Mbappe í tapliði PSG í toppslag frönsku deildarinnar Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2023 21:45 Lois Openda skorar hér framhjá Gianluigi Donnarumma í leiknum í kvöld. Vísir/Getty RC Lens setti spennu í toppbaráttuna í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lagði PSG í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar í kvöld. Lokatölur 3-1 og forysta PSG á toppnum nú aðeins fjögur stig. Kylian Mbappe var í byrjunarliði PSG í kvöld en Lionel Messi er enn í fríi eftir sigurinn með Argentínu á heimsmeistaramótinu á dögunum. Hinn brasilíski Neymar var í leikbanni eftir að hafa fengið tvö gul spjöld og rautt gegn Strasbourg í síðustu umferð, síðara gula spjaldið fyrir leikaraskap. Fyrir leikinn í kvöld voru liðin eins og áður segir í efstu tveimur sætum deildarinnar, PSG á toppnum með 44 stig en RC Lens með 37 stig í öðru sæti. Leikurinn fór svo sannarlega fjörlega af stað. Przemysalw Frankowski kom RC Lens í 1-0 á 5.mínútu en hinn tvítugi Hugo Ekitike jafnaði fyrir PSG aðeins þremur mínútum síðar. Á 28.mínútu kom Lois Openda RC Lens í 2-1 þegar hann slapp einn gegn Gianluigi Donnarumma í marki PSG sem kom engum vörnum við. Staðan í hálfleik 2-1 og strax eftir tvær mínútur í seinni hálfleik skoraði Alexis Claude-Maurice þriðja mark heimamanna og brekkan orðin brött fyrir gestina frá París. Christophe Galtier, þjálfari PSG, gerði fjórar breytingar í síðari hálfleiknum en allt kom fyrir ekki. RC Lens fagnaði 3-1 sigri og minnkaði forskot PSG á toppnum í fjögur stig. , Transcendant, le Racing renverse le leader de @ligue1ubereats dans son antre au terme d'une partition de grande classe ! Le RCL signe un 9e succès consécutif à domicile @RCLens 3 -1 @PSG_inside #RCLPSG pic.twitter.com/TzpCslZsLF— Racing Club de Lens (@RCLens) January 1, 2023 Franski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
Kylian Mbappe var í byrjunarliði PSG í kvöld en Lionel Messi er enn í fríi eftir sigurinn með Argentínu á heimsmeistaramótinu á dögunum. Hinn brasilíski Neymar var í leikbanni eftir að hafa fengið tvö gul spjöld og rautt gegn Strasbourg í síðustu umferð, síðara gula spjaldið fyrir leikaraskap. Fyrir leikinn í kvöld voru liðin eins og áður segir í efstu tveimur sætum deildarinnar, PSG á toppnum með 44 stig en RC Lens með 37 stig í öðru sæti. Leikurinn fór svo sannarlega fjörlega af stað. Przemysalw Frankowski kom RC Lens í 1-0 á 5.mínútu en hinn tvítugi Hugo Ekitike jafnaði fyrir PSG aðeins þremur mínútum síðar. Á 28.mínútu kom Lois Openda RC Lens í 2-1 þegar hann slapp einn gegn Gianluigi Donnarumma í marki PSG sem kom engum vörnum við. Staðan í hálfleik 2-1 og strax eftir tvær mínútur í seinni hálfleik skoraði Alexis Claude-Maurice þriðja mark heimamanna og brekkan orðin brött fyrir gestina frá París. Christophe Galtier, þjálfari PSG, gerði fjórar breytingar í síðari hálfleiknum en allt kom fyrir ekki. RC Lens fagnaði 3-1 sigri og minnkaði forskot PSG á toppnum í fjögur stig. , Transcendant, le Racing renverse le leader de @ligue1ubereats dans son antre au terme d'une partition de grande classe ! Le RCL signe un 9e succès consécutif à domicile @RCLens 3 -1 @PSG_inside #RCLPSG pic.twitter.com/TzpCslZsLF— Racing Club de Lens (@RCLens) January 1, 2023
Franski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira