Skýtur á Fernández: „Grátum ekki leikmann sem vildi ekki vera hjá okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. febrúar 2023 14:31 Enzo Fernández er dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. getty/Darren Walsh Lítil hamingja er hjá Benfica með hegðun Enzos Fernández, allavega ef marka má orð forseta félagsins. Eftir mikið japl, jaml og fuður keypti Chelsea Fernández frá Benfica á 107 milljónir punda á lokadegi félagaskiptagluggans á þriðjudaginn. Argentínski heimsmeistarinn er dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Rui Costa, forseti Benfica, er langt frá því að vera sáttur með Argentínumanninn og hvernig hann lét undir lok dvalar sinnar hjá félaginu. „Enzo Fernández vildi ekki vera áfram hjá Benfica. Hann gaf okkur enga möguleika. Ég gerði mitt besta, ég er leiður en ég græt ekki leikmann sem vildi ekki vera hjá okkur. Þegar Chelsea kom inn í myndina var í raun ómögulegt að fá hann til að skipta um skoðun,“ sagði Costa. „Á gluggadaginn höfðum við náð samkomulagi um að selja Enzo til Chelsea í sumar en hann vildi ekki vera hérna. Ég reyndi að sannfæra Chelsea um að hann yrði hér fram á sumarið og yrði svo seldur á lægri upphæð en hann vildi ekki halda áfram hérna. Þá breyttist þetta allt.“ Costa hélt áfram að bauna á Fernández. „Ég vonaði að hann myndi vilja berjast um meistaratitilinn með okkur. Þegar það rann upp fyrir mér að hann vildi það ekki vildi ég ekki að hann myndi klæðast treyju félagsins aftur. Leikmaður sem vill ekki tapa einni evru og er öruggur með félagaskipti til Chelsea og vill ekki vera hérna gæti aldrei verið áfram hjá Benfica.“ Costa getur þó allavega huggað sig við að félagið græddi vel á Fernández. Benfica keypti hann á tíu milljónir punda en seldi hann fyrir næstum hundrað milljónir punda meira. Fernández, sem er 22 ára, var valinn besti ungi leikmaður heimsmeistaramótsins í Katar þar sem Argentína stóð uppi sem sigurvegari. Portúgalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Eftir mikið japl, jaml og fuður keypti Chelsea Fernández frá Benfica á 107 milljónir punda á lokadegi félagaskiptagluggans á þriðjudaginn. Argentínski heimsmeistarinn er dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Rui Costa, forseti Benfica, er langt frá því að vera sáttur með Argentínumanninn og hvernig hann lét undir lok dvalar sinnar hjá félaginu. „Enzo Fernández vildi ekki vera áfram hjá Benfica. Hann gaf okkur enga möguleika. Ég gerði mitt besta, ég er leiður en ég græt ekki leikmann sem vildi ekki vera hjá okkur. Þegar Chelsea kom inn í myndina var í raun ómögulegt að fá hann til að skipta um skoðun,“ sagði Costa. „Á gluggadaginn höfðum við náð samkomulagi um að selja Enzo til Chelsea í sumar en hann vildi ekki vera hérna. Ég reyndi að sannfæra Chelsea um að hann yrði hér fram á sumarið og yrði svo seldur á lægri upphæð en hann vildi ekki halda áfram hérna. Þá breyttist þetta allt.“ Costa hélt áfram að bauna á Fernández. „Ég vonaði að hann myndi vilja berjast um meistaratitilinn með okkur. Þegar það rann upp fyrir mér að hann vildi það ekki vildi ég ekki að hann myndi klæðast treyju félagsins aftur. Leikmaður sem vill ekki tapa einni evru og er öruggur með félagaskipti til Chelsea og vill ekki vera hérna gæti aldrei verið áfram hjá Benfica.“ Costa getur þó allavega huggað sig við að félagið græddi vel á Fernández. Benfica keypti hann á tíu milljónir punda en seldi hann fyrir næstum hundrað milljónir punda meira. Fernández, sem er 22 ára, var valinn besti ungi leikmaður heimsmeistaramótsins í Katar þar sem Argentína stóð uppi sem sigurvegari.
Portúgalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira