Liverpool leiðir kapphlaupið um Bellingham Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. janúar 2023 07:01 Jude Bellingham verður einn eftirsóttasti bitinn á markaðnum í sumar. Edith Geuppert - GES Sportfoto/Getty Images Þrátt fyrir áhuga frá stórliðum á borð við Manchester City og Real Madrid leiðir Liverpool kapphlaupið um að kaupa enska miðjumanninn Jude Bellingham frá Borussia Dortmund. Þetta segir Florian Plettenberg, íþróttafréttamaður hjá Sky Germany. Hann segir að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vinni nú hörðum höndum að því að sannfæra þennan eftirsótta leikmann um að velja Liverpool sem sinn næsta áfangastað. Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall hefur miðjumaðurinn verið á radarnum hjá mörgum af stærstu liðum heims í langan tíma. Hann hefur skorað tíu mörk í 23 leikjum í öllum keppnum fyrir Dortmund á tímabilinu. Klopp hefur nú þegar gefið í skyn að miklar breytingar verði á leikmannahópi Liverpool í sumar. Gengi liðsins á tímabilinu hefur ekki verið upp á marga fiska og liðið situr í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þá höfðu margir áhyggjur af miðsvæði Liverpool-liðsins fyrir tímabilið og miðað við spilamennsku Liverpool á tímabilinu er ljóst að það er svæði sem liðið þarf að styrkja. "Liverpool is Bellingham's most likely destination in the summer." 🔴👀 pic.twitter.com/4xklo1EXDL— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 24, 2023 „Við teljum öll að Bellingham muni yfirgefa Dortmund í sumar og það er ekki séns að Dortmund haldi honum eins og staðan er núna,“ sagði Plettenberg. „En hann er samningsbundinn Dortmund og það er ekkert losunarákvæði í samningnum þannig að verðmiðinn er mjög hár. Dortmund vill fá á bilinu 100 til 150 milljónir evra fyrir hann í sumar.“ „Það eru þrír mögulegir áfangastaðir fyrir hann: Real Madrid, Manchester City og Liverpool. Liverpool er einn af líklegustu áfangastöðunum . Jürgen Klopp er að ýta á að fá hann og segir að það sé forgangsatriði númer eitt að fá hann.“ Bellingham er samningsbundinn Dortmund til ársins 2025 og því getur félagið sett gríðarlega háan verðmiða á þennan eftirsótta leikmann. Þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki 77 deildarleiki fyrir Dortmund og 22 leiki fyrir enska landsliðið. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Sjá meira
Þetta segir Florian Plettenberg, íþróttafréttamaður hjá Sky Germany. Hann segir að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vinni nú hörðum höndum að því að sannfæra þennan eftirsótta leikmann um að velja Liverpool sem sinn næsta áfangastað. Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall hefur miðjumaðurinn verið á radarnum hjá mörgum af stærstu liðum heims í langan tíma. Hann hefur skorað tíu mörk í 23 leikjum í öllum keppnum fyrir Dortmund á tímabilinu. Klopp hefur nú þegar gefið í skyn að miklar breytingar verði á leikmannahópi Liverpool í sumar. Gengi liðsins á tímabilinu hefur ekki verið upp á marga fiska og liðið situr í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þá höfðu margir áhyggjur af miðsvæði Liverpool-liðsins fyrir tímabilið og miðað við spilamennsku Liverpool á tímabilinu er ljóst að það er svæði sem liðið þarf að styrkja. "Liverpool is Bellingham's most likely destination in the summer." 🔴👀 pic.twitter.com/4xklo1EXDL— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 24, 2023 „Við teljum öll að Bellingham muni yfirgefa Dortmund í sumar og það er ekki séns að Dortmund haldi honum eins og staðan er núna,“ sagði Plettenberg. „En hann er samningsbundinn Dortmund og það er ekkert losunarákvæði í samningnum þannig að verðmiðinn er mjög hár. Dortmund vill fá á bilinu 100 til 150 milljónir evra fyrir hann í sumar.“ „Það eru þrír mögulegir áfangastaðir fyrir hann: Real Madrid, Manchester City og Liverpool. Liverpool er einn af líklegustu áfangastöðunum . Jürgen Klopp er að ýta á að fá hann og segir að það sé forgangsatriði númer eitt að fá hann.“ Bellingham er samningsbundinn Dortmund til ársins 2025 og því getur félagið sett gríðarlega háan verðmiða á þennan eftirsótta leikmann. Þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki 77 deildarleiki fyrir Dortmund og 22 leiki fyrir enska landsliðið.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Sjá meira