„Tómur“ Hamilton sá eini sem tók ekki þátt Valur Páll Eiríksson skrifar 29. desember 2022 12:16 Lewis Hamilton er vonsvikinn með síðustu leiktíð í Formúlunni. Getty Images Ökuþórinn Lewis Hamilton hefur lýst yfir tómleika tilfinningu eftir nýafstaðna leiktíð í Formúlu 1. Hann segir þetta fyrstu leiktíðina frá því hann var barn sem hann fagnar ekki einum einasta sigri. Hamilton átti erfitt ár líkt og allt lið Mercedes sem tókst illa á við miklar breytingar sem gerðar voru á Formúlubílum fyrir leiktíð ársins. Mikið skopp (e. porpoising) á bíl Mercedes og önnur tengd vandræði gerðu liðinu erfitt fyrir. Það rétti þó úr kútnum eftir því sem á leið. Liðsfélagi Hamiltons, George Russell, sem varð fjórði í heildarkeppninni, komst átta sinnum á pall og vann eina keppni, í Brasilíu í næst síðasta kappakstri ársins. Hamilton varð sjötti og komst níu sinnum á pall en vann ekki eina einustu keppni. Fyrsta sigurlausa tímabilið í 21 ár „Ég er viss um að ég hafi átt sigurlausar leiktíðir áður - það var líklega í kartinu árið 2001,“ segir Hamilton í viðtali við Bild, en þá var hann 16 ára gamall. „Við vildum augljóslega keppa um heimsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð en þurftum að horfast í augu við stöðuna snemma. Þrátt fyrir það fannst manni sum úrslit vera sigrar, þó þau væru það raunverulega ekki,“ „Það voru hins vegar svo mörg högg sem dundu á okkur í aðdraganda þess að góðu úrslitin skildu eftir sig tómleikatilfinningu,“ segir Hamilton. Sá eini sem ekki kaus Í gær var tilkynnt um kjör í ökuþóri ársins í Formúlu 1, sem kjörinn er af keppendum hvers tímabils. Hamilton lenti nokkuð óvænt í þriðja sæti, ásamt liðsfélaga sínum Russell. Þeir enduðu fyrir ofan Sergio Pérez á Red Bull og Carlos Sainz á Ferrari, sem báðir enduðu ofar í töflunni en Hamilton. Heimsmeistarinn Max Verstappen var kjörinn bestur, líkt og von var á, en Charles Leclerc, sem varð annar í keppni ökuþóra, lenti í sama sæti í kjörinu. Athygli vakti að Hamilton var eini ökuþórinn sem ekki tók þátt í kjörinu. Hann virðist hafa kúplað sig út eftir aðra erfiðu leiktíðina í röð þar sem hann hefur þurft að horfa á eftir titlinum í hendur Verstappen. Akstursíþróttir Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Hamilton átti erfitt ár líkt og allt lið Mercedes sem tókst illa á við miklar breytingar sem gerðar voru á Formúlubílum fyrir leiktíð ársins. Mikið skopp (e. porpoising) á bíl Mercedes og önnur tengd vandræði gerðu liðinu erfitt fyrir. Það rétti þó úr kútnum eftir því sem á leið. Liðsfélagi Hamiltons, George Russell, sem varð fjórði í heildarkeppninni, komst átta sinnum á pall og vann eina keppni, í Brasilíu í næst síðasta kappakstri ársins. Hamilton varð sjötti og komst níu sinnum á pall en vann ekki eina einustu keppni. Fyrsta sigurlausa tímabilið í 21 ár „Ég er viss um að ég hafi átt sigurlausar leiktíðir áður - það var líklega í kartinu árið 2001,“ segir Hamilton í viðtali við Bild, en þá var hann 16 ára gamall. „Við vildum augljóslega keppa um heimsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð en þurftum að horfast í augu við stöðuna snemma. Þrátt fyrir það fannst manni sum úrslit vera sigrar, þó þau væru það raunverulega ekki,“ „Það voru hins vegar svo mörg högg sem dundu á okkur í aðdraganda þess að góðu úrslitin skildu eftir sig tómleikatilfinningu,“ segir Hamilton. Sá eini sem ekki kaus Í gær var tilkynnt um kjör í ökuþóri ársins í Formúlu 1, sem kjörinn er af keppendum hvers tímabils. Hamilton lenti nokkuð óvænt í þriðja sæti, ásamt liðsfélaga sínum Russell. Þeir enduðu fyrir ofan Sergio Pérez á Red Bull og Carlos Sainz á Ferrari, sem báðir enduðu ofar í töflunni en Hamilton. Heimsmeistarinn Max Verstappen var kjörinn bestur, líkt og von var á, en Charles Leclerc, sem varð annar í keppni ökuþóra, lenti í sama sæti í kjörinu. Athygli vakti að Hamilton var eini ökuþórinn sem ekki tók þátt í kjörinu. Hann virðist hafa kúplað sig út eftir aðra erfiðu leiktíðina í röð þar sem hann hefur þurft að horfa á eftir titlinum í hendur Verstappen.
Akstursíþróttir Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira