Eini sinnar tegundar á landinu Bjarki Sigurðsson skrifar 6. desember 2022 08:00 Polestar 1 bíllinn er svo sannarlega sjaldgæf sjón. Vísir/James Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í níunda þætti er Polestar 1 tekinn fyrir. James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. Polestar 1 bíllinn sem hann prófar í þættinum er sá eini sem til er á landinu. Einungis fimmtán hundruð eintök voru framleidd á heimsvísu. Sumir sem hafa keypt bílinn hafa ekki einu sinni prófað að keyra hann vegna fágætis hans. Hægt er að sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan, en sjá má fyrri þætti hér. Klippa: Tork gaur - Polestar 1 Polestar er dótturfyrirtæki Volvo og fengu hönnuðir Polestar mikla aðstoð frá Volvo-mönnum við gerð bílsins. James segir að þó innréttingin sé mjög „Volvo-leg“ þá sé hún algjörlega úr efstu hillu. James segir Polestar 1 bílinn vera svokallaðan „halo-bíl“, það er að hann er allt sem fólk dreymir um ef það ætti nægilega mikinn pening. Svo þegar fólk mætir í bílaumboðið og sér annan svipaðan bíl, Polestar 2, sem kostar einn þriðja af verði halo-bílsins, þá er það líklegra til að kaupa hann. Polestar 1 er tengiltvinnbíll með áttatíu kílómetra drægni á rafmagninu einu. Vélin er 620 hestöfl en James segist aldrei nokkurn tímann hafa keyrt jafn kraftmikinn bíl. Hann líkir keyrsluupplifuninni við að vera barn í sælgætisverslun. Tork gaur Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent
James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. Polestar 1 bíllinn sem hann prófar í þættinum er sá eini sem til er á landinu. Einungis fimmtán hundruð eintök voru framleidd á heimsvísu. Sumir sem hafa keypt bílinn hafa ekki einu sinni prófað að keyra hann vegna fágætis hans. Hægt er að sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan, en sjá má fyrri þætti hér. Klippa: Tork gaur - Polestar 1 Polestar er dótturfyrirtæki Volvo og fengu hönnuðir Polestar mikla aðstoð frá Volvo-mönnum við gerð bílsins. James segir að þó innréttingin sé mjög „Volvo-leg“ þá sé hún algjörlega úr efstu hillu. James segir Polestar 1 bílinn vera svokallaðan „halo-bíl“, það er að hann er allt sem fólk dreymir um ef það ætti nægilega mikinn pening. Svo þegar fólk mætir í bílaumboðið og sér annan svipaðan bíl, Polestar 2, sem kostar einn þriðja af verði halo-bílsins, þá er það líklegra til að kaupa hann. Polestar 1 er tengiltvinnbíll með áttatíu kílómetra drægni á rafmagninu einu. Vélin er 620 hestöfl en James segist aldrei nokkurn tímann hafa keyrt jafn kraftmikinn bíl. Hann líkir keyrsluupplifuninni við að vera barn í sælgætisverslun.
Tork gaur Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent