Halda Ljósagöngu í fyrsta sinn eftir heimsfaraldur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 11:33 Frá síðustu Ljósagöngu Ljósaganga UN Women fer fram klukkan 17 í dag, á Alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi er í forsvari fyrir ásamt fjölda annarra öflugra félagasamtaka hér á landi. Gangan hefur ekki farið fram síðustu tvö ár vegna COVID-19 takmarkana. Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er Konur, líf, frelsi, sem er jafnframt slagorð mótmælanna sem hafa staðið yfir í Íran í rúma þrjá mánuði. Zahra Mesbah frá Afganistan og Zohreh Aria frá Íran munu leiða gönguna í ár og jafnframt segja nokkur orð áður en gangan hefst. Auk þeirra munu fleiri einstaklingar frá Afganistan og Íran ganga fremst í göngunni. Frá síðustu Ljósagöngu Sýna samstöðu gegn kvenmorðum „Hið alþjóðlega 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi beinir kastljósinu í ár að kvenmorðum (e. femicide). Samkvæmt tölum frá UN Women voru 81.100 konur um allan heim myrtar árið 2021. Þar af voru um 45.000 þeirra myrtar af eiginmanni sínum, sambýlismanni, unnusta eða öðrum nátengdum karlmönnum. Þetta samsvarar því að kona sé myrt á heimili sínu á 11 mínútna fresti,“ segir í tilkynningu um viðburðinn. „Kvenmorð eru skilgreind sem morð á konum vegna kyns og eru því gróf brot á grunnmannréttindum kvenna og rétti þeirra til lífs, frelsis og öryggis. Í tilfellum Afganistan og Íran, eru kvennmorð einnig framin af ógnarstjórn ríkjanna m.a. fyrir brot á harðneskjulegum lögum sem takmarka réttindi kvenna til frelsis. Með því að taka þátt í Ljósagöngu UN Women á Íslandi í ár, sýnum við samstöðu með því hugrakka fólki sem leggur líf sitt í hættu í þágu kvenréttinda.“ Konur, líf, frelsi er þema göngunnar í ár Gangan hefst klukkan 17:00 á Arnarhóli við styttu Ingólfs Arnarsonar og gengið verður suður Lækjargötu og upp Amtmannsstíg að Bríetartorgi. Harpa verður lýst upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. „Á Bríetartorgi verður síðan boðið upp á heitt kakó og Gradualekór Langholtskirkju mun flytja nokkur lög. Kerti verða seld á staðnum á 500 kr til styrkar verkefnum UN Women. UN Women á Íslandi hvetur öll til að mæta og sýna samstöðu,“ segir í tilkynningunni. 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi er í forsvari fyrir ásamt fjölda annarra öflugra félagasamtaka hér á landi. Gangan hefur ekki farið fram síðustu tvö ár vegna COVID-19 takmarkana. Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er Konur, líf, frelsi, sem er jafnframt slagorð mótmælanna sem hafa staðið yfir í Íran í rúma þrjá mánuði. Zahra Mesbah frá Afganistan og Zohreh Aria frá Íran munu leiða gönguna í ár og jafnframt segja nokkur orð áður en gangan hefst. Auk þeirra munu fleiri einstaklingar frá Afganistan og Íran ganga fremst í göngunni. Frá síðustu Ljósagöngu Sýna samstöðu gegn kvenmorðum „Hið alþjóðlega 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi beinir kastljósinu í ár að kvenmorðum (e. femicide). Samkvæmt tölum frá UN Women voru 81.100 konur um allan heim myrtar árið 2021. Þar af voru um 45.000 þeirra myrtar af eiginmanni sínum, sambýlismanni, unnusta eða öðrum nátengdum karlmönnum. Þetta samsvarar því að kona sé myrt á heimili sínu á 11 mínútna fresti,“ segir í tilkynningu um viðburðinn. „Kvenmorð eru skilgreind sem morð á konum vegna kyns og eru því gróf brot á grunnmannréttindum kvenna og rétti þeirra til lífs, frelsis og öryggis. Í tilfellum Afganistan og Íran, eru kvennmorð einnig framin af ógnarstjórn ríkjanna m.a. fyrir brot á harðneskjulegum lögum sem takmarka réttindi kvenna til frelsis. Með því að taka þátt í Ljósagöngu UN Women á Íslandi í ár, sýnum við samstöðu með því hugrakka fólki sem leggur líf sitt í hættu í þágu kvenréttinda.“ Konur, líf, frelsi er þema göngunnar í ár Gangan hefst klukkan 17:00 á Arnarhóli við styttu Ingólfs Arnarsonar og gengið verður suður Lækjargötu og upp Amtmannsstíg að Bríetartorgi. Harpa verður lýst upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. „Á Bríetartorgi verður síðan boðið upp á heitt kakó og Gradualekór Langholtskirkju mun flytja nokkur lög. Kerti verða seld á staðnum á 500 kr til styrkar verkefnum UN Women. UN Women á Íslandi hvetur öll til að mæta og sýna samstöðu,“ segir í tilkynningunni.
16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira