Segir undir Heimi komið hvort Greenwood verði boðið sæti í landsliðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 8. febrúar 2023 23:01 Mason Greenwood er uppalinn leikmaður Manchester United og var talinn vonarstjarna hjá liðinu og enska landsliðinu. Getty/Marc Atkins Framkvæmdastjóri jamaíska knattspyrnusambandsins segist munu taka Mason Greenwood opnum örmum velji hann að spila fyrir jamaíska landsliðið í knattspyrnu. Heimir Hallgrímsson er þjálfari Jamaíka. Mál Mason Greenwood hefur verið í brennidepli að undanförnu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. Greenwood var hnepptur í varðhald eftir ákæru 15. október á síðasta ári. Fyrrum kærasta Greenwood birti snemma árs í fyrra myndbönd og hljóðbrot á Instagram-síðu sinni með yfirskriftinni: „Til þeirra sem vilja vita hvað Mason Greenwood gerir í alvörunni við mig.“ Myndirnar sýndu marbletti á ýmsum stöðum sem og konuna með sprungna vör. Hljóðbrotið sem hún birti var sagt vera af atviki þar sem Greenwood hefði þvingað hana til samræðis. Nú hafa allar ákærur á hendur honum hins vegar verið felldar niður eftir að lykilvitni dró framburð sinn til baka. Manchester United gaf í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem tilkynnt var að Greenwood myndi hvorki æfa né spila með United þar til félagið hafi lokið sinni eigin rannsókn á málinu en margir stuðningsmenn hafa lýst yfir vanþóknun sinni á því að hann snúi aftur til félagsins. „Ef þjálfarinn velur hann yrði hann boðinn velkominn“ Nú hefur framkvæmdastjóri jamaíska knattspyrnusambandsins hins vegar tjáð sig um málið. Greenwood á ættir að rekja til Jamaíka og væri gjaldgengur í landslið þjóðarinnar þrátt fyrir að hafa leikið einn leik fyrir enska landsliðið, einmitt gegn Íslandi á Laugardalsvelli. Í frétt Jamaica Observer kemur fram að jamaíska sambandið hafi í nokkur skipti haft samband við Greenwood með það fyrir augum að velja hann í landsliðshópinn en hann ávallt neitað. Heimir Hallgrímsson er núverandi landsliðsþjálfari Jamaíka en hann tók við liðinu í september síðastliðnum. Framkvæmdastjóri knattspyrnusambandsins segir hins vegar að sambandið myndi bjóða Greenwood velkominn þar sem hann sé leikmaður í hæsta gæðaflokki. „Ég held að við myndum ekki loka dyrunum á hann, en þetta er ákvörðun sem þjálfarinn þarf að taka. Ef þjálfarinn velur hann þá yrði hann boðinn velkominn af okkur,“ sagði Dennis Chung í viðtali við Jamaica Observer. „Hann er frábær leikmaður en þetta er allt undir þjálfaranum komið og ef þjálfaranum finnst að hann ætti að vera valinn þá er það hans ákvörðun. Hann er aðeins tuttugu og eins árs og á bjarta framtíð fyrir sér. Ég held að hann myndi bæta öll lið sem hann væri í.“ Þrátt fyrir að mál Greenwood hafi verið fellt niður eru margir sem taka því með fyrirvara enda hafi hljóðupptökur og myndir sýnt að eitthvað hafi gengið á í samskiptum Greenwood við sína fyrrum kærustu. Chung er ekki einn þeirra miðað við ummæli hans í Jamaica Observer. „Hann hefur verið sýknaður af dómstólnum og ef hann hefur verið sýknaður þá eru þeir að segja að hann sé saklaus. Þannig að mér finnst þetta vera undir þjálfaranum komið.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Mál Mason Greenwood hefur verið í brennidepli að undanförnu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. Greenwood var hnepptur í varðhald eftir ákæru 15. október á síðasta ári. Fyrrum kærasta Greenwood birti snemma árs í fyrra myndbönd og hljóðbrot á Instagram-síðu sinni með yfirskriftinni: „Til þeirra sem vilja vita hvað Mason Greenwood gerir í alvörunni við mig.“ Myndirnar sýndu marbletti á ýmsum stöðum sem og konuna með sprungna vör. Hljóðbrotið sem hún birti var sagt vera af atviki þar sem Greenwood hefði þvingað hana til samræðis. Nú hafa allar ákærur á hendur honum hins vegar verið felldar niður eftir að lykilvitni dró framburð sinn til baka. Manchester United gaf í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem tilkynnt var að Greenwood myndi hvorki æfa né spila með United þar til félagið hafi lokið sinni eigin rannsókn á málinu en margir stuðningsmenn hafa lýst yfir vanþóknun sinni á því að hann snúi aftur til félagsins. „Ef þjálfarinn velur hann yrði hann boðinn velkominn“ Nú hefur framkvæmdastjóri jamaíska knattspyrnusambandsins hins vegar tjáð sig um málið. Greenwood á ættir að rekja til Jamaíka og væri gjaldgengur í landslið þjóðarinnar þrátt fyrir að hafa leikið einn leik fyrir enska landsliðið, einmitt gegn Íslandi á Laugardalsvelli. Í frétt Jamaica Observer kemur fram að jamaíska sambandið hafi í nokkur skipti haft samband við Greenwood með það fyrir augum að velja hann í landsliðshópinn en hann ávallt neitað. Heimir Hallgrímsson er núverandi landsliðsþjálfari Jamaíka en hann tók við liðinu í september síðastliðnum. Framkvæmdastjóri knattspyrnusambandsins segir hins vegar að sambandið myndi bjóða Greenwood velkominn þar sem hann sé leikmaður í hæsta gæðaflokki. „Ég held að við myndum ekki loka dyrunum á hann, en þetta er ákvörðun sem þjálfarinn þarf að taka. Ef þjálfarinn velur hann þá yrði hann boðinn velkominn af okkur,“ sagði Dennis Chung í viðtali við Jamaica Observer. „Hann er frábær leikmaður en þetta er allt undir þjálfaranum komið og ef þjálfaranum finnst að hann ætti að vera valinn þá er það hans ákvörðun. Hann er aðeins tuttugu og eins árs og á bjarta framtíð fyrir sér. Ég held að hann myndi bæta öll lið sem hann væri í.“ Þrátt fyrir að mál Greenwood hafi verið fellt niður eru margir sem taka því með fyrirvara enda hafi hljóðupptökur og myndir sýnt að eitthvað hafi gengið á í samskiptum Greenwood við sína fyrrum kærustu. Chung er ekki einn þeirra miðað við ummæli hans í Jamaica Observer. „Hann hefur verið sýknaður af dómstólnum og ef hann hefur verið sýknaður þá eru þeir að segja að hann sé saklaus. Þannig að mér finnst þetta vera undir þjálfaranum komið.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira