Verðlauna bandaríska blaðamanninn sem dó á HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2023 14:01 Grant Wahl að störfum á leik Bandaríkjanna og Wales á HM í Katar. Aðeins nokkrum dögum síðar var hann allur. Getty/Doug Zimmerman Bandaríska knattspyrnusambandið mun veita Grant Wahl heitnum heiðursverðlaun sambandsins sem eru veitt fjölmiðlamönnum sem hafa unnið mikið starf við fréttaskrif um fótboltann í Bandaríkjunum. Að auki mun vera tekið frá sæti fyrir Grant Wahl á öllum heimaleikjum bandarísku landsliðanna fram yfir næsta heimsmeistaramót karla sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026. Sætið verður autt en í því verður treyja merkt Wahl sem og blóm til minningar um hann. He dedicated his life to growing the game and left an indelible legacy on American soccer.Grant Wahl has been named the recipient of the 2023 Colin Jose Media Award.— National Soccer HOF (@soccerhof) January 25, 2023 Hinn 49 ára gamli Wahl lést 10. desember eftir að hafa hnigið niður í blaðamannaaðstöðunni á leik Argentínu og Hollands í átta liða úrslitum keppninnar. Wahl fær þessi verðlaun formlega 6. maí þegar nýir aðilar verða teknir inn í Heiðurshöllina í Frisco í Texaa fylki. Við sama tilefni verða þau Landon Donovan, DaMarcus Beasley, Lauren Cheney Holiday, Kate Sobrero Markgraf, Jill Ellis og Steve Zungul tekin inn í Heiðurshöll bandaríska fótboltans. The late Grant Wahl will be honored with this year s Colin Jose Media Award, given to journalists who made long-term contributions to soccer in the United States https://t.co/2chIGBPmJp— Sports Illustrated (@SInow) January 25, 2023 Wahl vann fyrir Sports Illustrated frá 1996 til 2021 þar sem hann fjallaði um fótbolta og bandarískan háskólakörfubolta. Hann stofnaði síðan sína eigin vefsíðu. Wahl vann einnig fyrir sjónvarpsstöðvarnar Fox og CBS auk þess að hann skrifaði líka bækur um fótbolta eins og „The Beckham Experiment“ um komu David Beckham til LA Galaxy. A minute of applause to honor Kevin Payne, Pelé and Grant Wahl before kick. pic.twitter.com/ahskxf3yOy— U.S. Men's National Soccer Team (@USMNT) January 26, 2023 Krufning hjá réttarmeinafræðingi í New York leiddi í ljós að Wahl lést eftir að hafa fengið slagæðagúlp í ósæð sem liggur frá hjartanu en við það kom rifa á æðina sem dró hann til dauða. HM 2022 í Katar Bandaríski fótboltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Sjá meira
Að auki mun vera tekið frá sæti fyrir Grant Wahl á öllum heimaleikjum bandarísku landsliðanna fram yfir næsta heimsmeistaramót karla sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026. Sætið verður autt en í því verður treyja merkt Wahl sem og blóm til minningar um hann. He dedicated his life to growing the game and left an indelible legacy on American soccer.Grant Wahl has been named the recipient of the 2023 Colin Jose Media Award.— National Soccer HOF (@soccerhof) January 25, 2023 Hinn 49 ára gamli Wahl lést 10. desember eftir að hafa hnigið niður í blaðamannaaðstöðunni á leik Argentínu og Hollands í átta liða úrslitum keppninnar. Wahl fær þessi verðlaun formlega 6. maí þegar nýir aðilar verða teknir inn í Heiðurshöllina í Frisco í Texaa fylki. Við sama tilefni verða þau Landon Donovan, DaMarcus Beasley, Lauren Cheney Holiday, Kate Sobrero Markgraf, Jill Ellis og Steve Zungul tekin inn í Heiðurshöll bandaríska fótboltans. The late Grant Wahl will be honored with this year s Colin Jose Media Award, given to journalists who made long-term contributions to soccer in the United States https://t.co/2chIGBPmJp— Sports Illustrated (@SInow) January 25, 2023 Wahl vann fyrir Sports Illustrated frá 1996 til 2021 þar sem hann fjallaði um fótbolta og bandarískan háskólakörfubolta. Hann stofnaði síðan sína eigin vefsíðu. Wahl vann einnig fyrir sjónvarpsstöðvarnar Fox og CBS auk þess að hann skrifaði líka bækur um fótbolta eins og „The Beckham Experiment“ um komu David Beckham til LA Galaxy. A minute of applause to honor Kevin Payne, Pelé and Grant Wahl before kick. pic.twitter.com/ahskxf3yOy— U.S. Men's National Soccer Team (@USMNT) January 26, 2023 Krufning hjá réttarmeinafræðingi í New York leiddi í ljós að Wahl lést eftir að hafa fengið slagæðagúlp í ósæð sem liggur frá hjartanu en við það kom rifa á æðina sem dró hann til dauða.
HM 2022 í Katar Bandaríski fótboltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Sjá meira