„Blaðran er ekkert sprungin“ Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2022 22:15 Einar Jónsson og hans menn hafa þurft að þola þrjú töp í ansi jöfnum leikjum á heimavelli síðustu átta daga. Vísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram í handbolta, segir ákveðna leikmenn úr liðum andstæðinganna njóta sín of vel þegar þeir mæti í Grafarholtið. Í kvöld hafi það verið Tandri Már Konráðsson. Fram varð að sætta sig við 32-29 tap gegn Stjörnunni í kvöld. Framarar hafa nú tapað þremur leikjum í röð á heimavelli á aðeins átta dögum, eftir frábæra og nokkuð óvænta byrjun á tímabilinu þar sem þeir voru einir um að halda í við Valsara. Er of langt gengið að segja að „blaðran“ sé sprungin? „Mér fannst við gera vel að mörgu leyti í dag og blaðran er ekkert sprungin. Við höfum verið í smá meiðslabasli og það sér hver heilvita maður að það er högg fyrir okkur að vera án Gauta [Þorsteins Gauta Hjálmarssonar]. Hann er búinn að missa af þessum þremur leikjum á þessari viku, og við höfum tapað þeim öllum. En svo er ýmislegt annað sem við þurfum að vinna í og laga. Frammistaðan í dag dugði ekki til sigurs en það er margt í okkar frammistöðu sem við getum tekið með okkur í næstu leiki,“ sagði Einar. Staðan í leiknum var jöfn, 29-29, þegar skammt var til leiksloka. „Þetta er svekkjandi. Við vorum búnir að jafna þetta en við grófum okkur djúpa holu í byrjun seinni hálfleiks. Ég er samt ánægður með karakterinn hjá strákunum að koma sér inn í þetta aftur. Við vorum stutt frá því að geta náð í eitthvað í kvöld en það náðist ekki svo við vorum greinilega ekki nógu góðir,“ sagði Einar. „Þetta er svolítið „groundhog day“. Við brennum alltaf að minnsta kosti tveimur vítum í hverjum leik, og of mikið af upplögðum marktækifærum. Það er ég ekki sáttur við. Svo spilum við kafla mjög góða varnarlega en dettum líka niður. En það er erfitt að verjast Tandra sem er að negla í skeytin af fimmtán metrum. Rúnar [Kárason úr ÍBV] var svona í síðasta leik, og Einar [Rafn Eiðsson úr KA] þar á undan. Við þurfum eitthvað að skoða þetta. Leikmenn virðast kunna vel við sig í húsinu okkar. Þetta er dýrt. Núna fáum við rúma viku til að æfa og vinna í okkar málum og við þurfum að nýta tímann okkar vel,“ sagði Einar. Olís-deild karla Fram Handbolti Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira
Fram varð að sætta sig við 32-29 tap gegn Stjörnunni í kvöld. Framarar hafa nú tapað þremur leikjum í röð á heimavelli á aðeins átta dögum, eftir frábæra og nokkuð óvænta byrjun á tímabilinu þar sem þeir voru einir um að halda í við Valsara. Er of langt gengið að segja að „blaðran“ sé sprungin? „Mér fannst við gera vel að mörgu leyti í dag og blaðran er ekkert sprungin. Við höfum verið í smá meiðslabasli og það sér hver heilvita maður að það er högg fyrir okkur að vera án Gauta [Þorsteins Gauta Hjálmarssonar]. Hann er búinn að missa af þessum þremur leikjum á þessari viku, og við höfum tapað þeim öllum. En svo er ýmislegt annað sem við þurfum að vinna í og laga. Frammistaðan í dag dugði ekki til sigurs en það er margt í okkar frammistöðu sem við getum tekið með okkur í næstu leiki,“ sagði Einar. Staðan í leiknum var jöfn, 29-29, þegar skammt var til leiksloka. „Þetta er svekkjandi. Við vorum búnir að jafna þetta en við grófum okkur djúpa holu í byrjun seinni hálfleiks. Ég er samt ánægður með karakterinn hjá strákunum að koma sér inn í þetta aftur. Við vorum stutt frá því að geta náð í eitthvað í kvöld en það náðist ekki svo við vorum greinilega ekki nógu góðir,“ sagði Einar. „Þetta er svolítið „groundhog day“. Við brennum alltaf að minnsta kosti tveimur vítum í hverjum leik, og of mikið af upplögðum marktækifærum. Það er ég ekki sáttur við. Svo spilum við kafla mjög góða varnarlega en dettum líka niður. En það er erfitt að verjast Tandra sem er að negla í skeytin af fimmtán metrum. Rúnar [Kárason úr ÍBV] var svona í síðasta leik, og Einar [Rafn Eiðsson úr KA] þar á undan. Við þurfum eitthvað að skoða þetta. Leikmenn virðast kunna vel við sig í húsinu okkar. Þetta er dýrt. Núna fáum við rúma viku til að æfa og vinna í okkar málum og við þurfum að nýta tímann okkar vel,“ sagði Einar.
Olís-deild karla Fram Handbolti Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira