„Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro“ Bjarki Sigurðsson skrifar 17. janúar 2023 19:41 Lögreglan flutti Denaro með herflugvél í fangelsi á vesturströnd Ítalíu þar sem hann dvelur nú. Carabinieri/Getty Mafíósinn Matteo Messina Denaro var handtekinn á Sikiley í gærmorgun eftir að hafa verið í þrjátíu ár á flótta frá lögreglunni á Ítalíu. Líkt og gera má sér grein fyrir var það hægara sagt en gert að handsama kauða en alvarleg veikindi hans voru það sem komu lögreglu á rétta slóð. Denaro hafði verið á flótta frá árinu 1993 en í fjarveru hans var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir tugi morða, meðal annars fyrir að hafa kyrkt mann og leyst líkið upp í sýru. Þá hefur hann verið sakaður um aðild að tveimur sprengjuárásum þar sem æskuvinirnir og saksóknararnir Giovanni Falcone og Paolo Borsellino létust. BBC fjallar í dag um það hvernig það tókst að handsama hann. Lögreglan leitaði markvisst að honum öll árin þrjátíu og reif smátt saman niður þann múr sem Denaro hafði byggt í kringum sig á tíma sínum í mafíunni. Með hverri handtökunni komust lögreglumenn nær og nær og varð staða Denaro verri og verri. Lögreglan hafði þó litlar upplýsingar um útlit Denaro, einungis lélega tölvumynd og stuttar klippur af rödd hans. Í gegnum árin fékk lögreglan ábendingar um að hann hafði sést um allan heim, meðal annars í Venesúela. Hann hafði þó ekki farið svo langt, heldur fannst hann á eyjunni sinni, Sikiley. Þóttist heita sama nafni og sonur annars mafíósa Lögreglan hleraði heimili ættingja Denaro og heyrðu þá að oft var rætt um krabbamein og krabbameinsmeðferð en aldrei neitt sagt um hver væri með krabbamein. Lögreglu var því ljóst að það hlaut að vera Denaro sjálfur og að hann hafi ráðlagt fólki að nefna sig ekki á nafn ef lögreglan skyldi vera að hlera. Því var hægt að leita að sjúklingum, fæddum árið 1962, sem höfðu verið í krabbameinsmeðferð á Sikiley. Lögreglan taldi fimm þeirra getað mögulega verið Denaro en það var dulnefnið sem hann notaði sem kom að einhverju leiti upp um hann. Hann notaði nafnið Andrea Bonafede, nafn frænda mafíósans Leonardo Bonafede. Lögreglu tókst að staðfesta að Andrea Bonafede væri ekki staddur á Sikiley. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá aðgerðum lögreglunnar í gær og þegar Denaro var fluttur í fangelsið. Klippa: Denaro handtekinn og fluttur í fangelsi Hinn allra rólegasti Denaro hafði átt bókaðan tíma í meðferð á klíník á mánudagsmorgun og lögreglan dreif sig í aðgerðir. Rúmlega hundrað lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni og gekk einn af þeim upp að honum er Denaro var á leið úr klíníkinni í átt að kaffihúsi. Lögreglumaðurinn spurði Denaro hvert nafn hans væri og hann svaraði rólega: „Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro.“ Hann var því næst handtekinn og fluttur í fangelsi nærri borginni Abruzzo við vesturströnd Ítalíu. Hann reyndi aldrei að flýja og þótti afar kurteis á meðan verið var að flytja hann. Denaro lifið ansi hæglátu lífi þegar hann var handtekinn. Hann hafði búið í húsi einungis átta kílómetrum frá fæðingarstað sínum og heilsaði nágrönnum sínum á morgnana. Engin vopn fundust á heimilinu en þó var eitthvað um dýrar vörur, svo sem rakspýra, húsgögn og föt. Ítalía Erlend sakamál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Denaro hafði verið á flótta frá árinu 1993 en í fjarveru hans var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir tugi morða, meðal annars fyrir að hafa kyrkt mann og leyst líkið upp í sýru. Þá hefur hann verið sakaður um aðild að tveimur sprengjuárásum þar sem æskuvinirnir og saksóknararnir Giovanni Falcone og Paolo Borsellino létust. BBC fjallar í dag um það hvernig það tókst að handsama hann. Lögreglan leitaði markvisst að honum öll árin þrjátíu og reif smátt saman niður þann múr sem Denaro hafði byggt í kringum sig á tíma sínum í mafíunni. Með hverri handtökunni komust lögreglumenn nær og nær og varð staða Denaro verri og verri. Lögreglan hafði þó litlar upplýsingar um útlit Denaro, einungis lélega tölvumynd og stuttar klippur af rödd hans. Í gegnum árin fékk lögreglan ábendingar um að hann hafði sést um allan heim, meðal annars í Venesúela. Hann hafði þó ekki farið svo langt, heldur fannst hann á eyjunni sinni, Sikiley. Þóttist heita sama nafni og sonur annars mafíósa Lögreglan hleraði heimili ættingja Denaro og heyrðu þá að oft var rætt um krabbamein og krabbameinsmeðferð en aldrei neitt sagt um hver væri með krabbamein. Lögreglu var því ljóst að það hlaut að vera Denaro sjálfur og að hann hafi ráðlagt fólki að nefna sig ekki á nafn ef lögreglan skyldi vera að hlera. Því var hægt að leita að sjúklingum, fæddum árið 1962, sem höfðu verið í krabbameinsmeðferð á Sikiley. Lögreglan taldi fimm þeirra getað mögulega verið Denaro en það var dulnefnið sem hann notaði sem kom að einhverju leiti upp um hann. Hann notaði nafnið Andrea Bonafede, nafn frænda mafíósans Leonardo Bonafede. Lögreglu tókst að staðfesta að Andrea Bonafede væri ekki staddur á Sikiley. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá aðgerðum lögreglunnar í gær og þegar Denaro var fluttur í fangelsið. Klippa: Denaro handtekinn og fluttur í fangelsi Hinn allra rólegasti Denaro hafði átt bókaðan tíma í meðferð á klíník á mánudagsmorgun og lögreglan dreif sig í aðgerðir. Rúmlega hundrað lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni og gekk einn af þeim upp að honum er Denaro var á leið úr klíníkinni í átt að kaffihúsi. Lögreglumaðurinn spurði Denaro hvert nafn hans væri og hann svaraði rólega: „Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro.“ Hann var því næst handtekinn og fluttur í fangelsi nærri borginni Abruzzo við vesturströnd Ítalíu. Hann reyndi aldrei að flýja og þótti afar kurteis á meðan verið var að flytja hann. Denaro lifið ansi hæglátu lífi þegar hann var handtekinn. Hann hafði búið í húsi einungis átta kílómetrum frá fæðingarstað sínum og heilsaði nágrönnum sínum á morgnana. Engin vopn fundust á heimilinu en þó var eitthvað um dýrar vörur, svo sem rakspýra, húsgögn og föt.
Ítalía Erlend sakamál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira