Arnar Guðjónsson um leikbannið: Séríslenskt að þjálfari fari alltaf í leikbann fyrir að vera vikið út úr húsi Andri Már Eggertsson skrifar 26. janúar 2023 21:00 Arnar Guðjónsson var ekki á hliðarlínunni gegn ÍR í kvöld Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki á hliðarlínunni þar sem hann var í leikbanni. Arnar tjáði sig um leikbannið og að hans mati er regluverkið ósanngjarnt gagnvart þjálfurum. „Ég var mjög ánægður með sigurinn. Þetta var mikilvægur sigur og nú eigum við innbyrðis viðureignina á ÍR og erum með forskot í töflunni. Þessi botnbarátta á eftir að vera mjög jöfn og þessi sigur gefur okkur bæði andrými og betri möguleika á að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og Stjarnan var einu stigi yfir í hálfleik. Stjarnan vann hins vegar seinni hálfleik með sautján stigum sem gladdi Arnar Guðjónsson. „Mér fannst við frákasta betur og töpuðum ekki jafn mörgum boltum ásamt því spiluðum við betri vörn. Hákon [Örn Hjálmarsson] spilaði eins og Kobe Bryant í fyrri hálfleik. Hann gerði þetta líka í bikarnum en okkur tókst að stoppa hann í seinni hálfleik sem breytti miklu.“ Arnar Guðjónsson var ekki á hliðarlínunni í leiknum þar sem hann var dæmdur í leikbann vegna framgöngu sinnar gegn Keflavík í síðustu umferð. „Það var rétt að mér var vikið út úr húsi þar sem við fengum þrjár tæknivillur á bekkinn. Ég hef verið að tala um fullt af reglum upp á síðkastið. Mér finnst leikbönn beint á þjálfara fyrir brottrekstur ekki rétt þar sem það er ekki regla frá FIBA heldur séríslenskt. Í Finnlandi og Svíþjóð þá gerist ekkert og þú þjálfar næsta leik en stundum ertu sektaður. Nema þú farir alveg yfir strikið þá ferðu í leikbann.“ „Þetta fer að verða rútína þar sem ég held að þetta sé í fjórða skipti sem ég fer í leikbann og við vinnum alltaf leikinn.“ Arnar hafði ekki hugmynd um það hvers vegna regluverkið er öðruvísi á Íslandi heldur en í nágrannalöndum. „Ég er körfuboltaþjálfari ekki lögfræðingur. Ég hef ekki hugmynd um það. Mér finnst þetta áhugaverður samanburður og ég hef nefnt þetta. Skítt með þjálfara en með leikmenn þá fá þeir áminningu og síðan bann ef þeim er vikið út úr húsi. Sú regla er sett þegar það var erfiðara að fá tæknivillu og óíþróttamannslega villu. Það er búið að lækka vægi á tæknivillu með einu vítaskoti. Ef til dæmis Hlynur Bæringsson verður óheppinn og fær tvær tæknivillur í næsta leik þá uppsker hann leikbann sem er eitthvað sem þarf að skoða.“ Armani Moore, Bandaríkjamaður Stjörnunnar, er ekki kominn með leikheimild þar sem sakavottorðið hans hefur ekki skilað sér. „Það er mjög gott að þú hafir trú á því að ég viti hvernig útlendingastofnun virkar. Ég hef ekki grænan. Hann hlýtur að fara fá leikheimild þar sem þetta er búið að vera helvíti langur tími og þetta hlýtur að koma að því að hann fái að kasta og grípa með okkur,“ sagði Arnar Guðjónsson léttur að lokum. Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Sjá meira
„Ég var mjög ánægður með sigurinn. Þetta var mikilvægur sigur og nú eigum við innbyrðis viðureignina á ÍR og erum með forskot í töflunni. Þessi botnbarátta á eftir að vera mjög jöfn og þessi sigur gefur okkur bæði andrými og betri möguleika á að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og Stjarnan var einu stigi yfir í hálfleik. Stjarnan vann hins vegar seinni hálfleik með sautján stigum sem gladdi Arnar Guðjónsson. „Mér fannst við frákasta betur og töpuðum ekki jafn mörgum boltum ásamt því spiluðum við betri vörn. Hákon [Örn Hjálmarsson] spilaði eins og Kobe Bryant í fyrri hálfleik. Hann gerði þetta líka í bikarnum en okkur tókst að stoppa hann í seinni hálfleik sem breytti miklu.“ Arnar Guðjónsson var ekki á hliðarlínunni í leiknum þar sem hann var dæmdur í leikbann vegna framgöngu sinnar gegn Keflavík í síðustu umferð. „Það var rétt að mér var vikið út úr húsi þar sem við fengum þrjár tæknivillur á bekkinn. Ég hef verið að tala um fullt af reglum upp á síðkastið. Mér finnst leikbönn beint á þjálfara fyrir brottrekstur ekki rétt þar sem það er ekki regla frá FIBA heldur séríslenskt. Í Finnlandi og Svíþjóð þá gerist ekkert og þú þjálfar næsta leik en stundum ertu sektaður. Nema þú farir alveg yfir strikið þá ferðu í leikbann.“ „Þetta fer að verða rútína þar sem ég held að þetta sé í fjórða skipti sem ég fer í leikbann og við vinnum alltaf leikinn.“ Arnar hafði ekki hugmynd um það hvers vegna regluverkið er öðruvísi á Íslandi heldur en í nágrannalöndum. „Ég er körfuboltaþjálfari ekki lögfræðingur. Ég hef ekki hugmynd um það. Mér finnst þetta áhugaverður samanburður og ég hef nefnt þetta. Skítt með þjálfara en með leikmenn þá fá þeir áminningu og síðan bann ef þeim er vikið út úr húsi. Sú regla er sett þegar það var erfiðara að fá tæknivillu og óíþróttamannslega villu. Það er búið að lækka vægi á tæknivillu með einu vítaskoti. Ef til dæmis Hlynur Bæringsson verður óheppinn og fær tvær tæknivillur í næsta leik þá uppsker hann leikbann sem er eitthvað sem þarf að skoða.“ Armani Moore, Bandaríkjamaður Stjörnunnar, er ekki kominn með leikheimild þar sem sakavottorðið hans hefur ekki skilað sér. „Það er mjög gott að þú hafir trú á því að ég viti hvernig útlendingastofnun virkar. Ég hef ekki grænan. Hann hlýtur að fara fá leikheimild þar sem þetta er búið að vera helvíti langur tími og þetta hlýtur að koma að því að hann fái að kasta og grípa með okkur,“ sagði Arnar Guðjónsson léttur að lokum.
Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Sjá meira