Leið íslenska CrossFit fólksins á heimsleikana 2023 liggur í gegnum Berlín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2022 13:01 Anníe Mist Þórisdóttir fagnar góðum árangri á CrossFit móti. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Jólagjöfin til CrossFit áhugafólks og keppenda er að fá að vita um keppnisstaðina í mikilvægustu mótum undankeppni heimsleikanna á næsta ári. CrossFit samtökin hafa nefnilega gefið út keppnisstaði á sjö undanúrslitamótum í baráttunni um laus sæti á heimsleikunum á næsta ári. Eftir breytingar á undankeppni heimsleikanna er ljóst að íslenska CrossFit fólkið þarf að vinna sér inn keppnisrétt á leikunum á slíku móti. Evrópa fær eitt mót þar sem að minnsta kosti fimm karlar og fimm konur tryggja sér farseðilinn á heimsleikanna. Mótið fyrir evrópsku keppendurna fer fram 1. til 4. júní í Berlín í Þýskalandi. Leið íslenska CrossFit fólksins á heimsleikana 2023 mun því liggja í gegnum Berlín. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Keppnin fer fram í Max Schmeling íþróttahöllinni sem er heimavöllur þýska handboltalandsliðsins Füchse Berlin. Undanúrslitamótin minna á gamla tíma þegar íslenska fólkið tryggði sér þátttökurétt á heimsleikunum á Evrópumóti. CrossFit samtökin hafa áður sagt frá nýjum heimslista sem mun hafa áhrif á undankeppnina. 17 af 40 sætum á heimsleikanna munu færast á milli heimshluta eftir því hversu góðum árangri fólk frá þeim hluta heimsins nær í opna hlutanum og undankeppni heimsleikanna fram að undanúrslitum. Á sama tíma og við vitum hvar Evrópukeppnin fer fram þá fengu aðrir heimshlutar einnig að vita um keppnisstaði sína. Undanúrslitin munu ná yfir þrjár vikur frá 18. maí til 4. júní. Fyrstu keppnirnar fara fram í Orlando á Flórída (Austurkeppni Norður-Ameríku) og í Jóhannesborg í Suður Afríku (Afríka). Í viku tvö verður keppt í Pasadena í Kaliforníu (Vesturkeppni Norður-Ameríku), í Brisbane í Ástralíu (Eyjaálfa) og Ríó í Brasolíu (Suður-Ameríka). Evrópukeppnin í Berlín er síðan í síðustu vikunni ásamt Asíukeppnin sem fer fram í Busan í Suður-Kóreu. CrossFit Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
CrossFit samtökin hafa nefnilega gefið út keppnisstaði á sjö undanúrslitamótum í baráttunni um laus sæti á heimsleikunum á næsta ári. Eftir breytingar á undankeppni heimsleikanna er ljóst að íslenska CrossFit fólkið þarf að vinna sér inn keppnisrétt á leikunum á slíku móti. Evrópa fær eitt mót þar sem að minnsta kosti fimm karlar og fimm konur tryggja sér farseðilinn á heimsleikanna. Mótið fyrir evrópsku keppendurna fer fram 1. til 4. júní í Berlín í Þýskalandi. Leið íslenska CrossFit fólksins á heimsleikana 2023 mun því liggja í gegnum Berlín. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Keppnin fer fram í Max Schmeling íþróttahöllinni sem er heimavöllur þýska handboltalandsliðsins Füchse Berlin. Undanúrslitamótin minna á gamla tíma þegar íslenska fólkið tryggði sér þátttökurétt á heimsleikunum á Evrópumóti. CrossFit samtökin hafa áður sagt frá nýjum heimslista sem mun hafa áhrif á undankeppnina. 17 af 40 sætum á heimsleikanna munu færast á milli heimshluta eftir því hversu góðum árangri fólk frá þeim hluta heimsins nær í opna hlutanum og undankeppni heimsleikanna fram að undanúrslitum. Á sama tíma og við vitum hvar Evrópukeppnin fer fram þá fengu aðrir heimshlutar einnig að vita um keppnisstaði sína. Undanúrslitin munu ná yfir þrjár vikur frá 18. maí til 4. júní. Fyrstu keppnirnar fara fram í Orlando á Flórída (Austurkeppni Norður-Ameríku) og í Jóhannesborg í Suður Afríku (Afríka). Í viku tvö verður keppt í Pasadena í Kaliforníu (Vesturkeppni Norður-Ameríku), í Brisbane í Ástralíu (Eyjaálfa) og Ríó í Brasolíu (Suður-Ameríka). Evrópukeppnin í Berlín er síðan í síðustu vikunni ásamt Asíukeppnin sem fer fram í Busan í Suður-Kóreu.
CrossFit Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira