„Menn hljóta að trúa því að við getum unnið hvaða lið sem er“ Siggeir Ævarsson skrifar 15. desember 2022 22:30 Ísak Wíum á hliðarlínunni. Vísir/Bára Dröfn Lærisveinar Ísaks Wíum í ÍR náðu heldur betur að velgja Keflvíkingum undir uggum í Keflavík í Subway deild karla í körfubolta fyrr í kvöld en leikurinn var hnífjafn og æsipennandi fyrstu þrjá leikhlutana. Lokaniðurstaðan aftur á móti varð 20 stiga sigur heimamanna sem áttu 4. leikhlutann með húð og hári, lokatölur 108-88. Ísak sagði að orkustigið hjá hans mönnum hefði einfaldlega gufað upp eftir 3. leikhlutann og slakur varnarleikur kostað þá sigurinn í hröðum leik. „Mér leið mjög vel í lok þriðja miðað við hvernig leikurinn var að þróast og hvaða opnanir við vorum að fá. En vissulega hafði ég áhyggjur af varnarleiknum sem var ekki góður og alls ekki góður í 4. leikhluta. Svo bara setja þeir í annan gír og við kannski lækkum um gír. Orkustigið þegar við löbbuðum útúr þriðja leikhluta og inn í fjórða leikhluta var ekki neitt. Þeir vinna fyrstu 5 mínúturnar af fjórða 18-5 og þar bara fer leikurinn á móti jafn góðu liði og Keflavík.“ Það er oft talað um að góður varnarleikur gefi af sér auðveldar sóknir, en sóknarleikurinn í 4. leikhluta var hrein hörmung að mati Ísak. „Já sóknarleikurinn var ömurlegur í fjórða, klárt mál. En heilt yfir var hann góður. En málið er líka að við vorum svolítið að hlaupa á þá og reyna að fá auðveldar körfur. Styrkleikinn okkar í síðustu leikjum hefur svolítið verið að leita inní og eðlilega erum við kannski ekki að „matcha“ neitt sérstaklega vel á móti turnunum sem þeir eru með þegar við leitum inní. Við vildum sækja á þá hratt, en ef við gerum það verðum við líka að stoppa hinumegin, og þess vegna vil ég skrifa þetta á vörnina frekar. En sóknarlega var ákvarðatakan ekki góð og menn kannski orðnir þreyttir.“ Ísaki hefur verið tíðrætt um að hans menn séu að bíða eftir „skotdeginum“ sínum og þeir voru nokkuð nálægt honum í kvöld, þriggjastiga nýtingin 32% og Taylor Johns með 100% nýtingu þar til í lokin. Ísak var bara nokkuð sáttur með nýtinguna að þessu sinni. „Skutum við ekki ágætlega í þessum leik? Taylor má skjóta ef hann er opinn, fyrir utan þessa tvo grín þrista sem hann tekur í lokin þá er hann 2/2 þannig að ef hann getur sett þristana sína þá er ég að fá helvíti mikið frá honum.“ Ísak var að sögn sultuslakur þrátt fyrir tapið, og sagði að tímabilið stæði hvorki né félli með tapi gegn best manna liði deildarinnar. „Menn hljóta að trúa því að við getum unnið hvaða lið sem er. Við þurfum að bæta við einum leikhluta. Eru ekki allir sammála því að þetta Keflavíkurlið sé best mannaða lið deildarinnar? Mér allavega heyrist það á öllum að þetta sé langbest mannaða lið deildarinnar. Við bara förum með það inn í jólafríið, tímabilið okkar stendur ekki og fellur ekki með tapi gegn Keflavík í Keflavík.“ Körfubolti Subway-deild karla ÍR Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira
Ísak sagði að orkustigið hjá hans mönnum hefði einfaldlega gufað upp eftir 3. leikhlutann og slakur varnarleikur kostað þá sigurinn í hröðum leik. „Mér leið mjög vel í lok þriðja miðað við hvernig leikurinn var að þróast og hvaða opnanir við vorum að fá. En vissulega hafði ég áhyggjur af varnarleiknum sem var ekki góður og alls ekki góður í 4. leikhluta. Svo bara setja þeir í annan gír og við kannski lækkum um gír. Orkustigið þegar við löbbuðum útúr þriðja leikhluta og inn í fjórða leikhluta var ekki neitt. Þeir vinna fyrstu 5 mínúturnar af fjórða 18-5 og þar bara fer leikurinn á móti jafn góðu liði og Keflavík.“ Það er oft talað um að góður varnarleikur gefi af sér auðveldar sóknir, en sóknarleikurinn í 4. leikhluta var hrein hörmung að mati Ísak. „Já sóknarleikurinn var ömurlegur í fjórða, klárt mál. En heilt yfir var hann góður. En málið er líka að við vorum svolítið að hlaupa á þá og reyna að fá auðveldar körfur. Styrkleikinn okkar í síðustu leikjum hefur svolítið verið að leita inní og eðlilega erum við kannski ekki að „matcha“ neitt sérstaklega vel á móti turnunum sem þeir eru með þegar við leitum inní. Við vildum sækja á þá hratt, en ef við gerum það verðum við líka að stoppa hinumegin, og þess vegna vil ég skrifa þetta á vörnina frekar. En sóknarlega var ákvarðatakan ekki góð og menn kannski orðnir þreyttir.“ Ísaki hefur verið tíðrætt um að hans menn séu að bíða eftir „skotdeginum“ sínum og þeir voru nokkuð nálægt honum í kvöld, þriggjastiga nýtingin 32% og Taylor Johns með 100% nýtingu þar til í lokin. Ísak var bara nokkuð sáttur með nýtinguna að þessu sinni. „Skutum við ekki ágætlega í þessum leik? Taylor má skjóta ef hann er opinn, fyrir utan þessa tvo grín þrista sem hann tekur í lokin þá er hann 2/2 þannig að ef hann getur sett þristana sína þá er ég að fá helvíti mikið frá honum.“ Ísak var að sögn sultuslakur þrátt fyrir tapið, og sagði að tímabilið stæði hvorki né félli með tapi gegn best manna liði deildarinnar. „Menn hljóta að trúa því að við getum unnið hvaða lið sem er. Við þurfum að bæta við einum leikhluta. Eru ekki allir sammála því að þetta Keflavíkurlið sé best mannaða lið deildarinnar? Mér allavega heyrist það á öllum að þetta sé langbest mannaða lið deildarinnar. Við bara förum með það inn í jólafríið, tímabilið okkar stendur ekki og fellur ekki með tapi gegn Keflavík í Keflavík.“
Körfubolti Subway-deild karla ÍR Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira