Þakkar Seinni bylgjunni fyrir - ,,Ekki gerst síðan út á Nesi árið 2003” Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2022 22:36 Ragnar Þór Hermannsson þakkaði Seinni bylgjunni fyrir eftir leik Vísir/Diego Ragnar Þór Hermannsson, þjálfari Hauka, var virkilega ánægður með átta marka sigur Hauka gegn HK í Olís-deild kvenna í dag. Bæði lið voru með tvö stig fyrir þennan leik; Haukar í sjötta sæti og HK í áttunda sæti. ,,Ég er rosalega ánægður með sigurinn. Þetta eru mjög mikilvæg stig fyrir okkur,” sagði Ragnar eftir leik. Ragnar hrósaði HK-liðinu og fannst þeirra frammistaða flott. ,,Þær voru drullugóðar í þessum leik. Það varð ekkert slit á milli liðanna fyrr en sá fáheyrði atburður gerðist að ég skipti í 6-0 vörn. Ég þakka Seinni Bylgjunni fyrir það. Ég las í vikunni allar helstu heimildir um það hvenær á að taka leikhlé, hvernig á að taka leikhlé og hvaða ákvarðanir maður á að taka í leikhléi.” ,,Ég þakka Seinni Bylgjunni fyrir það.” Ragnar var þarna að vísa í umræðu úr Seinni Bylgjunni í vikunni þar sem hann var sérstaklega tekinn fyrir. Gerðist líka margt í vikunni ,,Gagnrýni er góð og þessi gagnrýni átti að mörgu leyti rétt á sér, þó ég hafi verið búinn að útskýra af hverju ég gerði þetta. Fólk verður svo bara að vera ósammála þjálfunaraðferðunum og sálfræðinni sem verið er að vinna með. Seinni Bylgjan á mikið í því, að ég skipti yfir í 6-0. Það hefur ekki gerst síðan út á Nesi árið 2003. Þá skipti ég yfir úr 3-2-1 yfir í 6-0. Viljandi sko. Það lokaði leiknum fyrir okkur í dag. Við fengum markvörslu á bak við 6-0 vörnina og meiri umsetningu. Okkur tókst að flýta lokaákvörðuninni hjá HK. Ég er rosalega ánægður.” ,,Maður þrífst af því að fá gagnrýni en svo gerðist líka margt í vikunni. Aron Kristjánsson og Díana Guðjónsdóttur tóku liðið í sóknarklíník. Mér fannst það sjást. Það sem þau gerðu á einum og hálfum tima sem við tókum aukalega í vikunni - það gekk rosalega vel upp. Í fyrsta sinn á þessu tímabili erum við með minna en tíu bolta tapaða.” Aron hefur stýrt karlaliði Hauka til fjölmargra titla, hann hefur þjálfað íslenska landsliðið og einnig erlendis. Hvernig er að fá hann inn á æfingar? ,,Það var rosalega vel heppnað og sýnir líka samstöðuna í Haukafjölskyldunni. Við tölum samam; gagnrýnum hvort annað og tökum mark á því - vinnum út frá því. Það er æðislegt í þjálfun að fá inn fólk sem er betra en maður sjálfur á einhverju sviði. Það er eiginlega það besta sem kemur fyrir. Ég verð að viðurkenna að það er fullt af fólki sem er betra í ákveðnum greinum handboltans en ég. Það er bara allt í lagi.” Ef liðið trúir, þá er það hægt Ragnar var virkilega ánægður með liðið sóknarlega og varnarlega í dag, en það er alltaf hægt að gera enn betur. ,,Ég er rosalega ánægður með liðið, en ég er líka mikill fullkomnunarsinni. Ég vill alltaf fara með þetta lengra og gera enn betur. Ég get verið svolítið leiðinlegur svoleiðis og þrjóskur líka. Ég er að vinna í því, það er það sem ég er að gera.” Haukar eru núna með fjögur stig og fjarlægjast aðeins fallsvæðið. ,,Við erum í þessari baráttu núna frá fimm til átta. Við eigum Val næst sem verður fróðlegt fyrir okkur því við vorum gjörsamlega niðurlægðar í síðasta leik gegn þeim. Það er mikið að gera og mjög verðmætir leik framundan.” Valur er enn taplaust í deildinni. Verða Haukar fyrsta liðið til að vinna þær? ,,Ef liðið trúir því, þá er það hægt. Ég trúi á þær.” Haukar Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
,,Ég er rosalega ánægður með sigurinn. Þetta eru mjög mikilvæg stig fyrir okkur,” sagði Ragnar eftir leik. Ragnar hrósaði HK-liðinu og fannst þeirra frammistaða flott. ,,Þær voru drullugóðar í þessum leik. Það varð ekkert slit á milli liðanna fyrr en sá fáheyrði atburður gerðist að ég skipti í 6-0 vörn. Ég þakka Seinni Bylgjunni fyrir það. Ég las í vikunni allar helstu heimildir um það hvenær á að taka leikhlé, hvernig á að taka leikhlé og hvaða ákvarðanir maður á að taka í leikhléi.” ,,Ég þakka Seinni Bylgjunni fyrir það.” Ragnar var þarna að vísa í umræðu úr Seinni Bylgjunni í vikunni þar sem hann var sérstaklega tekinn fyrir. Gerðist líka margt í vikunni ,,Gagnrýni er góð og þessi gagnrýni átti að mörgu leyti rétt á sér, þó ég hafi verið búinn að útskýra af hverju ég gerði þetta. Fólk verður svo bara að vera ósammála þjálfunaraðferðunum og sálfræðinni sem verið er að vinna með. Seinni Bylgjan á mikið í því, að ég skipti yfir í 6-0. Það hefur ekki gerst síðan út á Nesi árið 2003. Þá skipti ég yfir úr 3-2-1 yfir í 6-0. Viljandi sko. Það lokaði leiknum fyrir okkur í dag. Við fengum markvörslu á bak við 6-0 vörnina og meiri umsetningu. Okkur tókst að flýta lokaákvörðuninni hjá HK. Ég er rosalega ánægður.” ,,Maður þrífst af því að fá gagnrýni en svo gerðist líka margt í vikunni. Aron Kristjánsson og Díana Guðjónsdóttur tóku liðið í sóknarklíník. Mér fannst það sjást. Það sem þau gerðu á einum og hálfum tima sem við tókum aukalega í vikunni - það gekk rosalega vel upp. Í fyrsta sinn á þessu tímabili erum við með minna en tíu bolta tapaða.” Aron hefur stýrt karlaliði Hauka til fjölmargra titla, hann hefur þjálfað íslenska landsliðið og einnig erlendis. Hvernig er að fá hann inn á æfingar? ,,Það var rosalega vel heppnað og sýnir líka samstöðuna í Haukafjölskyldunni. Við tölum samam; gagnrýnum hvort annað og tökum mark á því - vinnum út frá því. Það er æðislegt í þjálfun að fá inn fólk sem er betra en maður sjálfur á einhverju sviði. Það er eiginlega það besta sem kemur fyrir. Ég verð að viðurkenna að það er fullt af fólki sem er betra í ákveðnum greinum handboltans en ég. Það er bara allt í lagi.” Ef liðið trúir, þá er það hægt Ragnar var virkilega ánægður með liðið sóknarlega og varnarlega í dag, en það er alltaf hægt að gera enn betur. ,,Ég er rosalega ánægður með liðið, en ég er líka mikill fullkomnunarsinni. Ég vill alltaf fara með þetta lengra og gera enn betur. Ég get verið svolítið leiðinlegur svoleiðis og þrjóskur líka. Ég er að vinna í því, það er það sem ég er að gera.” Haukar eru núna með fjögur stig og fjarlægjast aðeins fallsvæðið. ,,Við erum í þessari baráttu núna frá fimm til átta. Við eigum Val næst sem verður fróðlegt fyrir okkur því við vorum gjörsamlega niðurlægðar í síðasta leik gegn þeim. Það er mikið að gera og mjög verðmætir leik framundan.” Valur er enn taplaust í deildinni. Verða Haukar fyrsta liðið til að vinna þær? ,,Ef liðið trúir því, þá er það hægt. Ég trúi á þær.”
Haukar Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn