„Skemmir vöruna og rýrir trúverðugleika deildarinnar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. janúar 2023 23:00 Darri Freyr Atlason hélt langa ræðu um hringavitleysuna í kringum Stjörnuna og Ahmad Gilbert. Vísir/Stöð 2 Sport Ahmad Gilbert var mikið í umræðunni í aðdraganda leiks Stjörnunnar og Vals síðastliðinn fimmtudag þar sem Stjörnunni tókst að fá hann á lán bæði í deild og bikar. Gilbert mun allt í allt gera fjögur félagsskipti milli Stjörnunnar og Hrunamanna. „Mér finnst mjög skrítið að þetta sé hægt og reglan er skrítin. Mér finnst líka skrítin regla að Keflavík og Breiðablik geti verið með fimm útlendinga, mér finnst líka skrítin regla að Haukar hafi unnið Tindastól í bikarnum og mér finnst þetta allt mjög furðulegt,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í viðtali eftir leikinn. „Reglan er þannig að hann má þetta og við megum þetta. Það er ekkert óheiðarlegt við eitt né neitt í þessu heldur eru þetta íslensk vinnulöggjöf og reglur KKÍ.“ „Mér þætti eðlilegt ef reglurnar væru þannig að ef þú skiptir um lið mættirðu ekki skipta aftur fyrr en eftir 30 daga. Mér finnst þriggja ára reglan algjört bíó. Mér er alveg sama um fjölda útlendinga og þessi þriggja ára regla er algjör trúða sýning. Það eru leikmenn sem félög vildu ekki sjá hjá sér en eftir formannafund vildu þeir halda þeim eftir að þeir fréttu að þeir yrðu íslendingar og það er miklu alvarlega.“ Arnar hélt áfram að tala um félagsskipti Ahmad Gilbert og sagði að ef menn geta lesið sér til gagns þá er ekkert sem bannar þetta. „Menn sem geta lesið sér til gagns, geta lesið um að Gilbert mátti spila með Stjörnunni í kvöld þar sem pappírunum var skilað inn og hann má spila með Hrunamönnum á morgun. Ég ætla að vera ósammála að þetta sé siðferðilega rangt og niðurlæging á íþróttina.“ Klippa: KBK: Arnar Guðjóns viðtal og Darri um Ahmad Gilbert „Rosalega neikvæð þróun“ Darri Freyr Atlason, sérfræðingur Körfuboltakvölds, var í setti eftir leik Stjörnunnar og Vals og hann tekur undir með Arnari að vissulega sé það skrýtið að þetta sér hægt. „Mér var var kennt í fermingarfræðslu að maður ætti ekki að réttlæta eitt ranglæti með öðru ranglæti þannig mér finnst þessi málflutningur um að það séu líka aðrar asnalegar reglur og þess vega sé eðlilegt að nýta sér þessa asnalegu reglu frekar valtur,“ sagði Darri. „Mér finnst í sjálfu sér ekkert það alvarlegasta í þessu að þeir hafi gert þetta og að þetta sé einhver orðsporshnekkur fyrir körfuna. Mér finnst alvarlegast í þessu að Hilmar, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, hefur verið málsvari það sem er að mínu mati mjög mikilvægar breytingar sem við þurfum að fara í.“ Þær mikilvægu breytingar sem Darri talar um eru reglur um útlendinga í liðum deildarinnar þar sem hann telur að íslenskir leikmenn fái alltaf færri og færri mínútur í deildinni. „Eins og ég skil tilgang deildarinnar þá er það rosalega neikvæð þróun.“ „Ástæðan fyrir því að það er alvarlegt að þetta sé Stjarnan sem er að ákveða að fara þessa leið er að þau hafa verið málsvari og Reykjavíkurblokk á þessum körfuboltaþingum þar sem við erum að ákveða þessa hringavitleysu. Það er ótrúlega fyndið að hver einasti stjórnarmaður og þjálfari hafi bara verið að glugga í lagabók eftir Þuríði til að rifja upp hugtök eins og meginreglur laga og réttarheimildir til þess að skilja hvaða leikmenn þeir mega hafa í liðinu eða hversu lengi þeir mega vera inná.“ „Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga því þetta er asnalegt og skemmir vöruna og rýrir trúverðugleika deildarinnar,“ sagði Darri og hélt lengi áfram, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
„Mér finnst mjög skrítið að þetta sé hægt og reglan er skrítin. Mér finnst líka skrítin regla að Keflavík og Breiðablik geti verið með fimm útlendinga, mér finnst líka skrítin regla að Haukar hafi unnið Tindastól í bikarnum og mér finnst þetta allt mjög furðulegt,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í viðtali eftir leikinn. „Reglan er þannig að hann má þetta og við megum þetta. Það er ekkert óheiðarlegt við eitt né neitt í þessu heldur eru þetta íslensk vinnulöggjöf og reglur KKÍ.“ „Mér þætti eðlilegt ef reglurnar væru þannig að ef þú skiptir um lið mættirðu ekki skipta aftur fyrr en eftir 30 daga. Mér finnst þriggja ára reglan algjört bíó. Mér er alveg sama um fjölda útlendinga og þessi þriggja ára regla er algjör trúða sýning. Það eru leikmenn sem félög vildu ekki sjá hjá sér en eftir formannafund vildu þeir halda þeim eftir að þeir fréttu að þeir yrðu íslendingar og það er miklu alvarlega.“ Arnar hélt áfram að tala um félagsskipti Ahmad Gilbert og sagði að ef menn geta lesið sér til gagns þá er ekkert sem bannar þetta. „Menn sem geta lesið sér til gagns, geta lesið um að Gilbert mátti spila með Stjörnunni í kvöld þar sem pappírunum var skilað inn og hann má spila með Hrunamönnum á morgun. Ég ætla að vera ósammála að þetta sé siðferðilega rangt og niðurlæging á íþróttina.“ Klippa: KBK: Arnar Guðjóns viðtal og Darri um Ahmad Gilbert „Rosalega neikvæð þróun“ Darri Freyr Atlason, sérfræðingur Körfuboltakvölds, var í setti eftir leik Stjörnunnar og Vals og hann tekur undir með Arnari að vissulega sé það skrýtið að þetta sér hægt. „Mér var var kennt í fermingarfræðslu að maður ætti ekki að réttlæta eitt ranglæti með öðru ranglæti þannig mér finnst þessi málflutningur um að það séu líka aðrar asnalegar reglur og þess vega sé eðlilegt að nýta sér þessa asnalegu reglu frekar valtur,“ sagði Darri. „Mér finnst í sjálfu sér ekkert það alvarlegasta í þessu að þeir hafi gert þetta og að þetta sé einhver orðsporshnekkur fyrir körfuna. Mér finnst alvarlegast í þessu að Hilmar, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, hefur verið málsvari það sem er að mínu mati mjög mikilvægar breytingar sem við þurfum að fara í.“ Þær mikilvægu breytingar sem Darri talar um eru reglur um útlendinga í liðum deildarinnar þar sem hann telur að íslenskir leikmenn fái alltaf færri og færri mínútur í deildinni. „Eins og ég skil tilgang deildarinnar þá er það rosalega neikvæð þróun.“ „Ástæðan fyrir því að það er alvarlegt að þetta sé Stjarnan sem er að ákveða að fara þessa leið er að þau hafa verið málsvari og Reykjavíkurblokk á þessum körfuboltaþingum þar sem við erum að ákveða þessa hringavitleysu. Það er ótrúlega fyndið að hver einasti stjórnarmaður og þjálfari hafi bara verið að glugga í lagabók eftir Þuríði til að rifja upp hugtök eins og meginreglur laga og réttarheimildir til þess að skilja hvaða leikmenn þeir mega hafa í liðinu eða hversu lengi þeir mega vera inná.“ „Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga því þetta er asnalegt og skemmir vöruna og rýrir trúverðugleika deildarinnar,“ sagði Darri og hélt lengi áfram, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira