„Hræðilegt á að horfa“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. janúar 2023 08:00 Klopp gekk að stuðningsmönnum Liverpool eftir leik í gær og bað þá afsökunar. Vísir/Getty Jurgen Klopp man ekki eftir verri leik hjá Liverpool undir hans stjórn en í 3-0 tapleiknum gegn Brighton í gær. Lið Liverpool var yfirspilað löngum köflum í leiknum í gær. Liverpool beið afhroð gegn frábæru liði Brighton í leiknum í gær. Solly March skoraði tvö mörk fyrir Mávana í 3-0 sigri liðsins en Liverpool situr nú í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Í viðtali eftir leikinn í gær sagðist Jurgen Klopp þjálfari Liverpool ekki muna eftir verri frammistöðu síns liðs. Jurgen Klopp believes Liverpool s dismal performance against Brighton could be the worst of his managerial career. pic.twitter.com/mYoV1zoHsu— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 14, 2023 „Það er mitt starf að stilla upp réttu liði og undirbúa réttu taktíkina. Ég veit ekki hvort það sé þar sem leikurinn var að klárast en ég man ekki eftir verri leik. Í hreinskilni sagt geri ég það ekki, ekki bara hjá Liverpool,“ sagði Klopp eftir leikinn í gær. Klopp gekk að stuðningsmönnum Liverpool í Brighton í gær og bað þá afsökunar. Hann sagði þá hafa verið frábæra. Liðið hefur nú tapað fimm af níu útileikjum sínum á tímabilinu. „Þetta er ekki gott í augnablikinu. Jú, við erum í meiðslavandræðum en liðið sem við stilltum upp í dag var ekki slæmt.“ „Brighton voru betri en við“ Lengst af í leiknum lék lið Liverpool aðeins öðruvísi útgáfu af 4-3-3 taktíkinni en þeir eru vanir. Liðið stillti upp í demantsmiðju með Thiago fyrir aftan þá Mohamed Salah og Cody Gakpo. Thiago var í vandræðum nær allan leikinn og Kaoru Mitoma komst sífellt í svæðið fyrir aftan Trent Alexander-Arnold sem spilaði hærra uppi en aðrir í fjögurra manna varnarlínu Liverpool. „Við reyndum að hjálpa strákunum með aðeins breyttum áherslum. Við áttum augnablik þar sem það gekk vel og settum pressu á andstæðinginn en við töpuðum boltanum of auðveldlega og náðum okkur aldrei í gang.“ Trent Alexander-Arnold áhyggjufullur í leiknum í dag.Vísir/Getty „Brighton voru betri allan leikinn í 96 eða 97 mínútur. Það var ljóst að það var eitt lið tilbúið að spila vel og eitt lið þurfti að berjast við sjálft sig. Vandamálin eru þau sömu, við vinnum ekki lykilaugnablikin, við vinnum ekki tæklingar og við töpum boltanum of auðveldlega.“ „Þetta er algjörlega á mína ábyrgðt með öðruvísi taktík og það gekk ekki upp. Útkoman var hræðileg á að horfa.“ Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Liverpool beið afhroð gegn frábæru liði Brighton í leiknum í gær. Solly March skoraði tvö mörk fyrir Mávana í 3-0 sigri liðsins en Liverpool situr nú í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Í viðtali eftir leikinn í gær sagðist Jurgen Klopp þjálfari Liverpool ekki muna eftir verri frammistöðu síns liðs. Jurgen Klopp believes Liverpool s dismal performance against Brighton could be the worst of his managerial career. pic.twitter.com/mYoV1zoHsu— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 14, 2023 „Það er mitt starf að stilla upp réttu liði og undirbúa réttu taktíkina. Ég veit ekki hvort það sé þar sem leikurinn var að klárast en ég man ekki eftir verri leik. Í hreinskilni sagt geri ég það ekki, ekki bara hjá Liverpool,“ sagði Klopp eftir leikinn í gær. Klopp gekk að stuðningsmönnum Liverpool í Brighton í gær og bað þá afsökunar. Hann sagði þá hafa verið frábæra. Liðið hefur nú tapað fimm af níu útileikjum sínum á tímabilinu. „Þetta er ekki gott í augnablikinu. Jú, við erum í meiðslavandræðum en liðið sem við stilltum upp í dag var ekki slæmt.“ „Brighton voru betri en við“ Lengst af í leiknum lék lið Liverpool aðeins öðruvísi útgáfu af 4-3-3 taktíkinni en þeir eru vanir. Liðið stillti upp í demantsmiðju með Thiago fyrir aftan þá Mohamed Salah og Cody Gakpo. Thiago var í vandræðum nær allan leikinn og Kaoru Mitoma komst sífellt í svæðið fyrir aftan Trent Alexander-Arnold sem spilaði hærra uppi en aðrir í fjögurra manna varnarlínu Liverpool. „Við reyndum að hjálpa strákunum með aðeins breyttum áherslum. Við áttum augnablik þar sem það gekk vel og settum pressu á andstæðinginn en við töpuðum boltanum of auðveldlega og náðum okkur aldrei í gang.“ Trent Alexander-Arnold áhyggjufullur í leiknum í dag.Vísir/Getty „Brighton voru betri allan leikinn í 96 eða 97 mínútur. Það var ljóst að það var eitt lið tilbúið að spila vel og eitt lið þurfti að berjast við sjálft sig. Vandamálin eru þau sömu, við vinnum ekki lykilaugnablikin, við vinnum ekki tæklingar og við töpum boltanum of auðveldlega.“ „Þetta er algjörlega á mína ábyrgðt með öðruvísi taktík og það gekk ekki upp. Útkoman var hræðileg á að horfa.“
Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira