Veiðimenn kalla eftir ódýrari gistingu Karl Lúðvíksson skrifar 5. janúar 2023 11:33 Það styttist í næsta veiðisumar Karl Lúðvíksson Veiðileyfi koma til með að hækka í flestum ef ekki öllum ám á komandi sumri og þykir mörgum þessar hækkanir oft heldur ríflegar. Fyrir utan hækkun á veiðileyfum hækkar þjónustan í veiðihúsum líka en þar finnst mörgum veiðimönnum að umsjónarmenn veiðihúsa megi athuga þá þjónustu sem boðið er uppá. Það er vel þekkt að í mörgum veiðhúsum eru listakokkar við störf og maturinn á hverju kvöldi eins og veisla en það breytir því ekki að ansi margir veiðimenn væru meira en til í "mömmumat" á lægra verði heldur en að vera með steikur á hverju kvöldi. Þegar verðið á húsgjald með mat á mann er um og yfir 30.000 gerir það til dæmis 180.000 á hjón í þriggja daga veiði. Veiðileyfið á þokkalegum tíma kannski 100.000 á dag og þá á kannski eftir að kaupa snarl og drykki til að hafa við bakkann og tanka jeppa einu sinni. Kostnaðurinn við slíka ferð er því að nálgast vel yfir 500.000 fyrir þrjá daga við bakkann eða svipað og ferð fyrir fjögurra manna fjölskyldu til sólarlanda með flugi og hóteli. Það er ekkert skrítið að sífellt fleiri veiðimenn snúi sér að silungsveiði þegar verðin eru komin á þennan stað. Þrátt fyrir að verðin séu á þessum stað eru veiðileyfi að seljast mjög vel fyrir komandi sumar. Stangveiði Mest lesið Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði 9 laxar á land í Hítará Veiði Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Veiði Vötnin á norðurlandi loksins að taka við sér Veiði Góður morgun í Blöndu Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Urriðafoss klárlega óvæntasta veiðisvæði ársins Veiði RISE fluguveiðihátíð og Veiðisýning 26. mars Veiði Fín veiði í Eyrarvatni Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði
Fyrir utan hækkun á veiðileyfum hækkar þjónustan í veiðihúsum líka en þar finnst mörgum veiðimönnum að umsjónarmenn veiðihúsa megi athuga þá þjónustu sem boðið er uppá. Það er vel þekkt að í mörgum veiðhúsum eru listakokkar við störf og maturinn á hverju kvöldi eins og veisla en það breytir því ekki að ansi margir veiðimenn væru meira en til í "mömmumat" á lægra verði heldur en að vera með steikur á hverju kvöldi. Þegar verðið á húsgjald með mat á mann er um og yfir 30.000 gerir það til dæmis 180.000 á hjón í þriggja daga veiði. Veiðileyfið á þokkalegum tíma kannski 100.000 á dag og þá á kannski eftir að kaupa snarl og drykki til að hafa við bakkann og tanka jeppa einu sinni. Kostnaðurinn við slíka ferð er því að nálgast vel yfir 500.000 fyrir þrjá daga við bakkann eða svipað og ferð fyrir fjögurra manna fjölskyldu til sólarlanda með flugi og hóteli. Það er ekkert skrítið að sífellt fleiri veiðimenn snúi sér að silungsveiði þegar verðin eru komin á þennan stað. Þrátt fyrir að verðin séu á þessum stað eru veiðileyfi að seljast mjög vel fyrir komandi sumar.
Stangveiði Mest lesið Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði 9 laxar á land í Hítará Veiði Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Veiði Vötnin á norðurlandi loksins að taka við sér Veiði Góður morgun í Blöndu Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Urriðafoss klárlega óvæntasta veiðisvæði ársins Veiði RISE fluguveiðihátíð og Veiðisýning 26. mars Veiði Fín veiði í Eyrarvatni Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði