Tilþrifin: ADHD tekur út tvo með einu skoti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2022 10:46 ADHD sýndi frábær tilþrif í liði SAGA. Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það ADHD í liði SAGA sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. SAGA og Þór mættust í eina leik kvöldsins þegar ellefta umferð Ljósleiðaradeildarinnar hófst í gær. Dusty og Viðstöðu áttu einnig að mætast, en Dusty gat ekki mætt til leiks og Viðstöðu var því dæmdur sigur. SAGA er í baráttu um miðja deild, en Þórsarar gátu komið sér upp að hlið toppliðanna tveggja, Dusty og Atlantic Esports, með sigri. Þrátt fyrir það að Þórsarar væru taldir sigurstranglegri fyrir leikinn gáfu liðsmenn SAGA ekkert eftir. Liðið náði að knýja fram framlengingu, en þar voru það Þórsarar sem reyndust sterkari og niðurstaðan því sigur Þórs, 19-17. ADHD sýndi einnig frábær tilþrif í liði SAGA þegar hann tók út tvo liðsmenn Þórs með einu skoti er SAGA leiddi 13-10, en tilþrifin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Elko tilþrifin: ADHD tekur út tvo með einu skoti Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn
SAGA og Þór mættust í eina leik kvöldsins þegar ellefta umferð Ljósleiðaradeildarinnar hófst í gær. Dusty og Viðstöðu áttu einnig að mætast, en Dusty gat ekki mætt til leiks og Viðstöðu var því dæmdur sigur. SAGA er í baráttu um miðja deild, en Þórsarar gátu komið sér upp að hlið toppliðanna tveggja, Dusty og Atlantic Esports, með sigri. Þrátt fyrir það að Þórsarar væru taldir sigurstranglegri fyrir leikinn gáfu liðsmenn SAGA ekkert eftir. Liðið náði að knýja fram framlengingu, en þar voru það Þórsarar sem reyndust sterkari og niðurstaðan því sigur Þórs, 19-17. ADHD sýndi einnig frábær tilþrif í liði SAGA þegar hann tók út tvo liðsmenn Þórs með einu skoti er SAGA leiddi 13-10, en tilþrifin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Elko tilþrifin: ADHD tekur út tvo með einu skoti
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn