Vondur VAR-dagur í gær: Tvenn mistök sem kostuðu stig Smári Jökull Jónsson skrifar 12. febrúar 2023 10:30 Mikel Arteta þjálfari Arsenal ræðir við dómarana eftir leikinn í gær. Vísir/Getty VAR-dómarar gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni áttu ekki góðan dag því tvenn mistök voru gerð sem kostuðu lið stig. Þá eru margir á því að Chelsea hefði átt að fá vítaspyrnu í leik sínum gegn West Ham. Myndbandsdómgæsla í ensku úrvalsdeildinni hefur oftar en ekki skapað mikla umræðu enda kerfið síður en svo óskeikult. Þetta á ekki síst við um gærdaginn því nú komið í ljós að myndbandsdómarar gerðu tvenn mistök í leikjum gærdagsins sem gætu reynst dýrkeypt. Arsenal hefur leikið frábærlega á tímabilinu og situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið gerði jafntefli gegn Brentford í gær en jöfnunarmark Brentford var umdeilt og hefði ekki átt að standa. Christian Nörgaard var rangstæður þegar hann fékk boltann áður en hann sendi fyrir á Ivan Toney sem skoraði auðveldlega. VAR-kannaði hins vegar aldrei hvort Nörgaard var rangstæður þrátt fyrir að hafa tekið sér drjúgan tíma í að skoða markið. Þetta kemur fram í grein fyrrum dómarans Chris Foy í Daily Mail. Hann segir að um mannleg mistök sé að ræða en VAR athugaði ýmis atriði í aðdraganda marksins. „Í aðdraganda marksins er Christian Nörgaard, sem sendir boltann til Toney, rangstæður. Sannleikurinn er sá að VAR athugaði það aldrei með því að teikna rangstöðulínur. Línan var einfaldlega aldrei teiknuð og það eru mannleg mistök,“ skrifar Chris Foy í Daily Mail en hann starfar þar sem sérfræðingur. Löglegt mark tekið af Brighton Mistökin í leik Arsenal og Brentford voru hins vegar ekki þau einu sem VAR-gerði í gær. Í leik Crystal Palace og Brighton, sem lauk með 1-1 jafntefli, skoraði Pervis Estupinan mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. Þar var John Brooks í VAR-herberginu og teiknaði hann rangstöðulínuna frá röngum varnarmanni. Brooks miðaði línuna við varnarmanninn James Tomkins en hann var ekki aftasti varnarmaður Palace. Marc Guehi var aftar og hefði spilað Estupinan réttstæðan en það fór framhjá Brooks. Pervis Estupinan fer framhjá Michael Olise í leiknum í gær.Vísir/Getty Þá átti sér einnig stað umdeilt atvik í leik Chelsea og West Ham þar sem Tomas Soucek, leikmaður West Ham, fékk boltann augljóslega í höndina þegar Connor Gallagher skaut að marki. Að flestra mati hefði Chelsea átt að fá vítaspyrnu en þeim leik leik einnig með jafntefli. Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Myndbandsdómgæsla í ensku úrvalsdeildinni hefur oftar en ekki skapað mikla umræðu enda kerfið síður en svo óskeikult. Þetta á ekki síst við um gærdaginn því nú komið í ljós að myndbandsdómarar gerðu tvenn mistök í leikjum gærdagsins sem gætu reynst dýrkeypt. Arsenal hefur leikið frábærlega á tímabilinu og situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið gerði jafntefli gegn Brentford í gær en jöfnunarmark Brentford var umdeilt og hefði ekki átt að standa. Christian Nörgaard var rangstæður þegar hann fékk boltann áður en hann sendi fyrir á Ivan Toney sem skoraði auðveldlega. VAR-kannaði hins vegar aldrei hvort Nörgaard var rangstæður þrátt fyrir að hafa tekið sér drjúgan tíma í að skoða markið. Þetta kemur fram í grein fyrrum dómarans Chris Foy í Daily Mail. Hann segir að um mannleg mistök sé að ræða en VAR athugaði ýmis atriði í aðdraganda marksins. „Í aðdraganda marksins er Christian Nörgaard, sem sendir boltann til Toney, rangstæður. Sannleikurinn er sá að VAR athugaði það aldrei með því að teikna rangstöðulínur. Línan var einfaldlega aldrei teiknuð og það eru mannleg mistök,“ skrifar Chris Foy í Daily Mail en hann starfar þar sem sérfræðingur. Löglegt mark tekið af Brighton Mistökin í leik Arsenal og Brentford voru hins vegar ekki þau einu sem VAR-gerði í gær. Í leik Crystal Palace og Brighton, sem lauk með 1-1 jafntefli, skoraði Pervis Estupinan mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. Þar var John Brooks í VAR-herberginu og teiknaði hann rangstöðulínuna frá röngum varnarmanni. Brooks miðaði línuna við varnarmanninn James Tomkins en hann var ekki aftasti varnarmaður Palace. Marc Guehi var aftar og hefði spilað Estupinan réttstæðan en það fór framhjá Brooks. Pervis Estupinan fer framhjá Michael Olise í leiknum í gær.Vísir/Getty Þá átti sér einnig stað umdeilt atvik í leik Chelsea og West Ham þar sem Tomas Soucek, leikmaður West Ham, fékk boltann augljóslega í höndina þegar Connor Gallagher skaut að marki. Að flestra mati hefði Chelsea átt að fá vítaspyrnu en þeim leik leik einnig með jafntefli.
Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira