„Það er svo mikill kraftur í þessum litla líkama“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2022 13:01 Elín Klara Þorkelsdóttir er frábær leikmaður og þrátt fyrir ungan aldur er hún að verða ein sú besta í Olís deild kvenna í handbolta. Vísir/Diego Elín Klara Þorkelsdóttir fékk sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu á dögunum og átti síðan frábæran leik með Haukaliðinu um helgina. Hún fékk eins og oft áður mikið hrós í Seinni bylgjunni. „Elín Klara Þorkelsdóttir, vá. Hún sýnir sérstaklega í þessum leik að hún er svo öflug. Hún er svo flott, svo góð á fótunum. Liðin ná misvel að stöðva hana og maður tekur eftir því að þegar liðin mæta Haukum þá ætla þau sér að stoppa Elínu Klöru,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Það er bara verið að tvímenna á hana: Það að Sonja [Lind Sigsteinsdóttir] og Natsja [Hammer] eru að eiga góða leiki, hjálpar Elínu Klöru líka. Hún var algjörlega frábær í þessum leik,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Það er svo mikill kraftur í þessum litla líkama, Jesús minn,“ sagði Svava Kristín. „Snerpan hjá henni. Hún getur bara skipt í hvaða átt sem er og leikmenn sitja bara eftir í reyknum einhvers staðar,“ sagði Sigurlaug. Elín Klara var með 7 mörk, 5 stoðsendingar og 5 fiskuð víti í sigri Hauka á HK. Hún var einnig með ellefu löglegar stöðvanir og fékk tíu í einkunn hjá HB Statz. „Hún spilaði sinn fyrsta landsleik á dögunum. Við höfum talað um það að þetta sé framtíðarlandsliðskona Íslands. Hún var aðeins spurð út í þetta eftir leik,“ sagði Svava. „Það var mjög góð reynsla og ég læri mjög mikið á því og sérstaklega að æfa með þessum leikmönnum. Þú ert alltaf með góða leikmenn í kringum þig og svo er gaman að sjá hvernig þetta er og að komast inn í þetta,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir í viðtalinu. „Það var gaman fyrir hana að fá tækifæri til að koma inn. Eins og staðan er í dag þá lítur hún út fyrir að verða ein af okkar allra bestu leikmönnum. Það að landsliðsþjálfari þori að taka svona unga leikmenn. Hún er mjög ung en hún er bara búin að vera að spila svo gríðarlega vel í Olís deildinni. Þetta var því rökrétt næsta skref fyrir hana að fá þetta tækifæri,“ sagði Sigurlaug. Það má sjá alla umfjöllunina um Elínu Klöru hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Nýja landsliðskonan Elín Klara frábær í sigri Hauka Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Haukar Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Sjá meira
„Elín Klara Þorkelsdóttir, vá. Hún sýnir sérstaklega í þessum leik að hún er svo öflug. Hún er svo flott, svo góð á fótunum. Liðin ná misvel að stöðva hana og maður tekur eftir því að þegar liðin mæta Haukum þá ætla þau sér að stoppa Elínu Klöru,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Það er bara verið að tvímenna á hana: Það að Sonja [Lind Sigsteinsdóttir] og Natsja [Hammer] eru að eiga góða leiki, hjálpar Elínu Klöru líka. Hún var algjörlega frábær í þessum leik,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Það er svo mikill kraftur í þessum litla líkama, Jesús minn,“ sagði Svava Kristín. „Snerpan hjá henni. Hún getur bara skipt í hvaða átt sem er og leikmenn sitja bara eftir í reyknum einhvers staðar,“ sagði Sigurlaug. Elín Klara var með 7 mörk, 5 stoðsendingar og 5 fiskuð víti í sigri Hauka á HK. Hún var einnig með ellefu löglegar stöðvanir og fékk tíu í einkunn hjá HB Statz. „Hún spilaði sinn fyrsta landsleik á dögunum. Við höfum talað um það að þetta sé framtíðarlandsliðskona Íslands. Hún var aðeins spurð út í þetta eftir leik,“ sagði Svava. „Það var mjög góð reynsla og ég læri mjög mikið á því og sérstaklega að æfa með þessum leikmönnum. Þú ert alltaf með góða leikmenn í kringum þig og svo er gaman að sjá hvernig þetta er og að komast inn í þetta,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir í viðtalinu. „Það var gaman fyrir hana að fá tækifæri til að koma inn. Eins og staðan er í dag þá lítur hún út fyrir að verða ein af okkar allra bestu leikmönnum. Það að landsliðsþjálfari þori að taka svona unga leikmenn. Hún er mjög ung en hún er bara búin að vera að spila svo gríðarlega vel í Olís deildinni. Þetta var því rökrétt næsta skref fyrir hana að fá þetta tækifæri,“ sagði Sigurlaug. Það má sjá alla umfjöllunina um Elínu Klöru hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Nýja landsliðskonan Elín Klara frábær í sigri Hauka
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Haukar Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Sjá meira