Reyna að vekja dódó-fuglinn til lífsins Bjarki Sigurðsson skrifar 31. janúar 2023 23:50 Endurgerð af dódó-fugli á náttúrugripasafninu í London. Getty/Mike Kemp Vísindamenn við Háskólann í Kaliforníu vilja vekja hinn útdauða dódó-fugl aftur til lífs en tegundin dó út á 17. öld. Með nýjum aðferðum við raðgreiningu erfðaefnis og nýjungum í genabreytingartækni telja vísindamennirnir að hægt sé að koma aftur upp stofni af dódó-fuglum. Dódó-fuglinn er líklegast eitt frægasta útdauða dýr heimsins. Hann gat ekki flogið og var ekkert sérstaklega hávaxinn, einungis sjötíu sentimetrar eða svo. Þá hefur hann í gegnum tíðina oft verið sagður afar heimskur, enda með afar furðulegt útlit. Í teiknimyndinni Ísöld (e. Ice Age) voru þeir afar heimskir og höfðu einungis áhuga á að bjarga melónu sem var stolið af þeim. Rannsóknir hafa þó sýnt að fuglinn var ekki heimskur heldur þvert á móti frekar klár. Dódó-fuglinn er ein frægasta útdauða dýrategund heims, þá sérstaklega vegna kvikmyndarinnar Ísöld. Dódó-fuglinn bjó á eyjunni Máritíus í Indlandshafi fram á seinni hluta 17. aldar þegar hann dó út. Fyrir það mátti finna hann víðar um heiminn en þegar sjávarmál hækkaði þá einangraðist hann á Máritíus. Þar voru engin rándýr sem vildu borða dódó-fuglinn, þar til sjómenn komu þangað í byrjun 17. aldar. Þeir hófu að veiða dódó-fuglinn sem óttaðist manninn ekki en nokkrum áratugum eftir komu fyrstu sjómannanna var stofninn alveg horfinn. CNN ræddi við Beth Shapiro, prófessor í vistfræði og þróunarlíffræði við Háskólann í Kaliforníu, vill vekja fuglinn til lífsins nú rúmum þrjú hundruð árum síðar. Til þess ætlar hún ásamt teymi sínu að notast við tækninýjungar og erfðaefni sem fannst úr dódó-fugli í Danmörku. Með því að notast við erfðaefni fuglategundar sem náskyld er dódó-fuglinum, Nicobar-dúfunnar, og erfðaefni úr annarri útdauðri fuglategund, Rodrigues solitaire, verður hægt að komast að því hvaða stökkbreytingar í erfðamenginu gera dódó-fuglinn að dódó-fugli. Nicobar-dúfan er náskyld dódó-fuglinum. Getty/Arterra Það er ekki nýtt af nálinni að vísindamenn, þá sérstaklega þróunarlíffræðingar séu að reyna að vekja útdauðar tegundir til lífs. Fjallað hefur verið um tilraunir við að vekja loðfílinn og tasmaníutígurinn til lífs í fjölmiðlum erlendis. Í þeim tilraunum er notast við svipaðar aðferðir og Shapiro stefnir á að nota. Aðspurð hvers vegna hún vill fá dódó-fuglinn til baka segir Shapiro að nú sé útrýmingarkrísa í gangi í heiminum. Það sé á ábyrgð hennar hóps að sýna fram á mikilvægi þess að dýrategundir deyi ekki út. Þá geti tæknin mögulega bjargað öðrum dýrum frá útrýmingu. Dýr Máritíus Bandaríkin Fuglar Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Dódó-fuglinn er líklegast eitt frægasta útdauða dýr heimsins. Hann gat ekki flogið og var ekkert sérstaklega hávaxinn, einungis sjötíu sentimetrar eða svo. Þá hefur hann í gegnum tíðina oft verið sagður afar heimskur, enda með afar furðulegt útlit. Í teiknimyndinni Ísöld (e. Ice Age) voru þeir afar heimskir og höfðu einungis áhuga á að bjarga melónu sem var stolið af þeim. Rannsóknir hafa þó sýnt að fuglinn var ekki heimskur heldur þvert á móti frekar klár. Dódó-fuglinn er ein frægasta útdauða dýrategund heims, þá sérstaklega vegna kvikmyndarinnar Ísöld. Dódó-fuglinn bjó á eyjunni Máritíus í Indlandshafi fram á seinni hluta 17. aldar þegar hann dó út. Fyrir það mátti finna hann víðar um heiminn en þegar sjávarmál hækkaði þá einangraðist hann á Máritíus. Þar voru engin rándýr sem vildu borða dódó-fuglinn, þar til sjómenn komu þangað í byrjun 17. aldar. Þeir hófu að veiða dódó-fuglinn sem óttaðist manninn ekki en nokkrum áratugum eftir komu fyrstu sjómannanna var stofninn alveg horfinn. CNN ræddi við Beth Shapiro, prófessor í vistfræði og þróunarlíffræði við Háskólann í Kaliforníu, vill vekja fuglinn til lífsins nú rúmum þrjú hundruð árum síðar. Til þess ætlar hún ásamt teymi sínu að notast við tækninýjungar og erfðaefni sem fannst úr dódó-fugli í Danmörku. Með því að notast við erfðaefni fuglategundar sem náskyld er dódó-fuglinum, Nicobar-dúfunnar, og erfðaefni úr annarri útdauðri fuglategund, Rodrigues solitaire, verður hægt að komast að því hvaða stökkbreytingar í erfðamenginu gera dódó-fuglinn að dódó-fugli. Nicobar-dúfan er náskyld dódó-fuglinum. Getty/Arterra Það er ekki nýtt af nálinni að vísindamenn, þá sérstaklega þróunarlíffræðingar séu að reyna að vekja útdauðar tegundir til lífs. Fjallað hefur verið um tilraunir við að vekja loðfílinn og tasmaníutígurinn til lífs í fjölmiðlum erlendis. Í þeim tilraunum er notast við svipaðar aðferðir og Shapiro stefnir á að nota. Aðspurð hvers vegna hún vill fá dódó-fuglinn til baka segir Shapiro að nú sé útrýmingarkrísa í gangi í heiminum. Það sé á ábyrgð hennar hóps að sýna fram á mikilvægi þess að dýrategundir deyi ekki út. Þá geti tæknin mögulega bjargað öðrum dýrum frá útrýmingu.
Dýr Máritíus Bandaríkin Fuglar Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira