Tom Brady tilkynnir að hann sé hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2023 13:37 Tom Brady segist nú hafa spilað sinn síðasta NFL-leik á ferlinum. AP/Mark LoMoglio Tom Brady, sigursælasti leikmaður NFL-deildarinnar og að flestra mati besti leikmaður sögunnar, tilkynnti í dag að hann sé hættur að spila. Vangaveltur voru uppi um framtíð Brady sem heldur upp á 46 ára afmælið sitt í haust. Hann tók af allan vafa með því að segja frá því á samfélagsmiðlum sínum að hann sé hættur. Brady varð alls sjö sinnum NFL-meistari á ferlinum, oftar en allir aðrir, og spilað alls tíu Super Bowl leiki, ofar en allir aðrir. Hann á líka fjölmörg önnur NFL-met. Alls spilaði Brady 335 deildarleiki í NFL og kastaði í þeim fyrir 649 snertimörkum. Í viðbót spilaði hann 48 leiki í úrslitakeppninni og kastaði þar fyrir 88 snertimörkum til viðbótar. Brady spilaði sitt 23. og síðasta tímabil með Tampa Bay Buccaneers liðinu í vetur en liðið var slegið út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrstu tuttugu tímabilin spilaði hann aftur á móti með New England Patriots liðinu þar sem hann varð sex sinnum NFL-meistari, fyrst 2002 og síðast 2019. Kannski taka einhverjir því með fyrirvara þegar að hann segist vera hættur því hann hætti við að hætta eftir síðasta tímabil og sú ákvörðun átti mikinn þátt í enda hjónaband hans. Brady segist í stuttri yfirlýsingu sinni á samfélagsmiðlum hafa tekið þá ákvörðun núna að segja frá þessu sjálfur eftir allt sem gekk á í fyrra. Hann sagði líka að núna væri hann endanlega hættur. Truly grateful on this day. Thank you pic.twitter.com/j2s2sezvSS— Tom Brady (@TomBrady) February 1, 2023 NFL Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sjá meira
Vangaveltur voru uppi um framtíð Brady sem heldur upp á 46 ára afmælið sitt í haust. Hann tók af allan vafa með því að segja frá því á samfélagsmiðlum sínum að hann sé hættur. Brady varð alls sjö sinnum NFL-meistari á ferlinum, oftar en allir aðrir, og spilað alls tíu Super Bowl leiki, ofar en allir aðrir. Hann á líka fjölmörg önnur NFL-met. Alls spilaði Brady 335 deildarleiki í NFL og kastaði í þeim fyrir 649 snertimörkum. Í viðbót spilaði hann 48 leiki í úrslitakeppninni og kastaði þar fyrir 88 snertimörkum til viðbótar. Brady spilaði sitt 23. og síðasta tímabil með Tampa Bay Buccaneers liðinu í vetur en liðið var slegið út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrstu tuttugu tímabilin spilaði hann aftur á móti með New England Patriots liðinu þar sem hann varð sex sinnum NFL-meistari, fyrst 2002 og síðast 2019. Kannski taka einhverjir því með fyrirvara þegar að hann segist vera hættur því hann hætti við að hætta eftir síðasta tímabil og sú ákvörðun átti mikinn þátt í enda hjónaband hans. Brady segist í stuttri yfirlýsingu sinni á samfélagsmiðlum hafa tekið þá ákvörðun núna að segja frá þessu sjálfur eftir allt sem gekk á í fyrra. Hann sagði líka að núna væri hann endanlega hættur. Truly grateful on this day. Thank you pic.twitter.com/j2s2sezvSS— Tom Brady (@TomBrady) February 1, 2023
NFL Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sjá meira