Rauk úr útsendingu og beint á fæðingardeildina: „Pabbi er á leiðinni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2023 22:32 Robert Griffin hinn þriðji rauk úr beinni útsendingu eftir að hafa fengið símtal um að konan hans væri farin af stað í fæðingu. Vísir/Getty Robert Griffin III var í beinni útsendingu hjá ESPN í gærkvöldi þegar hann tók skyndilega upp símann. Hann rauk svo af stað þegar í ljós kom að konan hans væri komin með hríðir. Robert Griffin III var valinn annar í nýliðavalinu árið 2012 af Washington Redskins. Hann byrjaði af miklum krafti í deildinni en lenti svo í erfiðum meiðslum og lagði skóna á hilluna árið 2020 eftir að hafa leikið fjögur tímabil með Redskins, eitt tímabil með Cleveland Browns og þrjú tímabil með Baltimore Ravens. WIFE IS IN LABOR!!!!!! pic.twitter.com/Kep0Ek51vU— Robert Griffin III (@RGIII) January 1, 2023 Griffin starfar núna sem sérfræðingur í útsendingum ESPN frá NFL deildinni sem og háskólaboltanum. Í gær var hann við störf á undanúrslitaleik Michican og TCU þegar hann tók skyndilega upp símann í miðri útsendingu, samstarfsmönnum hans til töluverðar undrunar. Griffin tók svo skyndilega á rás og í ljós kom að kona hans var komin með hríðir og á leið á fæðingardeildina. Griffin greindi frá atburðarásinni á Twitter síðu sinni og greindi frá því að hann væri kominn í flugvél á leiðinni heim og bað konuna sína um að halda í sér. UPDATE!!! Made a SOUTHWEST FLIGHT to get home. HOLD ON BABY, DADDYs COMING! https://t.co/wSBKrUMf44— Robert Griffin III (@RGIII) January 1, 2023 Síðar um kvöldið kom svo í ljós að barnið ákvað að láta bíða eftir sér. „Barnið okkar ákvað að það væri ekki ennþá kominn tími á að koma út. Hún hlýtur að hafa vitað að mamma og pabbi eyða gamlárskvöldi aldrei í sitt hvoru lagi. Guð vissi hvar ég þurfti að vera,“ skrifaði Griffin. Eiginkona Griffin, Grete Griffin, var hins vegar þakklát fyrir að hann hafi drifið sig af stað í fyrstu flugvélina. Baby said SIKE!!! Thank you everyone for the sweet messages, but as of right now, still pregnant and couldn t be more thankful for @RGIII for hopping on the first flight home My hero!!!! https://t.co/1oGVBDTEdr— Grete Griffin (@GGriffinIII) January 1, 2023 NFL Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Sjá meira
Robert Griffin III var valinn annar í nýliðavalinu árið 2012 af Washington Redskins. Hann byrjaði af miklum krafti í deildinni en lenti svo í erfiðum meiðslum og lagði skóna á hilluna árið 2020 eftir að hafa leikið fjögur tímabil með Redskins, eitt tímabil með Cleveland Browns og þrjú tímabil með Baltimore Ravens. WIFE IS IN LABOR!!!!!! pic.twitter.com/Kep0Ek51vU— Robert Griffin III (@RGIII) January 1, 2023 Griffin starfar núna sem sérfræðingur í útsendingum ESPN frá NFL deildinni sem og háskólaboltanum. Í gær var hann við störf á undanúrslitaleik Michican og TCU þegar hann tók skyndilega upp símann í miðri útsendingu, samstarfsmönnum hans til töluverðar undrunar. Griffin tók svo skyndilega á rás og í ljós kom að kona hans var komin með hríðir og á leið á fæðingardeildina. Griffin greindi frá atburðarásinni á Twitter síðu sinni og greindi frá því að hann væri kominn í flugvél á leiðinni heim og bað konuna sína um að halda í sér. UPDATE!!! Made a SOUTHWEST FLIGHT to get home. HOLD ON BABY, DADDYs COMING! https://t.co/wSBKrUMf44— Robert Griffin III (@RGIII) January 1, 2023 Síðar um kvöldið kom svo í ljós að barnið ákvað að láta bíða eftir sér. „Barnið okkar ákvað að það væri ekki ennþá kominn tími á að koma út. Hún hlýtur að hafa vitað að mamma og pabbi eyða gamlárskvöldi aldrei í sitt hvoru lagi. Guð vissi hvar ég þurfti að vera,“ skrifaði Griffin. Eiginkona Griffin, Grete Griffin, var hins vegar þakklát fyrir að hann hafi drifið sig af stað í fyrstu flugvélina. Baby said SIKE!!! Thank you everyone for the sweet messages, but as of right now, still pregnant and couldn t be more thankful for @RGIII for hopping on the first flight home My hero!!!! https://t.co/1oGVBDTEdr— Grete Griffin (@GGriffinIII) January 1, 2023
NFL Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Sjá meira