Greenwood tjáir sig í fyrsta sinn: Mikill léttir að málinu sé loks lokið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. febrúar 2023 07:31 Mason Greenwood hefur ekki leikið fyrir United í rúmt ár. getty/Naomi Baker Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður. Hann segir mikinn létti að málinu sé lokið. Greenwood var handtekinn fyrir rúmu ári, grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði gagnvart fyrrverandi kærustu sinni. Hann átti að mæta fyrir rétt í nóvember á þessu ári en nú hefur málið verið fellt niður. Samkvæmt The Sun dró lykilvitni sig til baka og ný sönnunargögn komu fram í málinu. Hinn 21 árs Greenwood hefur ekkert spilað með United síðan hann var handtekinn. Ekki liggur fyrir hvenær, eða hvort, hann spilar aftur fyrir félagið. Það sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að félagið væri með málið til rannsóknar innanhúss og ákvörðun um næstu skref yrði ekki tekin fyrr en henni væri lokið. Í yfirlýsingu sem Greenwood sendi frá sér sagði hann að þungu fargi væri af sér létt eftir að málið var látið niður falla. „Það er mikill léttir að málinu sé loks lokið. Ég vil nýta tækifærið og þakka fjölskyldu og vinum fyrir stuðninginn. Ég tjái mig ekki frekar um málið að svo stöddu,“ sagði Greenwood. Hann lék síðast fyrir United gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni 22. janúar í fyrra. Alls hefur hann leikið 129 leiki fyrir United og skorað 35 mörk. Greenwood hefur leikið einn A-landsleik fyrir England, gegn Íslandi í Þjóðadeildinni haustið 2020. Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira
Greenwood var handtekinn fyrir rúmu ári, grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði gagnvart fyrrverandi kærustu sinni. Hann átti að mæta fyrir rétt í nóvember á þessu ári en nú hefur málið verið fellt niður. Samkvæmt The Sun dró lykilvitni sig til baka og ný sönnunargögn komu fram í málinu. Hinn 21 árs Greenwood hefur ekkert spilað með United síðan hann var handtekinn. Ekki liggur fyrir hvenær, eða hvort, hann spilar aftur fyrir félagið. Það sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að félagið væri með málið til rannsóknar innanhúss og ákvörðun um næstu skref yrði ekki tekin fyrr en henni væri lokið. Í yfirlýsingu sem Greenwood sendi frá sér sagði hann að þungu fargi væri af sér létt eftir að málið var látið niður falla. „Það er mikill léttir að málinu sé loks lokið. Ég vil nýta tækifærið og þakka fjölskyldu og vinum fyrir stuðninginn. Ég tjái mig ekki frekar um málið að svo stöddu,“ sagði Greenwood. Hann lék síðast fyrir United gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni 22. janúar í fyrra. Alls hefur hann leikið 129 leiki fyrir United og skorað 35 mörk. Greenwood hefur leikið einn A-landsleik fyrir England, gegn Íslandi í Þjóðadeildinni haustið 2020.
Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira