Lárus Ingi: Við hvílum okkur svolítið í fyrri hálfleik Jakob Snævar Ólafsson skrifar 1. febrúar 2023 21:31 Lárus Ingi Magnússon faðmar hér Rúnar Inga Erlingsson en sá síðarnefndi var fjarverandi í kvöld. Bára Dröfn Lárus Ingi Magnússon aðstoðarþjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, sem gegndi hlutverki aðalþjálfara í fjarveru Rúnars Inga Erlingssonar, var ekki beinlínis skælbrosandi eftir stórsigur á liði Breiðabliks 85-45 fyrr í kvöld. Samt sem áður var Lárus Ingi ánægður með sigurinn. Njarðvíkingar áttu í nokkru basli með gestina í fyrri hálfleik og voru níu stigum yfir 31-22 en tóku leikinn algjörlega yfir í seinni hálfleik. Í viðtali við fréttamann Vísis neitaði Lárus því þó að hafa haldið harðorða hálfleiksræðu yfir sínu liði. „Langt í frá. Við fórum aðeins yfir það að við vorum ekki í beint slæmum en ekki bestu ákvarðanatökuna í fyrri hálfleik. Vorum ekki að taka þessi skot okkar út úr sóknarflæði. Okkur vantaði að lengja sóknirnar og vera þolinmóðari. Varnaleikurinn sérstaklega í þriðja leikhluta var stórkostlegur. Við erum búin að gera þetta nokkrum sinnum í vetur. Við hvílum okkur svolítið í fyrri hálfleik en þetta er eitthvað sem við þurfum að fara að breyta.“ Þótt Breiðablik sé nokkuð neðar í deildinni og þrátt fyrir stórsigurinn var Lárus á því að þessi leikur gæti nýst liðinu í komandi átökum við efstu lið deildarinnar. „Blikarnir eru með hörkulið og þær kenndu okkur svolítið það að við getum náð langt í körfubolta með því einu að berjast. Við vitum að við erum betra körfuboltalið en Breiðablik en þær voru sérstaklega í fyrri hálfleik að berjast miklu meira en við. Það er eitthvað sem við þurfum að fara að gera í fjörtíu mínútur en ekki bara í tíu eða tuttugu eins og við höfum stundum verið að gera á móti þessum liðum.“ Stigahæsti leikmaður Njarðvíkinga í vetur og stigahæsti leikmaður deildarinnar, Aliyah Collier, náði ekki sömu hæðum í leik sínum og hún er vön en hún skoraði aðeins sex stig í leiknum en hún náði þó ellefu fráköstum. Lárus var spurður hvort að hann óttaðist að slíkt gæti gerst í leikjum gegn toppliðum deildarinnar þegar líklegra er að Njarðvíkingar þurfi meira á henni að halda. „Aliyah Collier er topp atvinnumaður og ég veit það að ef ég hefði verið með leik hérna sem hefði verið jafn í fjórða leikhluta þá hefði hún tekið liðið á sínar herðar og klárað þennan leik. Hún var frábær liðsmaður í dag, var meira að leiðbeina, var meira að hjálpa til. Ég hef aldrei og mun aldrei hafa áhyggjur af Aliyah Collier.“ Þessi stóri sigur Njarðvíkinga gaf fleiri leikmönnum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Lárus tók undir að ástæða væri til bjartsýni um að Njarðvíkingar gætu nýtt betur breiddina í liðinu það sem eftir væri tímabilsins. „Við Rúni vorum einmitt að tala um það fyrir tveimur dögum síðan að þessir yngri leikmenn okkar þurfa að taka meira til sín þegar þær koma inn á. Hafa meiri trú á sjálfum sér. Þær gerðu það virkilega vel í dag. Krista var að spila sinn besta leik og svo Dzana hérna með sýningu. Við vitum hvað við eigum mikið af ungum stelpum. Þetta eru nákvæmlega leikirnir sem þær þurfa að nýta og þær gerðu það í dag. Ég er hrikalegur stoltur af þessum ungu stelpum hérna í dag,“ sagði Lárus Ingi Magnússon að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Breiðablik 85-45 | Kópavogsbúar sáu aldrei til sólar Fyrsti leikur nítjándu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta fór fram fyrr í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Lið Njarðvíkur tók þar á móti liði Breiðabliks. Njarðvík hefur haft gott tak á Blikum og ekki breyttist það í kvöld, lokatölur 85-45. 1. febrúar 2023 20:00 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Samt sem áður var Lárus Ingi ánægður með sigurinn. Njarðvíkingar áttu í nokkru basli með gestina í fyrri hálfleik og voru níu stigum yfir 31-22 en tóku leikinn algjörlega yfir í seinni hálfleik. Í viðtali við fréttamann Vísis neitaði Lárus því þó að hafa haldið harðorða hálfleiksræðu yfir sínu liði. „Langt í frá. Við fórum aðeins yfir það að við vorum ekki í beint slæmum en ekki bestu ákvarðanatökuna í fyrri hálfleik. Vorum ekki að taka þessi skot okkar út úr sóknarflæði. Okkur vantaði að lengja sóknirnar og vera þolinmóðari. Varnaleikurinn sérstaklega í þriðja leikhluta var stórkostlegur. Við erum búin að gera þetta nokkrum sinnum í vetur. Við hvílum okkur svolítið í fyrri hálfleik en þetta er eitthvað sem við þurfum að fara að breyta.“ Þótt Breiðablik sé nokkuð neðar í deildinni og þrátt fyrir stórsigurinn var Lárus á því að þessi leikur gæti nýst liðinu í komandi átökum við efstu lið deildarinnar. „Blikarnir eru með hörkulið og þær kenndu okkur svolítið það að við getum náð langt í körfubolta með því einu að berjast. Við vitum að við erum betra körfuboltalið en Breiðablik en þær voru sérstaklega í fyrri hálfleik að berjast miklu meira en við. Það er eitthvað sem við þurfum að fara að gera í fjörtíu mínútur en ekki bara í tíu eða tuttugu eins og við höfum stundum verið að gera á móti þessum liðum.“ Stigahæsti leikmaður Njarðvíkinga í vetur og stigahæsti leikmaður deildarinnar, Aliyah Collier, náði ekki sömu hæðum í leik sínum og hún er vön en hún skoraði aðeins sex stig í leiknum en hún náði þó ellefu fráköstum. Lárus var spurður hvort að hann óttaðist að slíkt gæti gerst í leikjum gegn toppliðum deildarinnar þegar líklegra er að Njarðvíkingar þurfi meira á henni að halda. „Aliyah Collier er topp atvinnumaður og ég veit það að ef ég hefði verið með leik hérna sem hefði verið jafn í fjórða leikhluta þá hefði hún tekið liðið á sínar herðar og klárað þennan leik. Hún var frábær liðsmaður í dag, var meira að leiðbeina, var meira að hjálpa til. Ég hef aldrei og mun aldrei hafa áhyggjur af Aliyah Collier.“ Þessi stóri sigur Njarðvíkinga gaf fleiri leikmönnum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Lárus tók undir að ástæða væri til bjartsýni um að Njarðvíkingar gætu nýtt betur breiddina í liðinu það sem eftir væri tímabilsins. „Við Rúni vorum einmitt að tala um það fyrir tveimur dögum síðan að þessir yngri leikmenn okkar þurfa að taka meira til sín þegar þær koma inn á. Hafa meiri trú á sjálfum sér. Þær gerðu það virkilega vel í dag. Krista var að spila sinn besta leik og svo Dzana hérna með sýningu. Við vitum hvað við eigum mikið af ungum stelpum. Þetta eru nákvæmlega leikirnir sem þær þurfa að nýta og þær gerðu það í dag. Ég er hrikalegur stoltur af þessum ungu stelpum hérna í dag,“ sagði Lárus Ingi Magnússon að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Breiðablik 85-45 | Kópavogsbúar sáu aldrei til sólar Fyrsti leikur nítjándu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta fór fram fyrr í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Lið Njarðvíkur tók þar á móti liði Breiðabliks. Njarðvík hefur haft gott tak á Blikum og ekki breyttist það í kvöld, lokatölur 85-45. 1. febrúar 2023 20:00 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Breiðablik 85-45 | Kópavogsbúar sáu aldrei til sólar Fyrsti leikur nítjándu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta fór fram fyrr í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Lið Njarðvíkur tók þar á móti liði Breiðabliks. Njarðvík hefur haft gott tak á Blikum og ekki breyttist það í kvöld, lokatölur 85-45. 1. febrúar 2023 20:00