Kompany um ásakanirnar gegn City: Ranghvolfi augunum þegar ég hugsa um það Smári Jökull Jónsson skrifar 8. febrúar 2023 20:00 Vincent Kompany vann fjóra meistaratitla með Manchester City á þeim ellefu árum sem hann lék með félaginu. Vísir/Getty Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði Manchester City, segir aðila í fótboltaheiminum ekki hafa innistæðu fyrir því að benda á mistök hvers annars. Mikil umræða hefur skapast síðustu daga um meint brot City á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Ein stærsta fréttin í enska boltanum síðustu daga er um meint brot stórliðsins Manchester City á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar en deildin hefur sakað City um að svindla á reglum um rekstur fótboltafélaga á árunum 2009-2018. Fjögurra ára rannsókn á rekstri Manchester City hefur nú gefið forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar tilefni til að ákæra ensku meistarana fyrir brot á fjárhagsreglum. City hefur unnið enska meistaratitilinn tvö ár í röð og fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði City og núverandi stjóri Burnley, var spurður út í ásakanirnar gegn hans gömlu vinnuveitendum en Kompany lék með City á árunum 2008-2019 og vann á þeim tíma meðal annars fjóra meistaratitla með félaginu. Kompany var spurður út í meint brot félagsins fyrir leik Burnley gegn Ipswich í enska bikarnum í gær. Hann virðist efast um ástæðurnar á bakvið gagnrýnina á félagið. „Það er engin spurning um að það er mikil réttlætiskennd í heiminum og margir tilbúnir að segja þér hvað þú hefur gert rangt. Ef allir líta í eigin barm, þá held ég að knattspyrnuheimurinn hafi almennt ekki efni á því að byrja að ásaka aðra of oft.“ „Ég held að allir brosi sem vita hvernig knattspyrnuheimurinn er. Ég verð mjög efnis þegar fólk byrjar að benda á aðra. Gerðu það besta fyrir sjálfan þig og reyndu alltaf að bæta þig en ég verð efnis þegar auðvelt virðist að ásaka aðra.“ Kompany var spurður hvort eitthvað gæti eyðilagt minningarnar um það sem hann og fyrrum liðsfélagar hans afrekuðu hjá City svaraði Kompany: „Stundum horfi ég á það og ranghvolfi augunum aðeins,“ svaraði Kompany og bætti við að hann hefði ekki haft mikinn tíma til að setja sig inn í málið. „Leikirnir hjálpa mér því ég hef ekki haft neinn tíma til að skoða þetta eða finnast ég tilfinningalega tengdur málinu.“ Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa kallað eftir aðgerðum gagnvart Manchester City og vilja einhverjir að félaginu verði sparkað úr deildinni. Óháð nefnd hefur tekið við rannsókn málsins en meðal þess sem City hefur verið sakað um er að vera með leynisamninga við knattspyrnustjóra félagsins á fjögurra ára tímabili og þá hafa gefið upp lægri laun en í raun og veru voru greidd. Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Ein stærsta fréttin í enska boltanum síðustu daga er um meint brot stórliðsins Manchester City á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar en deildin hefur sakað City um að svindla á reglum um rekstur fótboltafélaga á árunum 2009-2018. Fjögurra ára rannsókn á rekstri Manchester City hefur nú gefið forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar tilefni til að ákæra ensku meistarana fyrir brot á fjárhagsreglum. City hefur unnið enska meistaratitilinn tvö ár í röð og fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði City og núverandi stjóri Burnley, var spurður út í ásakanirnar gegn hans gömlu vinnuveitendum en Kompany lék með City á árunum 2008-2019 og vann á þeim tíma meðal annars fjóra meistaratitla með félaginu. Kompany var spurður út í meint brot félagsins fyrir leik Burnley gegn Ipswich í enska bikarnum í gær. Hann virðist efast um ástæðurnar á bakvið gagnrýnina á félagið. „Það er engin spurning um að það er mikil réttlætiskennd í heiminum og margir tilbúnir að segja þér hvað þú hefur gert rangt. Ef allir líta í eigin barm, þá held ég að knattspyrnuheimurinn hafi almennt ekki efni á því að byrja að ásaka aðra of oft.“ „Ég held að allir brosi sem vita hvernig knattspyrnuheimurinn er. Ég verð mjög efnis þegar fólk byrjar að benda á aðra. Gerðu það besta fyrir sjálfan þig og reyndu alltaf að bæta þig en ég verð efnis þegar auðvelt virðist að ásaka aðra.“ Kompany var spurður hvort eitthvað gæti eyðilagt minningarnar um það sem hann og fyrrum liðsfélagar hans afrekuðu hjá City svaraði Kompany: „Stundum horfi ég á það og ranghvolfi augunum aðeins,“ svaraði Kompany og bætti við að hann hefði ekki haft mikinn tíma til að setja sig inn í málið. „Leikirnir hjálpa mér því ég hef ekki haft neinn tíma til að skoða þetta eða finnast ég tilfinningalega tengdur málinu.“ Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa kallað eftir aðgerðum gagnvart Manchester City og vilja einhverjir að félaginu verði sparkað úr deildinni. Óháð nefnd hefur tekið við rannsókn málsins en meðal þess sem City hefur verið sakað um er að vera með leynisamninga við knattspyrnustjóra félagsins á fjögurra ára tímabili og þá hafa gefið upp lægri laun en í raun og veru voru greidd.
Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira