„Eigum harma að hefna gegn Stjörnunni“ Atli Arason skrifar 12. desember 2022 22:15 Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur. vísir/vilhelm Keflavík er komið áfram í undanúrslit VÍS bikars karla í körfubolta eftir 13 stiga sigur á erkifjendunum í Njarðvík í 8-liða úrslitunum í kvöld, 99-86. Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur, gat ekki leynt ánægju sinni í leikslok. „Mér líður virkilega vel með að vera kominn í 4-liða úrslit og það er auðvitað extra sætt að gera það með því að vinna Njarðvík,“ sagði Valur Orri í viðtali við Vísi eftir leikslok. Keflavík getur mætt Stjörnunni, Val eða Hetti í undanúrslitum. Aðspurður sagðist Valur Orri helst til í að mæta Stjörnunni ef hann gjörsamlega yrði að velja mótherja. „Ég veit það ekki, maður verður bara að fara í gegnum hvern leik fyrir sig sama hver mótherjinn er,“ sagði Valur áður en blaðamaður gekk harðar að honum og þvingaði fram svar. „Við náttúrulega eigum harma að hefna gegn Stjörnunni frá því í fyrra þegar við töpuðum á loka sekúndunum. Ætli ég verði þá ekki að segja Stjarnan en það skiptir samt engu máli hverjum við mætum,“ svaraði Valur Orri og hló. Sjálfur átti Valur Orri flottan leik í kvöld en hann kom inn af bekknum og skoraði 18 stig. Valur skoraði flest stig á hverja spilaða mínútu í kvöld, af þeim leikmönnum sem spiluðu meira en 10 leikmínútur. Þrátt fyrir það var Valur ósáttur með frammistöðu sína í leiknum. „Ég skaut kannski vel fyrir utan en ég er samt ósáttur, sérstaklega með alla töpuðu boltana mína sem komu upp úr engu og voru frekar hallærislegir.“ Sigur Keflavíkur var afar sannfærandi en heimamenn leiddu nánast allan leikinn og virtist sigur Keflavíkur aldrei vera í hættu. „Oft vil maður kenna því um að annað liðið mætti bara meira tilbúið og mér fannst við vera það í kvöld. Við settum tóninn frá upphafi og það var það sem við ætluðum að gera. Það er erfitt að koma hingað í Keflavík og þurfa að elta allan tímann,“ svaraði Valur, aðspurður af því hvers vegna leikurinn í kvöld var ekki eins spennandi og viðureignir þessara liða eru oftast. „Ég held að liðsheildin hafi skinið í gegn. Við vorum mjög áræðnir fyrir fram körfuna að dreifa boltanum og finna opnari skot en vanalega. Boltinn var að flæða vel og ég held það skóp þennan sigur ásamt frábærri vörn á köflum,“ sagði Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur, að lokum. Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 99-86 Njarðvík | Reykjanesbær er blár Keflvíkingar unnu afar sannfærandi 13 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í 8-liða úrslitum VÍS bikar karla í körfubolta í kvöld, 99-86. 12. desember 2022 21:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
„Mér líður virkilega vel með að vera kominn í 4-liða úrslit og það er auðvitað extra sætt að gera það með því að vinna Njarðvík,“ sagði Valur Orri í viðtali við Vísi eftir leikslok. Keflavík getur mætt Stjörnunni, Val eða Hetti í undanúrslitum. Aðspurður sagðist Valur Orri helst til í að mæta Stjörnunni ef hann gjörsamlega yrði að velja mótherja. „Ég veit það ekki, maður verður bara að fara í gegnum hvern leik fyrir sig sama hver mótherjinn er,“ sagði Valur áður en blaðamaður gekk harðar að honum og þvingaði fram svar. „Við náttúrulega eigum harma að hefna gegn Stjörnunni frá því í fyrra þegar við töpuðum á loka sekúndunum. Ætli ég verði þá ekki að segja Stjarnan en það skiptir samt engu máli hverjum við mætum,“ svaraði Valur Orri og hló. Sjálfur átti Valur Orri flottan leik í kvöld en hann kom inn af bekknum og skoraði 18 stig. Valur skoraði flest stig á hverja spilaða mínútu í kvöld, af þeim leikmönnum sem spiluðu meira en 10 leikmínútur. Þrátt fyrir það var Valur ósáttur með frammistöðu sína í leiknum. „Ég skaut kannski vel fyrir utan en ég er samt ósáttur, sérstaklega með alla töpuðu boltana mína sem komu upp úr engu og voru frekar hallærislegir.“ Sigur Keflavíkur var afar sannfærandi en heimamenn leiddu nánast allan leikinn og virtist sigur Keflavíkur aldrei vera í hættu. „Oft vil maður kenna því um að annað liðið mætti bara meira tilbúið og mér fannst við vera það í kvöld. Við settum tóninn frá upphafi og það var það sem við ætluðum að gera. Það er erfitt að koma hingað í Keflavík og þurfa að elta allan tímann,“ svaraði Valur, aðspurður af því hvers vegna leikurinn í kvöld var ekki eins spennandi og viðureignir þessara liða eru oftast. „Ég held að liðsheildin hafi skinið í gegn. Við vorum mjög áræðnir fyrir fram körfuna að dreifa boltanum og finna opnari skot en vanalega. Boltinn var að flæða vel og ég held það skóp þennan sigur ásamt frábærri vörn á köflum,“ sagði Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur, að lokum.
Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 99-86 Njarðvík | Reykjanesbær er blár Keflvíkingar unnu afar sannfærandi 13 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í 8-liða úrslitum VÍS bikar karla í körfubolta í kvöld, 99-86. 12. desember 2022 21:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 99-86 Njarðvík | Reykjanesbær er blár Keflvíkingar unnu afar sannfærandi 13 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í 8-liða úrslitum VÍS bikar karla í körfubolta í kvöld, 99-86. 12. desember 2022 21:00