolpinn sinn til Idaho. Hann má nefnilega ekki koma aftur til Íslands. Katrín er náttúrulega tvöfaldur heimsmeistari og einhverjir sjá fyrir sér að hún sé að taka sæti af bandarísku stelpunum en eins og hún sýndi í færslu sinni þá snýst þetta um þá staðreynd að hún býr nú í Bandaríkjunum en ekki í Evrópu. Katrín Tanja afsalar sér væntanlega ekki íslenska ríkisborgararéttinum í leiðinni og við höldum auðvitað áfram að líta á hana sem eina af íslensku CrossFit konunum sem eru að gera góða hluti í alþjóðlegum mótum. CrossFit Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjá meira
Katrín Tanja útskýrði stöðu sína á Instagram.Instagram/@katrintanja Katrín Tanja útskýrði stöðuna á sér á samfélagsmiðlunum Instagram. Katrín ákvað að gera það eftir að hafa fengið það samþykkt að keppa í undankeppni heimsleikanna í Norður-Ameríku hlutanum og sleppa við að fara í gegnum undankeppni Evrópu. Katrín fékk leyfi hjá CrossFit samtökunum fyrir því að sleppa við að fljúga til Evrópu til að keppa í undanúrslitunum en keppa í öðrum af tveimur undanúrslitunum sem fara fram í Norður-Ameríku. Þegar Katrín útskýrði stöðu mála þá kom einnig fram hjá henni að hún hefur nú sótt um bandarískan ríkisborgararétt. Katrín hefur búið í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár fyrir utan að hún kom heim til Íslands í sex mánuði á síðasta ári. Katrín flutti síðan endanlega til kærasta síns, Brooks Laich, í Coeur d'Alene í Idaho fylki.' Áður hafði hún búið lengi í nágrenni Boston þar sem hún æfði hjá þáverandi þjálfara sínum Ben Bergeron. Eftir að hún hætti hjá honum snéri Katrín Tanja heim og fór að æfa hjá þjálfara Anníe Mistar, Jami Tikkanen. Nú er orðið ljóst að Katrín Tanja sér framtíð sína fyrir sér í Bandaríkjunum og skiljanlega er meira vit í því að fara þá í gegnum undankeppni Norður-Ameríku í stað þess að þurfa að leggja í löng ferðalög á undanúrslitamót í Evrópu. Katrín sagði það góða sönnun um staðfestu sína að búa í Bandaríkjunum að hún hafi tekið litla hvolpinn sinn til Idaho. Hann má nefnilega ekki koma aftur til Íslands. Katrín er náttúrulega tvöfaldur heimsmeistari og einhverjir sjá fyrir sér að hún sé að taka sæti af bandarísku stelpunum en eins og hún sýndi í færslu sinni þá snýst þetta um þá staðreynd að hún býr nú í Bandaríkjunum en ekki í Evrópu. Katrín Tanja afsalar sér væntanlega ekki íslenska ríkisborgararéttinum í leiðinni og við höldum auðvitað áfram að líta á hana sem eina af íslensku CrossFit konunum sem eru að gera góða hluti í alþjóðlegum mótum.
CrossFit Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjá meira