Yngvi: Fólk getur blásið í hvaða setti sem er Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 20:39 Yngvi Gunnlaugsson áhyggjufullur á svip á línunni í leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm „Fínn fyrri hálfleikur af okkar hálfu, vantaði svolítið orku komandi inn í þriðja leikhluta og að sama skapi voru Grindavíkurstelpur mjög grimmar og hittu eins og óður maður. Það er erfitt að hemja þær þegar sá gállinn er á þeim. Þær eru búnar að spila vel að undanförnu og sýndu styrk sinn í þriðja leikhluta. Heilt yfir er ég ekkert ósáttur,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Grindavík í Subway deild kvenna í kvöld. Tapið er fjórða tap Breiðabliks í röð og hafa þau öll verið nokkuð stór. Grindavík leiddi með þremur stigum í hálfleik en í þriðja leikhluta skildu leiðir og Grindavík stakk af. „Orkustigið var ekki eins hátt og það hafði verið í fyrri hálfleik. Að sama skapi voru þær allar að hitta ofsalega vel fyrir utan, á meðan þetta var svolítið stöngin út hjá okkur.“ „Fram að þessum leik vorum við búnar að spila við Hauka, Val og Keflavík, sem eru þrjú af fjórum - kannski fimm bestu liðunum - eftir að við vorum búnar að missa bæði Ísabellu og Sabrinu og við spiluðum einhverja leiki án Birgit. Það var gott að fá hana inn af fullum krafti og það eru fleiri að skila [góðri frammistöðu]. Við höfum átt góða kafla í öllum þessum leikjum og við viljum framlengja þessa kafla. Þá lítur þetta ágætlega út hjá okkur.“ Sabrina Haines byrjaði tímabilið með Breiðabliki en hefur yfirgefið félagið. Sömu sögu má segja um Ísabellu Ósk Sigurðardóttur. Þær spiluðu báðar mikilvægt hlutverki í liðinu. Er Breiðablik í leit að liðsstyrk? „Nei nei, ekkert þannig. Það er nóg af leikmönnum sem okkur stendur til boða, en eins og staðan er núna þá er líklega að ég verði í búning í næsta leik heldur en að það verði kominn Kani. Við erum ekkert að hengja haus, það er tækifæri fyrir stelpur að koma inn. Eyrún kom með svakalega fína innkoma, það fá fleiri stelpur tækifæri og þær þrá það, það er það jákvæða.“ Enginn bandarískur leikmaður fyrir næsta leik, en er stefnan að fá inn bandarískan leikmann? „Við vinnum þetta bara viku fyrir viku og sjáum til. Við ætlum aðeins að sjá hvernig landið liggur, næstu úrslit verða og svoleiðis, og ætlum ekki að fríka út eins og er. Við getum tekið hvaða gagnrýni sem er, fólk getur blásið í hvaða setti sem er, í hvaða landi sem er, það veit ekki alla söguna. Að því sögðu þá reynum við að vera samkeppnishæf og gera okkar besta.“ Ertu svekktur með þær, Sabrinu og Ísabellu? „Ekki vitund svekktur með þær. Ég reyni að vera jákvæður maður að eðlisfari og með hverjum degi styttist í jólin og allt það. Sabrina fer af persónulegum óskum og við getum ekki verið að halda leikmanni föngnum. Hún spilaði þrjá leiki eftir að hún var búin að biðja um að fá að fara, kúdós á hana fyrir það. Við hefðum gjarnan viljað halda Ísabellu áfram, en það er enginn kali af okkar hálfu. Við gengum þannig frá öllum vistaskiptum, Njarðvík bar sig mjög faglega að öllu og að því sögðu óskum við henni bara góðs gengis. Vonandi gengur þeim bara vel,“ sagði Yngvi að lokum. Breiðablik UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Sjá meira
Tapið er fjórða tap Breiðabliks í röð og hafa þau öll verið nokkuð stór. Grindavík leiddi með þremur stigum í hálfleik en í þriðja leikhluta skildu leiðir og Grindavík stakk af. „Orkustigið var ekki eins hátt og það hafði verið í fyrri hálfleik. Að sama skapi voru þær allar að hitta ofsalega vel fyrir utan, á meðan þetta var svolítið stöngin út hjá okkur.“ „Fram að þessum leik vorum við búnar að spila við Hauka, Val og Keflavík, sem eru þrjú af fjórum - kannski fimm bestu liðunum - eftir að við vorum búnar að missa bæði Ísabellu og Sabrinu og við spiluðum einhverja leiki án Birgit. Það var gott að fá hana inn af fullum krafti og það eru fleiri að skila [góðri frammistöðu]. Við höfum átt góða kafla í öllum þessum leikjum og við viljum framlengja þessa kafla. Þá lítur þetta ágætlega út hjá okkur.“ Sabrina Haines byrjaði tímabilið með Breiðabliki en hefur yfirgefið félagið. Sömu sögu má segja um Ísabellu Ósk Sigurðardóttur. Þær spiluðu báðar mikilvægt hlutverki í liðinu. Er Breiðablik í leit að liðsstyrk? „Nei nei, ekkert þannig. Það er nóg af leikmönnum sem okkur stendur til boða, en eins og staðan er núna þá er líklega að ég verði í búning í næsta leik heldur en að það verði kominn Kani. Við erum ekkert að hengja haus, það er tækifæri fyrir stelpur að koma inn. Eyrún kom með svakalega fína innkoma, það fá fleiri stelpur tækifæri og þær þrá það, það er það jákvæða.“ Enginn bandarískur leikmaður fyrir næsta leik, en er stefnan að fá inn bandarískan leikmann? „Við vinnum þetta bara viku fyrir viku og sjáum til. Við ætlum aðeins að sjá hvernig landið liggur, næstu úrslit verða og svoleiðis, og ætlum ekki að fríka út eins og er. Við getum tekið hvaða gagnrýni sem er, fólk getur blásið í hvaða setti sem er, í hvaða landi sem er, það veit ekki alla söguna. Að því sögðu þá reynum við að vera samkeppnishæf og gera okkar besta.“ Ertu svekktur með þær, Sabrinu og Ísabellu? „Ekki vitund svekktur með þær. Ég reyni að vera jákvæður maður að eðlisfari og með hverjum degi styttist í jólin og allt það. Sabrina fer af persónulegum óskum og við getum ekki verið að halda leikmanni föngnum. Hún spilaði þrjá leiki eftir að hún var búin að biðja um að fá að fara, kúdós á hana fyrir það. Við hefðum gjarnan viljað halda Ísabellu áfram, en það er enginn kali af okkar hálfu. Við gengum þannig frá öllum vistaskiptum, Njarðvík bar sig mjög faglega að öllu og að því sögðu óskum við henni bara góðs gengis. Vonandi gengur þeim bara vel,“ sagði Yngvi að lokum.
Breiðablik UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Sjá meira