„Þetta er einn erfiðasti útivöllurinn“ Kári Mímisson skrifar 12. febrúar 2023 19:22 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, sáttur með dagsverkið. Vísir/Diego Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar var að vonum sáttur með sigur sinna manna gegn Gróttu á Seltjarnarnesi í dag í Olís deildinni í handbolta. „Þetta var bara frábær frammistaða, vörn og sókn. Báðir hálfleikirnir góðir, varnarleikurinn í fyrri var frábær og sóknarleikurinn agaður. Við vorum að enda þessar sóknir með skot á markið.“ Eitt af vandamálum Aftureldingar í vetur hefur verið að halda forskoti. „Ég var líka ánægður með það að við vorum með forskot í hálfleik, fimm mörk og vinnum líka seinni hálfleikinn. Við náðum að spila leikinn með forskoti sem hefur oft verið okkar vandamál. Við höfum kannski ekki verið mjög góðir í að halda í þetta en núna héldum við aganum, héldum skipulagi og kláruðum þetta eins og fagmenn.“ Grótta byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði að minnka forskot Aftureldingar niður í 2 mörk snemma í hálfleiknum en fór þá eitthvað um Gunnar? „Nei, nei alls ekki. Grótta er auðvitað með mjög gott lið og það er erfitt að koma hingað. Þetta er einn erfiðasti útivöllurinn. Öllum finnst erfitt að spila við Gróttu hér. Við vissum alveg að þeir kæmu með áhlaup og að við þyrftum að standast það. Ég er mjög ánægður með að við stóðumst það áhlaup, héldum haus og já, vinnum seinni hálfleikinn líka.“ Þorsteinn Leó fékk enn eitt höfuðhöggið á þessari leiktíð og lék lítið eftir það. „Hann var klár og vildi fara inn á. Ég vildi bara ekki taka sénsinn á honum. Ég held að þetta hafi verið meira hálsinn á honum en annars er hann bara góður. Ég vildi bara hlífa honum út af sögunni og ég vildi ekki taka sénsinn. Betra að vera bara öruggur með þetta.“ En eru þessi tíðu höfuðhögg sem Þorsteinn Leó er að fá eitthvað sem Afturelding og íslenskur handbolti þarf að hafa áhyggjur af? „Nei, nei þetta er bara partur af þessu. Hann er bara góður og ég held að þetta sé bara hluti af sportinu og þetta gerist bara. Auðvitað þarf maður að passa þetta og þess vegna setti ég hann ekki inn á, út af sögunni.“ Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Afturelding 25-31 | Góð ferð Mosfellinga á Seltjarnarnes Grótta og Afturelding töpuðu bæði í síðustu umferð og þurfa á jákvæðum úrslitum að halda í dag. 12. febrúar 2023 17:43 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
„Þetta var bara frábær frammistaða, vörn og sókn. Báðir hálfleikirnir góðir, varnarleikurinn í fyrri var frábær og sóknarleikurinn agaður. Við vorum að enda þessar sóknir með skot á markið.“ Eitt af vandamálum Aftureldingar í vetur hefur verið að halda forskoti. „Ég var líka ánægður með það að við vorum með forskot í hálfleik, fimm mörk og vinnum líka seinni hálfleikinn. Við náðum að spila leikinn með forskoti sem hefur oft verið okkar vandamál. Við höfum kannski ekki verið mjög góðir í að halda í þetta en núna héldum við aganum, héldum skipulagi og kláruðum þetta eins og fagmenn.“ Grótta byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði að minnka forskot Aftureldingar niður í 2 mörk snemma í hálfleiknum en fór þá eitthvað um Gunnar? „Nei, nei alls ekki. Grótta er auðvitað með mjög gott lið og það er erfitt að koma hingað. Þetta er einn erfiðasti útivöllurinn. Öllum finnst erfitt að spila við Gróttu hér. Við vissum alveg að þeir kæmu með áhlaup og að við þyrftum að standast það. Ég er mjög ánægður með að við stóðumst það áhlaup, héldum haus og já, vinnum seinni hálfleikinn líka.“ Þorsteinn Leó fékk enn eitt höfuðhöggið á þessari leiktíð og lék lítið eftir það. „Hann var klár og vildi fara inn á. Ég vildi bara ekki taka sénsinn á honum. Ég held að þetta hafi verið meira hálsinn á honum en annars er hann bara góður. Ég vildi bara hlífa honum út af sögunni og ég vildi ekki taka sénsinn. Betra að vera bara öruggur með þetta.“ En eru þessi tíðu höfuðhögg sem Þorsteinn Leó er að fá eitthvað sem Afturelding og íslenskur handbolti þarf að hafa áhyggjur af? „Nei, nei þetta er bara partur af þessu. Hann er bara góður og ég held að þetta sé bara hluti af sportinu og þetta gerist bara. Auðvitað þarf maður að passa þetta og þess vegna setti ég hann ekki inn á, út af sögunni.“
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Afturelding 25-31 | Góð ferð Mosfellinga á Seltjarnarnes Grótta og Afturelding töpuðu bæði í síðustu umferð og þurfa á jákvæðum úrslitum að halda í dag. 12. febrúar 2023 17:43 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Afturelding 25-31 | Góð ferð Mosfellinga á Seltjarnarnes Grótta og Afturelding töpuðu bæði í síðustu umferð og þurfa á jákvæðum úrslitum að halda í dag. 12. febrúar 2023 17:43