„Þetta er auðvelt sport“ Sæbjörn Þór Steinke skrifar 16. desember 2022 21:31 Ólafur Ólafsson hitti ekkert nema net í kvöld. Vísir/Bára „Mér líður afskaplega vel, er mjög stoltur af mínu liði, sérstaklega varnarlega. Mér fannst við stoppa sterkt Haukalið ansi oft í kvöld, héldum þeim í 78 stigum,“ sagði Ólafur Ólafsson sem átti stórleik í liði Grindavíkur í dag. Óli var maður leiksins, skoraði 32 stig og hitti úr átta af tólf þriggja stiga skotum sínum. Ofan á það tók hann níu fráköst, fiskaði sex villur og stal boltanum fjórum sinnum. Ólafur byrjaði fimm af fimm í þriggja stiga skotum í leiknum. „Ég er búinn að vera agalegur í síðustu fjórum-fimm leikjum, 1 af 36 eða eitthvað, ég ákvað að tæma hugann og skjóta fyrsta skotinu sem ég fékk. Það fór ofan í, ég hélt áfram að skjóta, fékk sjálfstraustið og þegar maður hittir þá heldur maður áfram að skjóta. Þetta er auðvelt sport.“ „Ég átti þetta klárlega inni, þetta var komið aðeins inn á sálina en ég náði einhvern veginn að rétta úr kútnum núna og vonandi er þetta eitthvað sem koma skal.“ Ólafur segir að vörnin hafi verið lykillinn að sigrinum í kvöld. „Ég hefði viljað klára þetta í venjulegum leiktíma, en alltaf gaman að fá eitthvað extra fyrir fólkið sem borgar fyrir að koma inn.“ Hann skoraði síðustu tvö stig leiksins af vítalínunni og kom Grindavík í þokkalega þægilega stöðu, þremur stigum yfir fyrir lokasókn Hauka. „Ég var búinn að klikka á einhverjum þremur vítum, varð að setja þetta ofan í og gerði það sem betur fer.“ „Þetta var nauðsynlegur sigur og klárlega gleðilegri jól eftir þennan sigur. Við njótum kannski aðeins í kvöld en svo er það undirbúningur fyrir næsta leik sem er 30. des,“ sagði Ólafur að lokum. Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Grindavík 78-81 | Grindvíkingar unnu í framlengdum leik Haukar tóku á móti Grindavík í Ólafssal í tíundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld og unnu gestirnir þriggja stiga sigur, lokatölur 78-81 eftir framlengdan leik. 16. desember 2022 20:15 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Óli var maður leiksins, skoraði 32 stig og hitti úr átta af tólf þriggja stiga skotum sínum. Ofan á það tók hann níu fráköst, fiskaði sex villur og stal boltanum fjórum sinnum. Ólafur byrjaði fimm af fimm í þriggja stiga skotum í leiknum. „Ég er búinn að vera agalegur í síðustu fjórum-fimm leikjum, 1 af 36 eða eitthvað, ég ákvað að tæma hugann og skjóta fyrsta skotinu sem ég fékk. Það fór ofan í, ég hélt áfram að skjóta, fékk sjálfstraustið og þegar maður hittir þá heldur maður áfram að skjóta. Þetta er auðvelt sport.“ „Ég átti þetta klárlega inni, þetta var komið aðeins inn á sálina en ég náði einhvern veginn að rétta úr kútnum núna og vonandi er þetta eitthvað sem koma skal.“ Ólafur segir að vörnin hafi verið lykillinn að sigrinum í kvöld. „Ég hefði viljað klára þetta í venjulegum leiktíma, en alltaf gaman að fá eitthvað extra fyrir fólkið sem borgar fyrir að koma inn.“ Hann skoraði síðustu tvö stig leiksins af vítalínunni og kom Grindavík í þokkalega þægilega stöðu, þremur stigum yfir fyrir lokasókn Hauka. „Ég var búinn að klikka á einhverjum þremur vítum, varð að setja þetta ofan í og gerði það sem betur fer.“ „Þetta var nauðsynlegur sigur og klárlega gleðilegri jól eftir þennan sigur. Við njótum kannski aðeins í kvöld en svo er það undirbúningur fyrir næsta leik sem er 30. des,“ sagði Ólafur að lokum.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Grindavík 78-81 | Grindvíkingar unnu í framlengdum leik Haukar tóku á móti Grindavík í Ólafssal í tíundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld og unnu gestirnir þriggja stiga sigur, lokatölur 78-81 eftir framlengdan leik. 16. desember 2022 20:15 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Grindavík 78-81 | Grindvíkingar unnu í framlengdum leik Haukar tóku á móti Grindavík í Ólafssal í tíundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld og unnu gestirnir þriggja stiga sigur, lokatölur 78-81 eftir framlengdan leik. 16. desember 2022 20:15