Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2023 08:30 Jadon Sancho hefur ekki spilað með liði Manchester United í marga mánuði. Getty/Matthew Ashton - Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. Sancho hefur ekki komið við sögu hjá United síðan í október og fór ekki með út til Spánar í æfingarbúðirnar sem fóru fram á meðan HM í Katar stóð. Sancho fór í staðinn til Hollands og æfði þar einn. Hinn 22 ára gamli sóknarmaður er kominn aftur til Manchester en Erik ten Hag segir hann ekki enn tilbúinn til að snúa aftur í liðið. Vandamálið er að hans mati ekki bara líkamlegt. Erik ten Hag insisted he will not compromise Jadon Sancho s physical and mental recovery by rushing him back despite Manchester United s "lack of options" in attack. Sancho latest detailed here #MUFC https://t.co/bPMOC4WNgZ— James Ducker (@TelegraphDucker) January 5, 2023 „Á þessari stundu þá er hann er ekki í líkamlegu formi til þess,“ sagði Erik ten Hag á blaðamannafundi. United keypti Jadon Sancho fyrir 85 milljónir evra í júlí 2021 en hann hefur ekki staðið undir þeim verðmiða og tíminn á Old Trafford hefur reynt mikið á ungan mann. „Þetta er líkamlegt en er líka tengt andlega hlutanum. Mér finnst hann þó vera að sýna framfarir hvað varðar líkamlega þáttinn og það mun hjálpa honum. Ég vona að hann geti snúið aftur sem fyrst en ég get samt ekki sagt hér hvenær það verður,“ sagði Ten Hag. Ten Hag ætlar ekki að reka á eftir fyrrverandi leikmanni Manchester City og Borussia Dortmund. „Ég vildi fá Jadon til baka eins fljótt og auðið er. Á sama tíma er ekki hægt að þvinga fram þetta ferli. Ég mun gera allt mitt til að hjálpa en sumt ræður maður ekki við. Ég verð því að sýna þolinmæði,“ sagði Ten Hag. Ten Hag on Sancho: "Football players aren't robots. He is back in Carrington and that shows he is making progress and he is ready for the next step". #MUFC"I would like to have Jadon back as soon as possible. But some processes you can't force - and this is one of them". pic.twitter.com/7feIdUpfVk— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 5, 2023 „Við höfum ekki alltaf marga kosti fram á völlinn. Jadan er einn af þeim leikmönnum sem geta hjálpað okkur þar. Þegar hann kemur til baka þá höfum við einn möguleika í viðbót og um leið höfðum við meiri möguleika á að vinna fullt af leikjum,“ sagði Ten Hag. „Fótboltamenn eru ekki vélmenni. Enginn er eins. Ég held að þú þurfti að nálgast hvern og einn á sérstakan hátt. Við héldum það með Jadon og það hefur verið best fyrir alla,“ sagði Ten Hag. Manchester United mætir Everton í kvöld í enska bikarnum en leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsending klukkan 19.45. Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Sancho hefur ekki komið við sögu hjá United síðan í október og fór ekki með út til Spánar í æfingarbúðirnar sem fóru fram á meðan HM í Katar stóð. Sancho fór í staðinn til Hollands og æfði þar einn. Hinn 22 ára gamli sóknarmaður er kominn aftur til Manchester en Erik ten Hag segir hann ekki enn tilbúinn til að snúa aftur í liðið. Vandamálið er að hans mati ekki bara líkamlegt. Erik ten Hag insisted he will not compromise Jadon Sancho s physical and mental recovery by rushing him back despite Manchester United s "lack of options" in attack. Sancho latest detailed here #MUFC https://t.co/bPMOC4WNgZ— James Ducker (@TelegraphDucker) January 5, 2023 „Á þessari stundu þá er hann er ekki í líkamlegu formi til þess,“ sagði Erik ten Hag á blaðamannafundi. United keypti Jadon Sancho fyrir 85 milljónir evra í júlí 2021 en hann hefur ekki staðið undir þeim verðmiða og tíminn á Old Trafford hefur reynt mikið á ungan mann. „Þetta er líkamlegt en er líka tengt andlega hlutanum. Mér finnst hann þó vera að sýna framfarir hvað varðar líkamlega þáttinn og það mun hjálpa honum. Ég vona að hann geti snúið aftur sem fyrst en ég get samt ekki sagt hér hvenær það verður,“ sagði Ten Hag. Ten Hag ætlar ekki að reka á eftir fyrrverandi leikmanni Manchester City og Borussia Dortmund. „Ég vildi fá Jadon til baka eins fljótt og auðið er. Á sama tíma er ekki hægt að þvinga fram þetta ferli. Ég mun gera allt mitt til að hjálpa en sumt ræður maður ekki við. Ég verð því að sýna þolinmæði,“ sagði Ten Hag. Ten Hag on Sancho: "Football players aren't robots. He is back in Carrington and that shows he is making progress and he is ready for the next step". #MUFC"I would like to have Jadon back as soon as possible. But some processes you can't force - and this is one of them". pic.twitter.com/7feIdUpfVk— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 5, 2023 „Við höfum ekki alltaf marga kosti fram á völlinn. Jadan er einn af þeim leikmönnum sem geta hjálpað okkur þar. Þegar hann kemur til baka þá höfum við einn möguleika í viðbót og um leið höfðum við meiri möguleika á að vinna fullt af leikjum,“ sagði Ten Hag. „Fótboltamenn eru ekki vélmenni. Enginn er eins. Ég held að þú þurfti að nálgast hvern og einn á sérstakan hátt. Við héldum það með Jadon og það hefur verið best fyrir alla,“ sagði Ten Hag. Manchester United mætir Everton í kvöld í enska bikarnum en leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsending klukkan 19.45.
Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira