Landsliðsfólk borgar svo leikirnir fáist sýndir á RÚV Valur Páll Eiríksson skrifar 21. desember 2022 10:31 Úr landsleik blaklandsliðs Íslands við Belgíu. Vísir/Vilhelm Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, segir fréttaflutning villandi um kostnað landsliðsfólks í blaki af útsendingum RÚV frá landsleikjum. Afreksfólk í greininni þarf hins vegar að standa straum af eigin afrekum, og útsendingakostnaður RÚV fellur undir það. Greint var frá því á Mbl.is í gær að landsliðsfólk í blaki þyrfti að greiða 70 þúsund krónur hvert vegna útsendinga RÚV frá leikjum landsliðanna í blaki. Það var haft eftir Jónu Margréti Arnarsdóttur í hlaðvarpinu Mín skoðun með Valtý Birni Valtýssyni. Jóna Margrét greindi enn fremur frá því að landsliðsfólk þyrfti að verða af tekjum til að taka þátt í landsliðsstarfi. Hún, sem er búsett á Akureyri, hafi sjálf þurft að finna sér húsnæði í Reykjavík á meðan landsliðsæfingum stóð í höfuðstaðnum, á eigin kostnað. Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands.vísir/s2s Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, segir í samtali við Vísi að fréttaflutningur gærdagsins sé villandi. „Þetta er röng fyrirsögn,“ segir Grétar og vísar til fyrirsagnarinnar á frétt gærdagsins, Landsliðsfólk þarf að greiða vegna útsendinga RÚV. „RÚV er ekki að senda neina reikninga á landsliðsfólk,“ segir hann. Kostnaður landsliðsfólks í blaki sé sannarlega mikill til að taka þátt í starfinu en villandi sé að greina frá því að mesta kvöðin sé vegna útsendinga RÚV og landsliðsfólk greiði allan þann kostnað. „Það eru reglur um útsendingar, gæði og stærð, fjölda véla og fleira sem kemur frá Blaksambandi Evrópu,“ segir hann um landsliðsverkefnin. Ísland geti ekki tekið þátt án þess að uppfylla þær kröfur og þar komi RÚV inn í myndina sem sá aðili sem heldur utan um útsendingarnar. Því miður greiðir afreksmaðurinn fyrir eigið afrek „Blaksambandið sendir reikning fyrir útlögðum kostnaði í afreksstarfi. Því miður þarf afreksmaðurinn í raun að greiða fyrir sitt afrek,“ segir Grétar. Sá kostnaður sé mikill og blaksambandið þurfi sannarlega að greiða fyrir útsendingar RÚV, en það er aðeins hluti kostnaðar sem fylgi afreksstarfinu. Hann segir sambandið gera sitt besta til að koma til móts við landsliðsfólkið en umhverfið sé þannig að því miður þurfi landsliðsfólk að greiða sinn skerf. Kostnaður af útsendingum RÚV fellur því, að hluta til, á landsliðsfólk í blaki. „En landsliðsfólkið er ekki að greiða allan kostnaðinn, Blaksambandið ber þar stóran hluta. En til þess að taka þátt í verkefni af þessari stærðargráðu þarf landsliðsfólkið að taka þátt í kostnaði,“ segir Grétar. Blak Ríkisútvarpið Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Sjá meira
Greint var frá því á Mbl.is í gær að landsliðsfólk í blaki þyrfti að greiða 70 þúsund krónur hvert vegna útsendinga RÚV frá leikjum landsliðanna í blaki. Það var haft eftir Jónu Margréti Arnarsdóttur í hlaðvarpinu Mín skoðun með Valtý Birni Valtýssyni. Jóna Margrét greindi enn fremur frá því að landsliðsfólk þyrfti að verða af tekjum til að taka þátt í landsliðsstarfi. Hún, sem er búsett á Akureyri, hafi sjálf þurft að finna sér húsnæði í Reykjavík á meðan landsliðsæfingum stóð í höfuðstaðnum, á eigin kostnað. Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands.vísir/s2s Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, segir í samtali við Vísi að fréttaflutningur gærdagsins sé villandi. „Þetta er röng fyrirsögn,“ segir Grétar og vísar til fyrirsagnarinnar á frétt gærdagsins, Landsliðsfólk þarf að greiða vegna útsendinga RÚV. „RÚV er ekki að senda neina reikninga á landsliðsfólk,“ segir hann. Kostnaður landsliðsfólks í blaki sé sannarlega mikill til að taka þátt í starfinu en villandi sé að greina frá því að mesta kvöðin sé vegna útsendinga RÚV og landsliðsfólk greiði allan þann kostnað. „Það eru reglur um útsendingar, gæði og stærð, fjölda véla og fleira sem kemur frá Blaksambandi Evrópu,“ segir hann um landsliðsverkefnin. Ísland geti ekki tekið þátt án þess að uppfylla þær kröfur og þar komi RÚV inn í myndina sem sá aðili sem heldur utan um útsendingarnar. Því miður greiðir afreksmaðurinn fyrir eigið afrek „Blaksambandið sendir reikning fyrir útlögðum kostnaði í afreksstarfi. Því miður þarf afreksmaðurinn í raun að greiða fyrir sitt afrek,“ segir Grétar. Sá kostnaður sé mikill og blaksambandið þurfi sannarlega að greiða fyrir útsendingar RÚV, en það er aðeins hluti kostnaðar sem fylgi afreksstarfinu. Hann segir sambandið gera sitt besta til að koma til móts við landsliðsfólkið en umhverfið sé þannig að því miður þurfi landsliðsfólk að greiða sinn skerf. Kostnaður af útsendingum RÚV fellur því, að hluta til, á landsliðsfólk í blaki. „En landsliðsfólkið er ekki að greiða allan kostnaðinn, Blaksambandið ber þar stóran hluta. En til þess að taka þátt í verkefni af þessari stærðargráðu þarf landsliðsfólkið að taka þátt í kostnaði,“ segir Grétar.
Blak Ríkisútvarpið Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Sjá meira