„Þetta var klaufalegt“ Tómas Helgi Wehmeier skrifar 24. nóvember 2022 21:08 Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ánægður með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir tap. Vísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var mjög ánægður með strákana sína í kvöld sem að þurftu að sætta sig við tap á móti sterku liði ÍBV. „Ég er hrikalega ánægður með strákana. Þeir börðust og djöfluðust allan leikinn. Við leiðum í fjörutíu og fimm mínútur en við missum svo þristaparið okkar útaf þannig að það var svolítið á brattann að sækja síðustu fimmtán mínúturnar en mér fannst við gera vel. Við hefðum átt að leysa þessa síðustu sókn, þetta var klaufalegt og þetta tapaðist ekkert bara þar.“ Lárus Helgi Ólafsson, markmaður Fram, var algjörlega frábær í fyrri hálfleik en var tekinn út af í síðari hálfleik. „Þú verður að spyrja markmannsþjálfarann að því, hann varði lítið í byrjun seinni hálfleiks og vörnin var að fá alltof mikið af opnum skotum. Kári var alltof oft laus á línunni og við lentum í smá basli með það en það er auðvitað erfitt að eiga bæði við Kára og Rúnar svo í kjölfarið datt markvarslan aðeins niður með vörninni.“ Reynir Þór Stefánsson, sautján ára leikmaður Fram, var algjörlega frábær í kvöld og skoraði ellefu mörk. „Það eru kröfur á honum, við höfum miklar væntingar til hans og hann gerir kröfur á sjálfan sig líka. Hann átti síðasta skotið á móti KA í síðustu umferð og svo kemur hann í dag og algjörlega ,,bossar’’ allan tímann leikinn. Hann er hrikalega flottur og ég er mjög ánægður með hann. Hann þurfti náttúrulega að leysa af, við erum án leikmanna en flott hjá honum að stíga upp. Margir hefðu farið í kuðung í koddann og verið í basli en hann sýndi úr hverju hann er gerður og mætti sterkur hérna til leiks í dag.“ Luka Vukicevic, leikmaður Fram átti stórbrotin fyrri hálfleik en lítið sást til hans í þeim síðari. „Hann spilaði fyrstu tíu mínúturnar og við þurftum bara aðeins að hvíla hann. Við vorum að reyna rótera liðinu til að hafa ferska fætur síðustu mínúturnar. Hann var aðeins farinn að detta niður, leit út fyrir að vera orkulaus og það fer mikil orka að spila á móti Eyja mönnum. Við vorum fáliðaðir og vorum að reyna dreifa álaginu yfir allan hópinn.“ Olís-deild karla Fram ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 29-30 | Eyjamenn sterkari á lokasprettinum Eftir þrjú töp í seinustu fjórum leikjum vann ÍBV mikilvægan eins marks sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-30. Þetta var annað tap Framara á heimavelli í röð, en áður var liðið taplaust í Úlfarsárdalnum. 24. nóvember 2022 19:32 Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Liðið sem gerir stólpagrín að xG Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Fleiri fréttir Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Sjá meira
„Ég er hrikalega ánægður með strákana. Þeir börðust og djöfluðust allan leikinn. Við leiðum í fjörutíu og fimm mínútur en við missum svo þristaparið okkar útaf þannig að það var svolítið á brattann að sækja síðustu fimmtán mínúturnar en mér fannst við gera vel. Við hefðum átt að leysa þessa síðustu sókn, þetta var klaufalegt og þetta tapaðist ekkert bara þar.“ Lárus Helgi Ólafsson, markmaður Fram, var algjörlega frábær í fyrri hálfleik en var tekinn út af í síðari hálfleik. „Þú verður að spyrja markmannsþjálfarann að því, hann varði lítið í byrjun seinni hálfleiks og vörnin var að fá alltof mikið af opnum skotum. Kári var alltof oft laus á línunni og við lentum í smá basli með það en það er auðvitað erfitt að eiga bæði við Kára og Rúnar svo í kjölfarið datt markvarslan aðeins niður með vörninni.“ Reynir Þór Stefánsson, sautján ára leikmaður Fram, var algjörlega frábær í kvöld og skoraði ellefu mörk. „Það eru kröfur á honum, við höfum miklar væntingar til hans og hann gerir kröfur á sjálfan sig líka. Hann átti síðasta skotið á móti KA í síðustu umferð og svo kemur hann í dag og algjörlega ,,bossar’’ allan tímann leikinn. Hann er hrikalega flottur og ég er mjög ánægður með hann. Hann þurfti náttúrulega að leysa af, við erum án leikmanna en flott hjá honum að stíga upp. Margir hefðu farið í kuðung í koddann og verið í basli en hann sýndi úr hverju hann er gerður og mætti sterkur hérna til leiks í dag.“ Luka Vukicevic, leikmaður Fram átti stórbrotin fyrri hálfleik en lítið sást til hans í þeim síðari. „Hann spilaði fyrstu tíu mínúturnar og við þurftum bara aðeins að hvíla hann. Við vorum að reyna rótera liðinu til að hafa ferska fætur síðustu mínúturnar. Hann var aðeins farinn að detta niður, leit út fyrir að vera orkulaus og það fer mikil orka að spila á móti Eyja mönnum. Við vorum fáliðaðir og vorum að reyna dreifa álaginu yfir allan hópinn.“
Olís-deild karla Fram ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 29-30 | Eyjamenn sterkari á lokasprettinum Eftir þrjú töp í seinustu fjórum leikjum vann ÍBV mikilvægan eins marks sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-30. Þetta var annað tap Framara á heimavelli í röð, en áður var liðið taplaust í Úlfarsárdalnum. 24. nóvember 2022 19:32 Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Liðið sem gerir stólpagrín að xG Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Fleiri fréttir Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV 29-30 | Eyjamenn sterkari á lokasprettinum Eftir þrjú töp í seinustu fjórum leikjum vann ÍBV mikilvægan eins marks sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-30. Þetta var annað tap Framara á heimavelli í röð, en áður var liðið taplaust í Úlfarsárdalnum. 24. nóvember 2022 19:32