Íþróttaeldhugi ársins verðlaunaður í fyrsta sinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2022 22:46 Íþróttaeldhugi ársins verður útnefndur úr röðum sjálfboðaliða, samhliða vali á Íþróttamanni ársins. Samhliða kjöri á Íþróttamanni ársins þann 29. desember næstkomandi mun Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, standa fyrir þeirri nýbreytni að útnefna Íþróttaeldhuga ársins úr röðum sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni. Kallað var eftir tilnefningum frá almenningi og alls bárust 375 tilnefningar um 175 einstaklinga, úr 24 íþróttagreinum. Valnefnd fór yfir innsendar tilnefningar og valdi þrjá framúrskarandi einstaklinga úr hópnum. Þau þrjú sem urðu fyrir valinu eru; • Friðrik Þór Óskarsson (frjálsíþróttir), sem hefur starfað fyrir ÍR og Frjálsíþróttasamband Íslands • Haraldur Ingólfsson (knattspyrna, handknattleikur og körfuknattleikur) sem hefur starfað fyrir Íþróttafélagið Þór og Þór/KA • Þóra Guðrún Gunnarsdóttir (listskautar) sem hefur starfað fyrir Björninn, SR og Skautasamband Íslands. Það er einnig í höndum valnefndarinnar að taka ákvörðun um hver þessara þriggja mun hljóta titilinn Íþróttaeldhugi ársins 2022, en öll eru þau vel að titlinum komin. Valnefndin var skipuð fyrrverandi afreksíþróttafólkinu; Þóreyju Eddu Elísdóttur formanni, Kristínu Rós Hákonardóttur, Margréti Láru Viðarsdóttur, Bjarna Friðrikssyni og Degi Sigurðssyni. Íþróttaeldhugi ársins 2022 fær afhentan glæsilegan verðlaunagrip frá Lottó. „Íþróttastarfið á Íslandi stendur í mikilli þakkarskuld við þá einstaklinga sem gefið hafa af tíma sínum til að sinna sjálfboðastarfi fyrir íþróttahreyfinguna. Með þessari viðurkenningu viljum við lyfta upp starfi sjálfboðaliðans og þakka fyrir hið óeigingjarna starf sem unnið er af fjölda fólks um land allt,” segir Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ. Almenningi gafst kostur á að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða en leitað var eftir framúrskarandi sjálfboðaliðum sem hafa nýtt eigin hæfileika, frítíma og sérþekkingu til að efla íþróttastarf, t.d. með því að sinna stjórnunarstörfum, safna fjármunum, bæta aðstöðu eða auka þátttöku hvar á landinu sem er. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, segir markmiðið með verðlaununum einfalt. „Við viljum beina kastljósinu að fólkinu á bak við tjöldin í íþróttahreyfingunni og vekja verðskuldaða athygli á ómetanlegu vinnuframlagi sjálfboðaliða um land allt,“ sagði Stefán. Íþróttamaður ársins ÍSÍ Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Sjá meira
Kallað var eftir tilnefningum frá almenningi og alls bárust 375 tilnefningar um 175 einstaklinga, úr 24 íþróttagreinum. Valnefnd fór yfir innsendar tilnefningar og valdi þrjá framúrskarandi einstaklinga úr hópnum. Þau þrjú sem urðu fyrir valinu eru; • Friðrik Þór Óskarsson (frjálsíþróttir), sem hefur starfað fyrir ÍR og Frjálsíþróttasamband Íslands • Haraldur Ingólfsson (knattspyrna, handknattleikur og körfuknattleikur) sem hefur starfað fyrir Íþróttafélagið Þór og Þór/KA • Þóra Guðrún Gunnarsdóttir (listskautar) sem hefur starfað fyrir Björninn, SR og Skautasamband Íslands. Það er einnig í höndum valnefndarinnar að taka ákvörðun um hver þessara þriggja mun hljóta titilinn Íþróttaeldhugi ársins 2022, en öll eru þau vel að titlinum komin. Valnefndin var skipuð fyrrverandi afreksíþróttafólkinu; Þóreyju Eddu Elísdóttur formanni, Kristínu Rós Hákonardóttur, Margréti Láru Viðarsdóttur, Bjarna Friðrikssyni og Degi Sigurðssyni. Íþróttaeldhugi ársins 2022 fær afhentan glæsilegan verðlaunagrip frá Lottó. „Íþróttastarfið á Íslandi stendur í mikilli þakkarskuld við þá einstaklinga sem gefið hafa af tíma sínum til að sinna sjálfboðastarfi fyrir íþróttahreyfinguna. Með þessari viðurkenningu viljum við lyfta upp starfi sjálfboðaliðans og þakka fyrir hið óeigingjarna starf sem unnið er af fjölda fólks um land allt,” segir Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ. Almenningi gafst kostur á að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða en leitað var eftir framúrskarandi sjálfboðaliðum sem hafa nýtt eigin hæfileika, frítíma og sérþekkingu til að efla íþróttastarf, t.d. með því að sinna stjórnunarstörfum, safna fjármunum, bæta aðstöðu eða auka þátttöku hvar á landinu sem er. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, segir markmiðið með verðlaununum einfalt. „Við viljum beina kastljósinu að fólkinu á bak við tjöldin í íþróttahreyfingunni og vekja verðskuldaða athygli á ómetanlegu vinnuframlagi sjálfboðaliða um land allt,“ sagði Stefán.
• Friðrik Þór Óskarsson (frjálsíþróttir), sem hefur starfað fyrir ÍR og Frjálsíþróttasamband Íslands • Haraldur Ingólfsson (knattspyrna, handknattleikur og körfuknattleikur) sem hefur starfað fyrir Íþróttafélagið Þór og Þór/KA • Þóra Guðrún Gunnarsdóttir (listskautar) sem hefur starfað fyrir Björninn, SR og Skautasamband Íslands.
Íþróttamaður ársins ÍSÍ Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Sjá meira