Segja ráðherra bera ábyrgð á ÍL-sjóði Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2022 16:50 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Í lögfræðiáliti LOGOS sem gert var fyrir lífeyrissjóðina segir að ríkið beri ábyrgð á skuldum ÍL-sjóðs. Vísir/Arnar Forsvarsmenn lífeyrissjóða landsins segja lagalega stöðu sjóðanna afar sterka vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs. Ábyrgð ríkisins á skuldum ÍL-sjóðs sé skýr. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var út eftir að lögfræðiálit frá LOGOS var kynnt forsvarsmönnum sjóðanna í dag. Fram kemur í yfirlýsingunni að samkvæmt áliti lögfræðistofunnar LOGOS sé fyrirhuguð lagasetning fjármálaráðherra um gjaldþrot eða sambærileg skuldaskil ÍL-sjóðs í bága við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Það sé vegna þess að slíkt inngrip fæli í sér eignarnám eða annars konar skerðingu eignarréttinda og myndi gera íslenska ríkið bótaskylt gagnvart skuldabréfaeigendum. Í álitinu segir einnig að fjármálaráðherra beri beina ábyrgð á skuldbindingum ÍL-sjóðs eftir breytingar voru gerðar á Íbúðalánasjóði við lagabreytingu árið 2019. Sjá einnig: Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs „Í áliti LOGOS er vitnað til þess að ÍL-sjóður hafi orðið til þegar Íbúðalánasjóði var skipt upp með lögum árið 2019 en með þeim var fjármálaráðherra falin yfirumsjón með sjóðnum. Við breytinguna hafi ÍL-sjóður orðið hluti verkefna fjármála- og efnahagsráðuneytis sem fari með daglega stjórn sjóðsins. Þannig sé ÍL-sjóður ekki undirstofnun ráðherra, enda hafi fjármálaráðherra stjórnsýslu- og rekstrarlegt forræði yfir sjóðnum. ÍL-sjóður teljist því ekki sérstök undirstofnun, heldur hluti ráðuneytisins,“ segir í áðurnefndri yfirlýsingu. Þetta þykir til marks um að íslenska ríkið sé skuldari frekar en ábyrgðarmaður. Fjármálaráðherra beri beina ábyrgð á sjóðnum og skuldbindingum hans. Í álitinu kemur einnig fram að ákveði ráðherra að slíta ÍL-sjóðnum svo kröfur á hendur þrotabúin falli í gjalddaga sé ljóst eð ríkið muni bera ábyrgð á núverandi og framtíðarskuldbindingum samkvæmt skilmálum skuldabréfanna ásamt dráttarvöxtum. „Lögfræðiálit LOGOS er umfangsmikið og undirstrikar afar sterka stöðu íslenskra lífeyrissjóða vegna yfirlýstra markmiða fjármálaráðherra um breytingar á ÍL-sjóði sem að óbreyttu myndi líklega kalla á tugmilljarða króna tjón fyrir almenning í formi skertra lífeyrisréttinda,“ segir að lokum í áðurnefndri yfirlýsingu frá lífeyrissjóðunum. Tengd skjöl Álitsgerð_LOGOS_um_ÍL-sjóðPDF576KBSækja skjal Kynning_á_niðurstöðum_LOGOSPDF748KBSækja skjal Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ÍL-sjóður Efnahagsmál Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Sjá meira
Fram kemur í yfirlýsingunni að samkvæmt áliti lögfræðistofunnar LOGOS sé fyrirhuguð lagasetning fjármálaráðherra um gjaldþrot eða sambærileg skuldaskil ÍL-sjóðs í bága við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Það sé vegna þess að slíkt inngrip fæli í sér eignarnám eða annars konar skerðingu eignarréttinda og myndi gera íslenska ríkið bótaskylt gagnvart skuldabréfaeigendum. Í álitinu segir einnig að fjármálaráðherra beri beina ábyrgð á skuldbindingum ÍL-sjóðs eftir breytingar voru gerðar á Íbúðalánasjóði við lagabreytingu árið 2019. Sjá einnig: Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs „Í áliti LOGOS er vitnað til þess að ÍL-sjóður hafi orðið til þegar Íbúðalánasjóði var skipt upp með lögum árið 2019 en með þeim var fjármálaráðherra falin yfirumsjón með sjóðnum. Við breytinguna hafi ÍL-sjóður orðið hluti verkefna fjármála- og efnahagsráðuneytis sem fari með daglega stjórn sjóðsins. Þannig sé ÍL-sjóður ekki undirstofnun ráðherra, enda hafi fjármálaráðherra stjórnsýslu- og rekstrarlegt forræði yfir sjóðnum. ÍL-sjóður teljist því ekki sérstök undirstofnun, heldur hluti ráðuneytisins,“ segir í áðurnefndri yfirlýsingu. Þetta þykir til marks um að íslenska ríkið sé skuldari frekar en ábyrgðarmaður. Fjármálaráðherra beri beina ábyrgð á sjóðnum og skuldbindingum hans. Í álitinu kemur einnig fram að ákveði ráðherra að slíta ÍL-sjóðnum svo kröfur á hendur þrotabúin falli í gjalddaga sé ljóst eð ríkið muni bera ábyrgð á núverandi og framtíðarskuldbindingum samkvæmt skilmálum skuldabréfanna ásamt dráttarvöxtum. „Lögfræðiálit LOGOS er umfangsmikið og undirstrikar afar sterka stöðu íslenskra lífeyrissjóða vegna yfirlýstra markmiða fjármálaráðherra um breytingar á ÍL-sjóði sem að óbreyttu myndi líklega kalla á tugmilljarða króna tjón fyrir almenning í formi skertra lífeyrisréttinda,“ segir að lokum í áðurnefndri yfirlýsingu frá lífeyrissjóðunum. Tengd skjöl Álitsgerð_LOGOS_um_ÍL-sjóðPDF576KBSækja skjal Kynning_á_niðurstöðum_LOGOSPDF748KBSækja skjal
Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ÍL-sjóður Efnahagsmál Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Sjá meira