„Að tapa á móti Val er ekkert til að skammast sín fyrir en ég er ekki sáttur með frammistöðuna“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. janúar 2023 22:05 Viðar Örn Hafsteinsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var afar svekktur með frammistöðu Hattar í tuttugu og sjö stiga tapi gegn Val í undanúrslitum VÍS-bikarsins. „Valur spilaði góða vörn, þar sem þeir héldu sér fyrir framan okkur og við náðum ekki að svara því sem þeir gerðu. Við vorum að fara allt of mikið inn á miðjuna í staðinn fyrir að fara í kringum þá líkt og við töluðum um í heila viku. Þetta var frábær varnarleikur hjá Val en við gerðum ekki tilraunir á stórum köflum til að reyna að brjóta þá niður heldur vorum við með rassgatið í körfuna lengst fyrir utan teiginn,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson svekktur eftir tap. Viðar hélt áfram að tala um lélega frammistöðu Hattar og hefði viljað að hans menn myndu spila betur fyrir framan frábæra stuðningsmenn Hattar sem fjölmenntu. „Ég var að vonast til þess að þetta gæti verið gaman og ég myndi njóta þess að vera hérna en ég gerði það svo sannarlega ekki. Við fengum frábæran stuðning og það var geggjað hvernig stemmningin var en sorglegt hvernig við framkvæmdum það inni á vellinum.“ Timothy Guers og Matej Karlovic áttu afar lélegan leik og gerðu samanlagt átta stig. „Ég varð fyrir vonbrigðum með þeirra frammistöðu. Þeir komust aldrei í takt og við náðum aldrei að koma þeim í takt og þá var þetta rembingur. Við þurftum að fá meira frá okkar lykilmönnum og þeir eru tveir af þeim.“ Viðar viðurkenndi að lokum að Valur væri með betra lið en Höttur en frammistaða Hattar hefði þó átt að vera betri. „Valur er betri en við í augnablikinu. Valsarar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og efstir í deildinni. Það er ekkert til að skammast sín fyrir að tapa á móti Val en við erum ekki sáttir við frammistöðuna,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson að lokum. Höttur VÍS-bikarinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Sjá meira
„Valur spilaði góða vörn, þar sem þeir héldu sér fyrir framan okkur og við náðum ekki að svara því sem þeir gerðu. Við vorum að fara allt of mikið inn á miðjuna í staðinn fyrir að fara í kringum þá líkt og við töluðum um í heila viku. Þetta var frábær varnarleikur hjá Val en við gerðum ekki tilraunir á stórum köflum til að reyna að brjóta þá niður heldur vorum við með rassgatið í körfuna lengst fyrir utan teiginn,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson svekktur eftir tap. Viðar hélt áfram að tala um lélega frammistöðu Hattar og hefði viljað að hans menn myndu spila betur fyrir framan frábæra stuðningsmenn Hattar sem fjölmenntu. „Ég var að vonast til þess að þetta gæti verið gaman og ég myndi njóta þess að vera hérna en ég gerði það svo sannarlega ekki. Við fengum frábæran stuðning og það var geggjað hvernig stemmningin var en sorglegt hvernig við framkvæmdum það inni á vellinum.“ Timothy Guers og Matej Karlovic áttu afar lélegan leik og gerðu samanlagt átta stig. „Ég varð fyrir vonbrigðum með þeirra frammistöðu. Þeir komust aldrei í takt og við náðum aldrei að koma þeim í takt og þá var þetta rembingur. Við þurftum að fá meira frá okkar lykilmönnum og þeir eru tveir af þeim.“ Viðar viðurkenndi að lokum að Valur væri með betra lið en Höttur en frammistaða Hattar hefði þó átt að vera betri. „Valur er betri en við í augnablikinu. Valsarar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og efstir í deildinni. Það er ekkert til að skammast sín fyrir að tapa á móti Val en við erum ekki sáttir við frammistöðuna,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson að lokum.
Höttur VÍS-bikarinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Sjá meira