Maddison segist klár í slaginn en Walker missir af fyrsta leik Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 23:01 Frá æfingu enska liðsins á Al Wakrah leikvanginum í dag. Vísir/Getty Kyle Walker verður ekki með Englendingum í fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í Katar sem hefst á sunnudag. James Maddison segist hins vegar verða klár í slaginn ef hann fær kallið. Allir leikmenn enska landsliðsins æfðu saman í dag í fyrsta skipti síðan Gareth Soutgate landsliðsþjálfari tilkynnti hópinn í síðustu viku. Þar á meðal Kyle Walker sem fór í aðgerð á nára í október og hefur ekki leikið með Manchester City síðan þá. James Maddison meiddist í síðasta leik Leicester í ensku úrvalsdeildinni gegn West Ham á laugardaginn. Óttast var um þátttöku hans í Katar en Maddison vann sér sæti í enska landsliðshópnum með frábærri frammistöðu í ensku deildinni undanfarnar vikur. Maddison segist hins vegar verða klár í slaginn ef Southgate þarf á honum að halda. „Ég þarf að vera tilbúinn ef ég fæ kallið. Mér finnst ég vera í góðu formi, hef verið að skora mörk. Við erum með frábæran hóp og það gæti verið að þú fáir bara eitt tækifæri til að sýna öllum hvað þú getur gert og að þú sért maðurinn til að hjálpa liðinu. Ég verð tilbúinn þegar það tækifæri kemur,“ sagði Maddison á blaðamannafundi enska liðsins í dag. „Ég fór í skoðun daginn áður en hópurinn kom saman og sú skoðun var jákvæð. Ég var í smá vandræðum í vikunni fyrir leikinn gegn West Ham, eftir leikinn gegn Everton. Ég vildi spila gegn West Ham, ég vildi reyna vegna heimsmeistaramótsins. Ég vildi hjálpa Leicester,“ bætti Maddison við. Hann segir að meiðslin sem hann varð fyrir gegn West Ham hafi verið smávægileg. „Mér tókst að skora snemma og halda áfram eftir það. Ég var aumur og varð verri eftir því sem leið á leikinn. Mér fannst betra að ég kæmi útaf og að einhver annar leikmaður kæmi inn sem væri ekki í vandræðum með að klára heilan sprett. Það er smá vinna framundan með sjúkraþjálfurunum en það ætti ekki að vera neitt áhyggjuefni.“ Sama verður ekki sagt um Kyle Walker sem æfði þó með enska liðinu í dag. Í frétt Skysports kemur fram að Walker verði ekki með í fyrsta leik Englendinga gegn Íran á mánudag. Enska liðið er þó ekki á flæðiskeri statt hvað varðar hægri bakverði því tveir slíkir eru í hópnum fyrir utan Walker og það er eru engir aukvisar, Trent Alexander Arnold leikmaður Liverpool og Kieran Trippier leikmaður Newcastle. HM 2022 í Katar Enski boltinn Tengdar fréttir Walker, Wilson og Maddison fara allir með Englandi á HM í Katar Gareth Southgate, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst eftir aðeins tíu daga. 10. nóvember 2022 14:05 B-riðill á HM í Katar: Fótboltinn ennþá „týndur“ eða ratar hann loksins heim? Öll liðin í B-riðlinum eru í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims samkvæmt nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusamnbandsins. 10. nóvember 2022 11:01 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira
Allir leikmenn enska landsliðsins æfðu saman í dag í fyrsta skipti síðan Gareth Soutgate landsliðsþjálfari tilkynnti hópinn í síðustu viku. Þar á meðal Kyle Walker sem fór í aðgerð á nára í október og hefur ekki leikið með Manchester City síðan þá. James Maddison meiddist í síðasta leik Leicester í ensku úrvalsdeildinni gegn West Ham á laugardaginn. Óttast var um þátttöku hans í Katar en Maddison vann sér sæti í enska landsliðshópnum með frábærri frammistöðu í ensku deildinni undanfarnar vikur. Maddison segist hins vegar verða klár í slaginn ef Southgate þarf á honum að halda. „Ég þarf að vera tilbúinn ef ég fæ kallið. Mér finnst ég vera í góðu formi, hef verið að skora mörk. Við erum með frábæran hóp og það gæti verið að þú fáir bara eitt tækifæri til að sýna öllum hvað þú getur gert og að þú sért maðurinn til að hjálpa liðinu. Ég verð tilbúinn þegar það tækifæri kemur,“ sagði Maddison á blaðamannafundi enska liðsins í dag. „Ég fór í skoðun daginn áður en hópurinn kom saman og sú skoðun var jákvæð. Ég var í smá vandræðum í vikunni fyrir leikinn gegn West Ham, eftir leikinn gegn Everton. Ég vildi spila gegn West Ham, ég vildi reyna vegna heimsmeistaramótsins. Ég vildi hjálpa Leicester,“ bætti Maddison við. Hann segir að meiðslin sem hann varð fyrir gegn West Ham hafi verið smávægileg. „Mér tókst að skora snemma og halda áfram eftir það. Ég var aumur og varð verri eftir því sem leið á leikinn. Mér fannst betra að ég kæmi útaf og að einhver annar leikmaður kæmi inn sem væri ekki í vandræðum með að klára heilan sprett. Það er smá vinna framundan með sjúkraþjálfurunum en það ætti ekki að vera neitt áhyggjuefni.“ Sama verður ekki sagt um Kyle Walker sem æfði þó með enska liðinu í dag. Í frétt Skysports kemur fram að Walker verði ekki með í fyrsta leik Englendinga gegn Íran á mánudag. Enska liðið er þó ekki á flæðiskeri statt hvað varðar hægri bakverði því tveir slíkir eru í hópnum fyrir utan Walker og það er eru engir aukvisar, Trent Alexander Arnold leikmaður Liverpool og Kieran Trippier leikmaður Newcastle.
HM 2022 í Katar Enski boltinn Tengdar fréttir Walker, Wilson og Maddison fara allir með Englandi á HM í Katar Gareth Southgate, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst eftir aðeins tíu daga. 10. nóvember 2022 14:05 B-riðill á HM í Katar: Fótboltinn ennþá „týndur“ eða ratar hann loksins heim? Öll liðin í B-riðlinum eru í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims samkvæmt nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusamnbandsins. 10. nóvember 2022 11:01 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira
Walker, Wilson og Maddison fara allir með Englandi á HM í Katar Gareth Southgate, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst eftir aðeins tíu daga. 10. nóvember 2022 14:05
B-riðill á HM í Katar: Fótboltinn ennþá „týndur“ eða ratar hann loksins heim? Öll liðin í B-riðlinum eru í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims samkvæmt nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusamnbandsins. 10. nóvember 2022 11:01