„Ekki annað hægt heldur en að leggjast á allar árar og klára dæmið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. desember 2022 07:10 Aron Pálmarsson skrifaði undir samning við FH í gær. Vísir/Hulda Margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í Olís-deild karla, segist upphaflega ekki hafa haft mikla trú á því að Aron Pálmarsson væri á leið til liðsins. Hann hafi þó farið að trúa því þegar líða fór á og vonast til þess að þessi frábæri leikmaður geti hjálpað FH að taka næsta skref. „Þetta eru náttúrulega bara frábærar fréttir, en ég skal alveg viðurkenna það og vera heiðarlegur með það að ég hafði nú ekki mikla trú á þessu þegar ég heyrði þetta fyrst,“ sagði Sigursteinn Arndal í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur eftir að Aron Pálmarsson skrifaði undir hjá félaginu í gær. „Svo skynjaði maður bara viljann hjá Aroni að láta þetta ganga upp og að honum væri bara fúlasta alvara. Þá var ekki annað hægt heldur en að leggjast á allar árar og klára dæmið.“ Sigursteinn er nú þegar með gott FH-lið í höndunum með eldri og reyndari leikmenn í bland við þá sem unga og efnilega stráka sem hafa verið að stíga upp og sína hvað í þeim býr. Nú þegar Aron Pálmarsson bætist í hópinn virðast FH-ingar vera komnir með lið sem getur keppt við Val um alla þá titla sem í boði eru hér heima fyrir. „Við erum bara ánægðir með liðið okkar og FH vill alltaf vera með gott lið. Það er rétt að Aron kemur með reynslu og við erum með marga unga og efnilega leikmenn sem eru mjög viljugir og ég hef þær væntingar að Aron komi til með að gefa mikið af sér og hjálpa þeim að taka næstu skref.“ Því næst náði Svava að plata Aron til að koma með verðandi þjálfaranum sínum í viðtalið. Hún benti Aroni á það að nú væri hann búinn að vinna nánast allt sem hægt væri að vinna með félagsliðum sínum, en þó væru enn nokkrir titlar sem leikmanninum vantaði í safnið. „Ég á allt eftir heima,“ sagði Aron áður en Sigursteinn greip orðið aftur. „Við setjum alltaf pressu á okkur í FH og við ætlum að reyna að standa okkur vel í ár, við verðum að fara að einbeita okkur að því. En eins og ég sagði áðan þá erum við mjög spenntir að fá Aron og búumst við því að hann hjálpi okkur að taka næsta skref.“ Aron vildi þó setja meiri pressu á sjálfan sig og FH-liðið, enda hefur þessi 32 ára leikmaður unnið nánast allt sem hægt er að vinna eins og áður sagði. „Ég hef gert það allan minn feril og ég er að koma í stærsta klúbb á landinu. Þannig að það gefur augaleið að það verður stefnan.“ Klippa: Rætt við þjálfara FH um komu Arons FH Olís-deild karla Tengdar fréttir Magnaðar móttökur þegar Aron var kynntur til leiks Óhætt er að segja að mikil spenna hafi ríkt í hvíta hluta Hafnarfjarðarbæjar í dag eftir að fréttir bárust af því að Aron Pálmarsson væri á heimleið á næsta tímabili til uppeldisfélags síns FH. Sú spenna náði svo hámarki þegar Aron var kynntur til leiks í Kaplakrika fyrr í kvöld. 22. desember 2022 21:37 „Innst inni er ég mjög ánægður með þessa ákvörðun“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta og einn besti handboltamaður heims undanfarin áratug, skrifaði fyrr í kvöld undir samning við uppeldisfélag sitt FH og mun leika með liðinu á næsta tímabili í Olís-deild karla. 22. desember 2022 21:08 Aron: Nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni Bæði Álaborg og Aron Pálmarsson sjálfur hafa nú staðfest heimkomu sigursælasta íslenska handboltamannsins á erlendri grundu. Aron klárar bara tvö af þremur tímabilum af samningi sínum við Álaborgarliðið og kemur heim næsta sumar. 22. desember 2022 10:52 Aron á heimleið Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH. 22. desember 2022 07:44 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Sjá meira
„Þetta eru náttúrulega bara frábærar fréttir, en ég skal alveg viðurkenna það og vera heiðarlegur með það að ég hafði nú ekki mikla trú á þessu þegar ég heyrði þetta fyrst,“ sagði Sigursteinn Arndal í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur eftir að Aron Pálmarsson skrifaði undir hjá félaginu í gær. „Svo skynjaði maður bara viljann hjá Aroni að láta þetta ganga upp og að honum væri bara fúlasta alvara. Þá var ekki annað hægt heldur en að leggjast á allar árar og klára dæmið.“ Sigursteinn er nú þegar með gott FH-lið í höndunum með eldri og reyndari leikmenn í bland við þá sem unga og efnilega stráka sem hafa verið að stíga upp og sína hvað í þeim býr. Nú þegar Aron Pálmarsson bætist í hópinn virðast FH-ingar vera komnir með lið sem getur keppt við Val um alla þá titla sem í boði eru hér heima fyrir. „Við erum bara ánægðir með liðið okkar og FH vill alltaf vera með gott lið. Það er rétt að Aron kemur með reynslu og við erum með marga unga og efnilega leikmenn sem eru mjög viljugir og ég hef þær væntingar að Aron komi til með að gefa mikið af sér og hjálpa þeim að taka næstu skref.“ Því næst náði Svava að plata Aron til að koma með verðandi þjálfaranum sínum í viðtalið. Hún benti Aroni á það að nú væri hann búinn að vinna nánast allt sem hægt væri að vinna með félagsliðum sínum, en þó væru enn nokkrir titlar sem leikmanninum vantaði í safnið. „Ég á allt eftir heima,“ sagði Aron áður en Sigursteinn greip orðið aftur. „Við setjum alltaf pressu á okkur í FH og við ætlum að reyna að standa okkur vel í ár, við verðum að fara að einbeita okkur að því. En eins og ég sagði áðan þá erum við mjög spenntir að fá Aron og búumst við því að hann hjálpi okkur að taka næsta skref.“ Aron vildi þó setja meiri pressu á sjálfan sig og FH-liðið, enda hefur þessi 32 ára leikmaður unnið nánast allt sem hægt er að vinna eins og áður sagði. „Ég hef gert það allan minn feril og ég er að koma í stærsta klúbb á landinu. Þannig að það gefur augaleið að það verður stefnan.“ Klippa: Rætt við þjálfara FH um komu Arons
FH Olís-deild karla Tengdar fréttir Magnaðar móttökur þegar Aron var kynntur til leiks Óhætt er að segja að mikil spenna hafi ríkt í hvíta hluta Hafnarfjarðarbæjar í dag eftir að fréttir bárust af því að Aron Pálmarsson væri á heimleið á næsta tímabili til uppeldisfélags síns FH. Sú spenna náði svo hámarki þegar Aron var kynntur til leiks í Kaplakrika fyrr í kvöld. 22. desember 2022 21:37 „Innst inni er ég mjög ánægður með þessa ákvörðun“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta og einn besti handboltamaður heims undanfarin áratug, skrifaði fyrr í kvöld undir samning við uppeldisfélag sitt FH og mun leika með liðinu á næsta tímabili í Olís-deild karla. 22. desember 2022 21:08 Aron: Nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni Bæði Álaborg og Aron Pálmarsson sjálfur hafa nú staðfest heimkomu sigursælasta íslenska handboltamannsins á erlendri grundu. Aron klárar bara tvö af þremur tímabilum af samningi sínum við Álaborgarliðið og kemur heim næsta sumar. 22. desember 2022 10:52 Aron á heimleið Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH. 22. desember 2022 07:44 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Sjá meira
Magnaðar móttökur þegar Aron var kynntur til leiks Óhætt er að segja að mikil spenna hafi ríkt í hvíta hluta Hafnarfjarðarbæjar í dag eftir að fréttir bárust af því að Aron Pálmarsson væri á heimleið á næsta tímabili til uppeldisfélags síns FH. Sú spenna náði svo hámarki þegar Aron var kynntur til leiks í Kaplakrika fyrr í kvöld. 22. desember 2022 21:37
„Innst inni er ég mjög ánægður með þessa ákvörðun“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta og einn besti handboltamaður heims undanfarin áratug, skrifaði fyrr í kvöld undir samning við uppeldisfélag sitt FH og mun leika með liðinu á næsta tímabili í Olís-deild karla. 22. desember 2022 21:08
Aron: Nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni Bæði Álaborg og Aron Pálmarsson sjálfur hafa nú staðfest heimkomu sigursælasta íslenska handboltamannsins á erlendri grundu. Aron klárar bara tvö af þremur tímabilum af samningi sínum við Álaborgarliðið og kemur heim næsta sumar. 22. desember 2022 10:52
Aron á heimleið Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH. 22. desember 2022 07:44