Fjórtán og fimmtán ára stelpur frábærar þegar 1. deildarlið komust í undanúrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2022 12:31 Adda Sigríður Ásmundsdóttir er enn bara í níunda bekk en hér má einnig sjá Stjörnustelpurnar fagna sigri. Instagram/Snæfell og Stjarnan Kornungar körfuboltakonur voru heldur betur í sviðsljósinu um helgina þegar átta liða úrslit VÍS bikar kvenna í körfubolta fóru fram. 1. deildarlið Snæfells og Stjörnunnar eru bæði komin alla leið í undanúrslitin í Laugardalshöllinni eftir að hafa slegið úrvalsdeildarlið úr úr bikarnum. Fjölnir og ÍR spila bæði í Subway deild kvenna en tókst ekki að vinna leiki sína á móti Snæfelli og Stjörnunni í þessum fróðlegu átta liða úrslitum. Það sem vakti kannski mesta athygli var stórleikur hjá þremur körfuboltastelpum sem eru allar ennþá í grunnskóla, fæddar 2007 og 2008. Snæfell vann 92-77 útisigur á Subway deildar liði Fjölnis í Grafarvogi á laugardaginn. Adda Sigríður Ásmundsdóttir hélt upp á fjórtán ára afmæli sitt í júní og er því enn í níunda bekk. Hún skoraði 16 stig á 24 mínútum í leiknum eftir að hafa hitt úr 67 prósent skota sinna (6 af 9) og tekið fimm fráköst. Kannski gaf Adda og Snæfellsstelpurnar tóninn því í gær fylgdi ungar Stjörnukonur þeim í undanúrslitin. Tveir af stigahæstu leikmönnum Stjörnunnar eru fæddar árið 2007 og önnur þeirra er ekki búin að halda upp á fimmtán ára afmælið sitt. 1. deildarlið Stjörnunnar, sem hefur unnið alla ellefu leiki sína í 1. deildinni í vetur, vann 92-84 útisigur á Subway-deildarliði ÍR. Hin nítján gamla Diljá Ögn Lárusdóttir er ekki gömul en hún fór fyrir Stjörnuliðinu með 31 stigi og 91 prósent vítanýtingu (11 af 12). Hún fékk hins vegar mikla hjálp frá þeim kornungu Ísold Sævarsdóttur og Kolbrúnu Maríu Ármannsdóttur. Ísold varð fimmtán ára í febrúar en hún var með 21 stig og 7 fráköst í leiknum auk þess að hitta úr 13 af 15 vítum sínum sem gerir 86 prósent vítanýtingu. Kolbrún María verður ekki fimmtán ára fyrr en milli jóla og nýárs en hún kom geysisterk inn af bekknum og skoraði 19 stig og tók 7 fráköst. VÍS-bikarinn Snæfell Stjarnan Mest lesið Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
1. deildarlið Snæfells og Stjörnunnar eru bæði komin alla leið í undanúrslitin í Laugardalshöllinni eftir að hafa slegið úrvalsdeildarlið úr úr bikarnum. Fjölnir og ÍR spila bæði í Subway deild kvenna en tókst ekki að vinna leiki sína á móti Snæfelli og Stjörnunni í þessum fróðlegu átta liða úrslitum. Það sem vakti kannski mesta athygli var stórleikur hjá þremur körfuboltastelpum sem eru allar ennþá í grunnskóla, fæddar 2007 og 2008. Snæfell vann 92-77 útisigur á Subway deildar liði Fjölnis í Grafarvogi á laugardaginn. Adda Sigríður Ásmundsdóttir hélt upp á fjórtán ára afmæli sitt í júní og er því enn í níunda bekk. Hún skoraði 16 stig á 24 mínútum í leiknum eftir að hafa hitt úr 67 prósent skota sinna (6 af 9) og tekið fimm fráköst. Kannski gaf Adda og Snæfellsstelpurnar tóninn því í gær fylgdi ungar Stjörnukonur þeim í undanúrslitin. Tveir af stigahæstu leikmönnum Stjörnunnar eru fæddar árið 2007 og önnur þeirra er ekki búin að halda upp á fimmtán ára afmælið sitt. 1. deildarlið Stjörnunnar, sem hefur unnið alla ellefu leiki sína í 1. deildinni í vetur, vann 92-84 útisigur á Subway-deildarliði ÍR. Hin nítján gamla Diljá Ögn Lárusdóttir er ekki gömul en hún fór fyrir Stjörnuliðinu með 31 stigi og 91 prósent vítanýtingu (11 af 12). Hún fékk hins vegar mikla hjálp frá þeim kornungu Ísold Sævarsdóttur og Kolbrúnu Maríu Ármannsdóttur. Ísold varð fimmtán ára í febrúar en hún var með 21 stig og 7 fráköst í leiknum auk þess að hitta úr 13 af 15 vítum sínum sem gerir 86 prósent vítanýtingu. Kolbrún María verður ekki fimmtán ára fyrr en milli jóla og nýárs en hún kom geysisterk inn af bekknum og skoraði 19 stig og tók 7 fráköst.
VÍS-bikarinn Snæfell Stjarnan Mest lesið Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn