„Skandall að við höfum ekki fengið tvær vítaspyrnur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2023 22:57 Mikel Arteta var virkilega ósáttur þegar sínir menn fengu ekki vítaspyrnur í kvöld. Julian Finney/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var vægast sagt ósáttur eftir markalaust jafntefli sinna manna gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann í leik kvöldsins áttu heimamenn í Arsenal í erfiðleikum með að brjóta vörn Newcastle á bak aftur. Heimamönnum tókst þó að koma sér í hættulegar stöður nokkrum sinnum í leiknum og þjálfarinn er viss um að sínir menn hafi átt að fá í það minnsta tvær vítaspyrnur í leiknum. Í fyrra skiptið var Gabriel togaður niður innan vítateigs af Dan Burn og í það síðara fékk Jacob Murphy boltann í höndina undir lok uppbótartíma síðari hálfleiks. Dómari leiksins sá þó ekki ástæðu til að dæma vítaspyrnur og Arteta var eðlilega svekktur í leikslok. „Ég er virkilega stoltur af því hvernig leikmenn liðsins spiluðu í kvöld,“ sagði Arteta. „Við stjórnuðum leiknum, en okkur vantaði einhvern neista á seinasta þriðjungi vallarins. En svo var í raun skandall að við höfum ekki fengið tvær vítaspyrnur.“ Mikel Arteta believes his Arsenal side were wrongly denied two penalties in their 0-0 draw against Newcastle, calling the decisions “scandalous”. pic.twitter.com/hjfK9VGSM6— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 3, 2023 „Þetta eru tvær vítaspyrnur sem við eigum að fá, svo einfalt er það. Nú er ég bara að tala um það sem ég sá. Þetta voru tvö víti og það er skandall að við höfum ekki fengið þau. En samt sem áður er ég mjög stoltur af strákunum og þeirri vinnu sem þeir lögðu í þennan leik,“ sagði sár og svekktur Arteta eftir markalaust jafntefli gegn Newcastle. Enski boltinn Tengdar fréttir Newcastle stöðvaði sigurgöngu Arsenal Eftir fimm sigurleiki í röð i ensku úrvalsdeildinni þurfti topplið Arsenal að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið tók á móti Newcastle í kvöld. 3. janúar 2023 21:39 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Íslenski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann í leik kvöldsins áttu heimamenn í Arsenal í erfiðleikum með að brjóta vörn Newcastle á bak aftur. Heimamönnum tókst þó að koma sér í hættulegar stöður nokkrum sinnum í leiknum og þjálfarinn er viss um að sínir menn hafi átt að fá í það minnsta tvær vítaspyrnur í leiknum. Í fyrra skiptið var Gabriel togaður niður innan vítateigs af Dan Burn og í það síðara fékk Jacob Murphy boltann í höndina undir lok uppbótartíma síðari hálfleiks. Dómari leiksins sá þó ekki ástæðu til að dæma vítaspyrnur og Arteta var eðlilega svekktur í leikslok. „Ég er virkilega stoltur af því hvernig leikmenn liðsins spiluðu í kvöld,“ sagði Arteta. „Við stjórnuðum leiknum, en okkur vantaði einhvern neista á seinasta þriðjungi vallarins. En svo var í raun skandall að við höfum ekki fengið tvær vítaspyrnur.“ Mikel Arteta believes his Arsenal side were wrongly denied two penalties in their 0-0 draw against Newcastle, calling the decisions “scandalous”. pic.twitter.com/hjfK9VGSM6— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 3, 2023 „Þetta eru tvær vítaspyrnur sem við eigum að fá, svo einfalt er það. Nú er ég bara að tala um það sem ég sá. Þetta voru tvö víti og það er skandall að við höfum ekki fengið þau. En samt sem áður er ég mjög stoltur af strákunum og þeirri vinnu sem þeir lögðu í þennan leik,“ sagði sár og svekktur Arteta eftir markalaust jafntefli gegn Newcastle.
Enski boltinn Tengdar fréttir Newcastle stöðvaði sigurgöngu Arsenal Eftir fimm sigurleiki í röð i ensku úrvalsdeildinni þurfti topplið Arsenal að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið tók á móti Newcastle í kvöld. 3. janúar 2023 21:39 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Íslenski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Sjá meira
Newcastle stöðvaði sigurgöngu Arsenal Eftir fimm sigurleiki í röð i ensku úrvalsdeildinni þurfti topplið Arsenal að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið tók á móti Newcastle í kvöld. 3. janúar 2023 21:39