„Mjög hressandi, mjög skelfileg og bara hræðilega óþægileg“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 4. janúar 2023 20:12 Forsýning á kvikmyndinni Villibráð fór fram í kvöld í Smárabíói. Fréttakona okkar, Elísabet Inga Sigurðardóttir tók leikara og leikstjóra myndarinnar tali rétt fyrir forsýningu fyrr í kvöld. Elsa María Jakobsdóttir, leikstjóri myndarinnar segir kvikmyndina fjalla um sjö vini sem fara í skelfilegan samkvæmisleik í matarboði. „leggja símana á borðið, lesa upp öll skilaboð og setja öll símtöl á „speaker“ og það fer bara svakalega illa,“ segir Elsa. Þetta er martröð margra, er þetta grínmynd eða spennumynd? „Bara allt í bland en hún er mjög hressandi, mjög skelfileg og bara hræðilega óþægileg,“ segir Elsa. Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona segir áhorfendur geta átt von á miklu ferðalagi við áhorf. „Við förum í gegnum mjög mikinn tilfinningaskala. Þetta er mjög spennandi, skemmtilegt og hræðilegt.“ Hilmir Snær Guðnason, leikari bætir því við að myndin taki á alvarlegum hlutum en sé á sama tíma mjög fyndin. Myndin fjallar að þeirra sögn um venjulegt fólk í Reykjavík og gerist í nútímanum. Þá eigi margir að geta tengt við kringumstæðurnar sem komi fram í kvikmyndinni. Viðtalið við hópinn má sjá hér að ofan. Kvikmyndin verður frumsýnd þann 6. janúar næstkomandi og má sjá stiklu úr myndinni hér að neðan. Menning Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Elsa María Jakobsdóttir, leikstjóri myndarinnar segir kvikmyndina fjalla um sjö vini sem fara í skelfilegan samkvæmisleik í matarboði. „leggja símana á borðið, lesa upp öll skilaboð og setja öll símtöl á „speaker“ og það fer bara svakalega illa,“ segir Elsa. Þetta er martröð margra, er þetta grínmynd eða spennumynd? „Bara allt í bland en hún er mjög hressandi, mjög skelfileg og bara hræðilega óþægileg,“ segir Elsa. Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona segir áhorfendur geta átt von á miklu ferðalagi við áhorf. „Við förum í gegnum mjög mikinn tilfinningaskala. Þetta er mjög spennandi, skemmtilegt og hræðilegt.“ Hilmir Snær Guðnason, leikari bætir því við að myndin taki á alvarlegum hlutum en sé á sama tíma mjög fyndin. Myndin fjallar að þeirra sögn um venjulegt fólk í Reykjavík og gerist í nútímanum. Þá eigi margir að geta tengt við kringumstæðurnar sem komi fram í kvikmyndinni. Viðtalið við hópinn má sjá hér að ofan. Kvikmyndin verður frumsýnd þann 6. janúar næstkomandi og má sjá stiklu úr myndinni hér að neðan.
Menning Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira