Boufal og Bono í uppáhaldi og segir stemmninguna í Marokkó glæsilega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2022 08:00 Mía Georgsdóttir vel merkt Marokkó. vísir/helena Mía Georgsdóttir, formaður félags kvenna frá Marokkó, fylgdist spennt með þegar Marokkóar sigruðu Spánverja í vítaspyrnukeppni, 3-1, í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Með sigrinum komst Marokkó í átta liða úrslit HM í fyrsta sinn. Mía segir gleðina í Marokkó ósvikna um þessar mundir. „Þetta var mjög, mjög, mjög stressandi. Ég vissi ekki að ég myndi vera svona stressuð. Þetta var eins og fæðing. Þetta var ótrúlega mikið stress,“ sagði Mía í samtali við Vísi í gær. Mía er nýkomin frá heimaborg sinni, Casablanca, þar sem íbúar hafa tekið HM-sóttina eins og í öðrum borgum Marokkó. Hakim Ziyech og Achraf Hakimi eru stærstu stjörnur marokkóska liðsins.getty/Catherine Ivill „Þetta er glæsileg stemmning. Mig langaði svo að fara þangað og upplifa þetta með fjölskyldunni. Ég tók tólf ára son minn með mér til að finna aðeins fyrir þessu. Þetta er ólýsanlegt og æðislegt að upplifa þetta með fjölskyldunni,“ sagði Mía sem hefur búið hér á landi í rúm tuttugu ár. Þrátt fyrir að Marokkó eigi leikmenn í stórliðum á borð við Paris Saint-Germain, Chelsea, Bayern München, Sevilla og Fiorentina segir Mía að væntingarnar til liðsins hafi verið nokkuð hóflegar. „Ég vissi að liðið væri sterkt og það var æðislegt og ótrúlega gaman þegar þetta byrjaði en ég var ekki með neinar væntingar. En ég er bara svo glöð og það er yndislegt að liðið hafi komið svona á óvart,“ sagði Mía. Klippa: Stolt af óvæntum árangri Marokkó Marokkó mætir Portúgal í átta liða úrslitum HM á laugardaginn. Mía hefur mikla trú á sínum mönnum í leiknum stóra. „Það er ekkert annað að gera en að vera bjartsýn. Þetta er rosalegt sterkt lið og allir berjast eins og ljón. Maður sér að þeir leggja sig fram af öllu hjarta. Við vonum það besta,“ sagði Mía. Mía hefur búið hér á landi í 23 ár.vísir/rakel „Portúgal er með rosalegt sterkt lið og ég er ekki með neinar væntingar. En ég veit að liðið berst eins og það hefur gert hingað til í mótinu.“ Eftirlætis leikmenn Míu í marokkóska liðinu eru tveir. Annars vegar kantmaðurinn Sofiane Boufal sem leikur með Angers í Frakklandi og hins vegar markvörðurinn Bono sem leikur með Sevilla. Hann hefur haldið hreinu í þremur af fjórum leikjum Marokkó á HM og varði tvær spyrnur frá leikmönnum Spánar í vítakeppninni í leiknum í fyrradag. Sofiane Boufal átti frábæra spretti í leiknum gegn Spáni.getty/Clive Brunskill „Allir leikmennirnir eru frábærir og maður bjóst ekki við að hver einn og einasti þeirra myndi berjast svona mikið. En Boufal skaraði fram úr í gær [í fyrradag]. Hann var alveg rosalega duglegur, hljóp út um allt og ég var stolt af honum,“ sagði Mía. „Svo er það auðvitað Bono. Hann er aðalmálið og aðal leikmaður dagsins í gær [í fyrradag].“ Samherjar Bonos tolleruðu hann eftir hetjudáðirnar í vítakeppninni gegn Spáni.getty/Shaun Botterill Mía hefur svo mikið álit á þjálfara Marokkó, Walid Regragui, sem tók við liðinu í lok ágúst. Hann hefur stýrt Marokkóum í sjö leikjum. Fjórir hafa unnist og þrír endað með jafntefli. „Hann heldur liðinu saman og það er frábært hvernig hann sameinar alla. Hann er frábær þjálfari. Hann er aðalmaðurinn og það er honum að þakka að allt liðið er frábært,“ sagði Mía. Walid Regragui er enn ósigraður sem þjálfari Marokkó.getty/Alexander Hassenstein Hún vonast til að Íslendingar geti farið að fordæmi Marokkóa og tekið skref fram á við á fótboltavellinum. „Ég elska Ísland alveg eins og Marokkó og hef búið hérna jafn lengi og þar. Ég vona virkilega að Íslendingar rífi sig upp. Þetta er frábært lið og hættið þessari neikvæðni. Það vantar bara smá ást, vilja og dugnað. Ég vona að Íslendingar finni sömu gleði og við Marokkóar finnum,“ sagði Mía að lokum. HM 2022 í Katar Marokkó Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Íslenski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Real Oviedo - Barcelona | Vilja ekki missa Real of langt frá sér Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Sjá meira
„Þetta var mjög, mjög, mjög stressandi. Ég vissi ekki að ég myndi vera svona stressuð. Þetta var eins og fæðing. Þetta var ótrúlega mikið stress,“ sagði Mía í samtali við Vísi í gær. Mía er nýkomin frá heimaborg sinni, Casablanca, þar sem íbúar hafa tekið HM-sóttina eins og í öðrum borgum Marokkó. Hakim Ziyech og Achraf Hakimi eru stærstu stjörnur marokkóska liðsins.getty/Catherine Ivill „Þetta er glæsileg stemmning. Mig langaði svo að fara þangað og upplifa þetta með fjölskyldunni. Ég tók tólf ára son minn með mér til að finna aðeins fyrir þessu. Þetta er ólýsanlegt og æðislegt að upplifa þetta með fjölskyldunni,“ sagði Mía sem hefur búið hér á landi í rúm tuttugu ár. Þrátt fyrir að Marokkó eigi leikmenn í stórliðum á borð við Paris Saint-Germain, Chelsea, Bayern München, Sevilla og Fiorentina segir Mía að væntingarnar til liðsins hafi verið nokkuð hóflegar. „Ég vissi að liðið væri sterkt og það var æðislegt og ótrúlega gaman þegar þetta byrjaði en ég var ekki með neinar væntingar. En ég er bara svo glöð og það er yndislegt að liðið hafi komið svona á óvart,“ sagði Mía. Klippa: Stolt af óvæntum árangri Marokkó Marokkó mætir Portúgal í átta liða úrslitum HM á laugardaginn. Mía hefur mikla trú á sínum mönnum í leiknum stóra. „Það er ekkert annað að gera en að vera bjartsýn. Þetta er rosalegt sterkt lið og allir berjast eins og ljón. Maður sér að þeir leggja sig fram af öllu hjarta. Við vonum það besta,“ sagði Mía. Mía hefur búið hér á landi í 23 ár.vísir/rakel „Portúgal er með rosalegt sterkt lið og ég er ekki með neinar væntingar. En ég veit að liðið berst eins og það hefur gert hingað til í mótinu.“ Eftirlætis leikmenn Míu í marokkóska liðinu eru tveir. Annars vegar kantmaðurinn Sofiane Boufal sem leikur með Angers í Frakklandi og hins vegar markvörðurinn Bono sem leikur með Sevilla. Hann hefur haldið hreinu í þremur af fjórum leikjum Marokkó á HM og varði tvær spyrnur frá leikmönnum Spánar í vítakeppninni í leiknum í fyrradag. Sofiane Boufal átti frábæra spretti í leiknum gegn Spáni.getty/Clive Brunskill „Allir leikmennirnir eru frábærir og maður bjóst ekki við að hver einn og einasti þeirra myndi berjast svona mikið. En Boufal skaraði fram úr í gær [í fyrradag]. Hann var alveg rosalega duglegur, hljóp út um allt og ég var stolt af honum,“ sagði Mía. „Svo er það auðvitað Bono. Hann er aðalmálið og aðal leikmaður dagsins í gær [í fyrradag].“ Samherjar Bonos tolleruðu hann eftir hetjudáðirnar í vítakeppninni gegn Spáni.getty/Shaun Botterill Mía hefur svo mikið álit á þjálfara Marokkó, Walid Regragui, sem tók við liðinu í lok ágúst. Hann hefur stýrt Marokkóum í sjö leikjum. Fjórir hafa unnist og þrír endað með jafntefli. „Hann heldur liðinu saman og það er frábært hvernig hann sameinar alla. Hann er frábær þjálfari. Hann er aðalmaðurinn og það er honum að þakka að allt liðið er frábært,“ sagði Mía. Walid Regragui er enn ósigraður sem þjálfari Marokkó.getty/Alexander Hassenstein Hún vonast til að Íslendingar geti farið að fordæmi Marokkóa og tekið skref fram á við á fótboltavellinum. „Ég elska Ísland alveg eins og Marokkó og hef búið hérna jafn lengi og þar. Ég vona virkilega að Íslendingar rífi sig upp. Þetta er frábært lið og hættið þessari neikvæðni. Það vantar bara smá ást, vilja og dugnað. Ég vona að Íslendingar finni sömu gleði og við Marokkóar finnum,“ sagði Mía að lokum.
HM 2022 í Katar Marokkó Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Íslenski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Real Oviedo - Barcelona | Vilja ekki missa Real of langt frá sér Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Sjá meira