Færði Argentínu mark á silfurfati og fékk síðan væna pillu frá liðsfélaga Smári Jökull Jónsson skrifar 4. desember 2022 10:00 Rodrigo De Paul er hér í þann mund að vinna boltann af Matthew Ryan áður en Julian Alvarez potaði boltanum í netið og skoraði annað mark Argentínu. Vísir/Getty Matthew Ryan og félagar í ástralska landsliðinu féllu úr leik á heimsmeistaramótinu í gær eftir tap gegn Argentínu. Ryan gerði mistök í öðru marki Argentínu og fékk síðan væna pillu frá liðsfélaga sínum í FC Kaupmannahöfn eftir leik. Ástralía féll úr leik á heimsmeistaramótinu í gær eftir 2-1 tap gegn Argentínu í 16-liða úrslitum. Lionel Messi komst Argentínu í 1-0 í fyrri hálfleiknum áður en Julian Alvarez skoraði í þeim síðari eftir skelfileg mistök hjá Matthew Ryan í marki Ástrala. Ástralska liðið var ekki langt frá því að jafna metin í lokin en sigur Argentínu var sanngjarn. Í viðtali við sænska SVT tók Ryan mistökin á sig. Hann hefur leikið með Arsenal, Brighton og Valencia á sínum ferli en er nú liðsfélagi Ísaks Bergmanns Jóhannessonar, Hákons Arnars Haraldssonar og Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn. „Ég ber að sjálfsögðu ábyrgð á mínum hlut í þessu marki. Þeir voru fljótir að pressa á mig og ég var ekki tilbúinn. Þetta er sárt,“ sagði Ryan í viðtali eftir leikinn í gær. Í danska liðinu er mikil samkeppni á milli Matthew Ryan og hins pólska Kamil Grabara um markmannsstöðuna. Þegar Grabara var meiddur kom Ryan inn í liðið en missti sæti sitt þegar sá pólski hafði jafnað sig. Ryan var ekki ánægður með þá ákvörðun og sagði fyrir heimsmeistaramótið að honum hafi fundist ákvörðunin ósanngjörn og að hún snerist um pólitík. Eftir mistök Ryan í gær var Grabara fljótur að bregðast við og senda liðsfélaga sínum væna pillu. Must have been politics, for sure — Kamil Grabara (@Kamil_Grabara1) December 3, 2022 „Hlýtur að snúast um pólitík, algjörlega,“ skrifaði Grabara á Twitter og birti myndband af marki Argentínu. Augljós kaldhæðni og spurning hvernig stemmningin verður í Kaupmannahöfn þegar þeir félagar hittast þar eftir dvölina í Katar. Grabara er í landsliðshópi Póllands í Katar en hefur ekkert fengið að spila. Í dag mæta Pólverjar Frökkum í 16-liða úrslitum. HM 2022 í Katar Danski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
Ástralía féll úr leik á heimsmeistaramótinu í gær eftir 2-1 tap gegn Argentínu í 16-liða úrslitum. Lionel Messi komst Argentínu í 1-0 í fyrri hálfleiknum áður en Julian Alvarez skoraði í þeim síðari eftir skelfileg mistök hjá Matthew Ryan í marki Ástrala. Ástralska liðið var ekki langt frá því að jafna metin í lokin en sigur Argentínu var sanngjarn. Í viðtali við sænska SVT tók Ryan mistökin á sig. Hann hefur leikið með Arsenal, Brighton og Valencia á sínum ferli en er nú liðsfélagi Ísaks Bergmanns Jóhannessonar, Hákons Arnars Haraldssonar og Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn. „Ég ber að sjálfsögðu ábyrgð á mínum hlut í þessu marki. Þeir voru fljótir að pressa á mig og ég var ekki tilbúinn. Þetta er sárt,“ sagði Ryan í viðtali eftir leikinn í gær. Í danska liðinu er mikil samkeppni á milli Matthew Ryan og hins pólska Kamil Grabara um markmannsstöðuna. Þegar Grabara var meiddur kom Ryan inn í liðið en missti sæti sitt þegar sá pólski hafði jafnað sig. Ryan var ekki ánægður með þá ákvörðun og sagði fyrir heimsmeistaramótið að honum hafi fundist ákvörðunin ósanngjörn og að hún snerist um pólitík. Eftir mistök Ryan í gær var Grabara fljótur að bregðast við og senda liðsfélaga sínum væna pillu. Must have been politics, for sure — Kamil Grabara (@Kamil_Grabara1) December 3, 2022 „Hlýtur að snúast um pólitík, algjörlega,“ skrifaði Grabara á Twitter og birti myndband af marki Argentínu. Augljós kaldhæðni og spurning hvernig stemmningin verður í Kaupmannahöfn þegar þeir félagar hittast þar eftir dvölina í Katar. Grabara er í landsliðshópi Póllands í Katar en hefur ekkert fengið að spila. Í dag mæta Pólverjar Frökkum í 16-liða úrslitum.
HM 2022 í Katar Danski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira