Framtíð hinnar meiddu Laviniu: „Ég held að Rúnar sé meiri Klopp en Mourinho“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2022 13:00 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins, og meiddi miðherjinn Lavinia Da Silva. Vísir/Bára Portúgalski miðherjinn Lavinia Da Silva er meidd og spilar ekki næstu mánuði með Njarðvíkurkonum í Subway deild kvenna í körfubolta. Hvað áttu að gera þegar atvinnumaður meiðist í svo langan tíma. Njarðvíkingar eru þekktir fyrir að sýna trygglyndi við sína leikmenn en er það nú það rétta í stöðunni. Subway Körfuboltakvöld ræddi stöðuna og framtíð Laviniu Da Silva. „Lavinia, miðherjinn þinn er meidd í þrjá mánuði. Hvað ætlar þú að gera? Mér finnst þetta vera stór spurning fyrir Njarðvík,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Þú vildir henda Laviniu út þegar Isabella kom inn,“ skaut Ólöf Helga Pálsdóttir á Hörð. „Já hundrað prósent,“ svaraði Hörður. „Myndir þú þá fá nýjan í staðinn,“ spurði þá Ólöf aftur og Hörður játti því. „Ég myndi gefa ungu stelpunum eins og Lovísu [Bylgju Sverrisdóttur] og Kristu [Gló Magnúsdóttur] bara meiri tækifæri,“ sagði Ólöf Helga. Klippa: Á Njarðvík að reka hina meiddu Laviniu? Leikmennirnir voru spurðir þegar Pálína spilaði „Þær fá tækifæri. Þegar ég var í þessu þá var það oft þannig að við leikmennirnir vorum spurðir. Eigum við að taka annan útlending, hvað finnst ykkur og allt svona. Það var bara liðsfundur,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Mér finnst Njarðvíkurliðið hafa góða leikmenn og þær geta orðið meistarar með þetta lið mínus Laviniu. Ég myndi samt alltaf skoða markaðinn og hvað ég get fengið. Alltaf,“ sagði Pálína. Pálína nefndi einn leikmann sérstaklega en það var Julia Demirer frá Póllandi sem spilaði í efstu deild fyrir áratug en snéri til baka í 1. deildina í fyrra þá orðin fertug. „Svoleiðis karakter inn í þetta lið. Göslara sem tekur fráköst og er ógeðslega stór. Ólöf hún vann titilinn fyrir ykkur,“ sagði Pálína en Ólöf var ekki sammála. „Nei hún glataði titlinum fyrir okkur af því að hún var svo léleg,“ sagði Ólöf. Verum bara raunsæ Þau ræddu líka hvort að það væri gott að hafa leikmenn liðsins með í ráðum þegar kemur að ákvörðunum með útlendinga. „Ef manneskjan er meidd á báðum öxlum þá er hún aldrei að fara að vera Lavinia í úrslitakeppninni. verum bara raunsæ. Já auðvitað munu þeir alltaf skipta henni út ef hún er meidd í tvo, þrjá mánuði,“ sagði Pálína. „Ég held að Rúnar sé meiri [Jürgen] Klopp en [Jose] Mourinho. Punkturinn minn er þá sá að hann sé ekki nógu miskunnlaus til að kasta henni út,“ sagði Hörður. Báðar voru þær á því að Lavinia gæti verið áfram í Njarðvík en hafa þær hreinlega efni á því. Veistu hvað þær eru duglegar að safna peningum þarna „Njarðvík! Veistu hvað þær eru duglegar að safna peningum þarna. Njarðvík er ekki að henda einhverjum út,“ sagði Ólöf. „Njarðvíkingar eru loyal og það næstum því bitnar á þeim hvað þeir eru loyal. Það er eitt að vera klár og vera loyal og svo er það líka að vera heimskur og vera loyal,“ sagði Hörður. Það má finna allt spjallið þeirra hér fyrir ofan. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Hvað áttu að gera þegar atvinnumaður meiðist í svo langan tíma. Njarðvíkingar eru þekktir fyrir að sýna trygglyndi við sína leikmenn en er það nú það rétta í stöðunni. Subway Körfuboltakvöld ræddi stöðuna og framtíð Laviniu Da Silva. „Lavinia, miðherjinn þinn er meidd í þrjá mánuði. Hvað ætlar þú að gera? Mér finnst þetta vera stór spurning fyrir Njarðvík,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Þú vildir henda Laviniu út þegar Isabella kom inn,“ skaut Ólöf Helga Pálsdóttir á Hörð. „Já hundrað prósent,“ svaraði Hörður. „Myndir þú þá fá nýjan í staðinn,“ spurði þá Ólöf aftur og Hörður játti því. „Ég myndi gefa ungu stelpunum eins og Lovísu [Bylgju Sverrisdóttur] og Kristu [Gló Magnúsdóttur] bara meiri tækifæri,“ sagði Ólöf Helga. Klippa: Á Njarðvík að reka hina meiddu Laviniu? Leikmennirnir voru spurðir þegar Pálína spilaði „Þær fá tækifæri. Þegar ég var í þessu þá var það oft þannig að við leikmennirnir vorum spurðir. Eigum við að taka annan útlending, hvað finnst ykkur og allt svona. Það var bara liðsfundur,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Mér finnst Njarðvíkurliðið hafa góða leikmenn og þær geta orðið meistarar með þetta lið mínus Laviniu. Ég myndi samt alltaf skoða markaðinn og hvað ég get fengið. Alltaf,“ sagði Pálína. Pálína nefndi einn leikmann sérstaklega en það var Julia Demirer frá Póllandi sem spilaði í efstu deild fyrir áratug en snéri til baka í 1. deildina í fyrra þá orðin fertug. „Svoleiðis karakter inn í þetta lið. Göslara sem tekur fráköst og er ógeðslega stór. Ólöf hún vann titilinn fyrir ykkur,“ sagði Pálína en Ólöf var ekki sammála. „Nei hún glataði titlinum fyrir okkur af því að hún var svo léleg,“ sagði Ólöf. Verum bara raunsæ Þau ræddu líka hvort að það væri gott að hafa leikmenn liðsins með í ráðum þegar kemur að ákvörðunum með útlendinga. „Ef manneskjan er meidd á báðum öxlum þá er hún aldrei að fara að vera Lavinia í úrslitakeppninni. verum bara raunsæ. Já auðvitað munu þeir alltaf skipta henni út ef hún er meidd í tvo, þrjá mánuði,“ sagði Pálína. „Ég held að Rúnar sé meiri [Jürgen] Klopp en [Jose] Mourinho. Punkturinn minn er þá sá að hann sé ekki nógu miskunnlaus til að kasta henni út,“ sagði Hörður. Báðar voru þær á því að Lavinia gæti verið áfram í Njarðvík en hafa þær hreinlega efni á því. Veistu hvað þær eru duglegar að safna peningum þarna „Njarðvík! Veistu hvað þær eru duglegar að safna peningum þarna. Njarðvík er ekki að henda einhverjum út,“ sagði Ólöf. „Njarðvíkingar eru loyal og það næstum því bitnar á þeim hvað þeir eru loyal. Það er eitt að vera klár og vera loyal og svo er það líka að vera heimskur og vera loyal,“ sagði Hörður. Það má finna allt spjallið þeirra hér fyrir ofan.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum