Haukar með tillögu til sátta: „Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi“ Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2022 12:31 Fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru innan vallar samtímis, þegar Haukar tóku vítaskot í þriðja leikhluta. Skjáskot/RÚV Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að markmiðið með því að kæra úrslitin í bikarleiknum gegn Tindastóli hafi ekki verið að koma Haukum áfram í keppninni heldur að laga reglur KKÍ um erlenda leikmenn. Aganefnd KKÍ úrskurðaði Haukum í gær 20-0 sigur í leiknum gegn Tindastóli, sem Sauðkrækingar höfðu unnið 88-71, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla. Þar með spila Haukar að óbreyttu við Njarðvíkinga í 16-liða úrslitum en Bragi segist hvetja forráðamenn Tindastóls til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KKÍ, eins og heimild er fyrir. Bragi segist nefnilega helst vilja að reglugerð KKÍ um erlenda leikmenn, sem málið snýst um, verði breytt. Í reglugerðinni segir að aðeins megi þrír erlendir leikmenn vera innan vallar í hvoru liði hverju sinni, en flestir virðast sammála um að 20-0 tap vegna minni háttar brots á reglunni, eins og í leiknum á Sauðárkróki, sé of strangt. Bragi segist vonast eftir áfrýjun Tindastóls og segir að Haukar séu þá reiðubúnir að draga kæru sína til baka ef að KKÍ samþykki að breyta reglugerðinni og að leikurinn verði spilaður aftur. „Með þessari leið þá vinna allir í rauninni. Tindastóll dettur ekki úr keppninni, við fáum annað tækifæri í ljósi þess að Tindastóll raunverulega braut gildandi reglugerð, og KKÍ fær tækifæri til að laga reglugerðina og hafa hana eins og menn vilja hafa hana. Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi,“ segir Bragi í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur, sem hlusta má á hér að neðan. Klippa: Formaður Hauka um kærumálið „Með þessari kæru okkar var endamarkmiðið ekki að Haukar kæmust áfram á þessu. Markmiðið var frekar það að lagfæra þessa reglugerð, sem ég held að flestum þyki of ströng og hálfgölluð. Í mínum samskiptum við KKÍ kom það fram að til að fá örugglega umfjöllun um þetta í kerfinu væri að setja fram kæruna,“ segir Bragi. „Við erum búin að vera í samstarfi við Tindastól allan þennan tíma til að reyna að leysa úr þessu máli. Það vakti fyrir okkur að ef að KKÍ væri tilbúið til að lagfæra regluna þá hefðum við dregið kæruna til baka, og Tindastóll þar með farið áfram. En það virtist ekki samstaða innan stjórnar KKÍ um að lagfæra regluna á þessum tímapunkti. Þá sitjum við eftir með það að ef að KKÍ vill að þetta sé reglugerðin sem gildir þá verðum við að spila eftir henni. Það er ekki okkar Haukanna að meta hvað sé sanngjarnt eða ósanngjarnt, eða hvaða reglum eigi að fara eftir og hverjum ekki,“ segir Bragi. Óskaniðurstaðan sé hins vegar sú að reglunum um erlenda leikmenn verði breytt þannig að viðurlögin séu ekki eins ströng og úrskurður aganefndar segir til um. „Óskaniðurstaðan var í byrjun sú að reglugerðin yrði bara lagfærð og viðurlögin sett í það form sem menn vilja hafa, svo að allir séu sammála um hvaða viðurlög eru við því að brjóta reglurnar og hvernig skuli dæmt. Hvort það eigi að vera hægt að kæra eftir leik eða hvort þetta eigi að teljast sem dómaramistök, eða hvernig sem það þróast. Þetta þarf að ákveða. Þessu máli þarf ekki að vera lokið og ég er að klára núna texta sem ég ætla að senda á KKÍ og formenn körfuknattleiksdeilda. Þar fer ég yfir þá lausn sem við viljum leggja fram í málinu, og ég held að Tindastóll bakki okkur upp í því. Við leggjum til að reglan verði lagfærð, og leikurinn verði spilaður aftur. Ef KKÍ getur samþykkt það að fara í að lagfæra regluna, og að leikurinn verði spilaður aftur á grunni þess að dæmt hafi verið eftir gallaðri reglugerð, þá drögum við kæruna til baka úr áfrýjunarferlinu, sem við hvetjum Tindastól til að fara í,“ segir Bragi. Körfubolti Tindastóll Haukar VÍS-bikarinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Sjá meira
Aganefnd KKÍ úrskurðaði Haukum í gær 20-0 sigur í leiknum gegn Tindastóli, sem Sauðkrækingar höfðu unnið 88-71, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla. Þar með spila Haukar að óbreyttu við Njarðvíkinga í 16-liða úrslitum en Bragi segist hvetja forráðamenn Tindastóls til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KKÍ, eins og heimild er fyrir. Bragi segist nefnilega helst vilja að reglugerð KKÍ um erlenda leikmenn, sem málið snýst um, verði breytt. Í reglugerðinni segir að aðeins megi þrír erlendir leikmenn vera innan vallar í hvoru liði hverju sinni, en flestir virðast sammála um að 20-0 tap vegna minni háttar brots á reglunni, eins og í leiknum á Sauðárkróki, sé of strangt. Bragi segist vonast eftir áfrýjun Tindastóls og segir að Haukar séu þá reiðubúnir að draga kæru sína til baka ef að KKÍ samþykki að breyta reglugerðinni og að leikurinn verði spilaður aftur. „Með þessari leið þá vinna allir í rauninni. Tindastóll dettur ekki úr keppninni, við fáum annað tækifæri í ljósi þess að Tindastóll raunverulega braut gildandi reglugerð, og KKÍ fær tækifæri til að laga reglugerðina og hafa hana eins og menn vilja hafa hana. Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi,“ segir Bragi í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur, sem hlusta má á hér að neðan. Klippa: Formaður Hauka um kærumálið „Með þessari kæru okkar var endamarkmiðið ekki að Haukar kæmust áfram á þessu. Markmiðið var frekar það að lagfæra þessa reglugerð, sem ég held að flestum þyki of ströng og hálfgölluð. Í mínum samskiptum við KKÍ kom það fram að til að fá örugglega umfjöllun um þetta í kerfinu væri að setja fram kæruna,“ segir Bragi. „Við erum búin að vera í samstarfi við Tindastól allan þennan tíma til að reyna að leysa úr þessu máli. Það vakti fyrir okkur að ef að KKÍ væri tilbúið til að lagfæra regluna þá hefðum við dregið kæruna til baka, og Tindastóll þar með farið áfram. En það virtist ekki samstaða innan stjórnar KKÍ um að lagfæra regluna á þessum tímapunkti. Þá sitjum við eftir með það að ef að KKÍ vill að þetta sé reglugerðin sem gildir þá verðum við að spila eftir henni. Það er ekki okkar Haukanna að meta hvað sé sanngjarnt eða ósanngjarnt, eða hvaða reglum eigi að fara eftir og hverjum ekki,“ segir Bragi. Óskaniðurstaðan sé hins vegar sú að reglunum um erlenda leikmenn verði breytt þannig að viðurlögin séu ekki eins ströng og úrskurður aganefndar segir til um. „Óskaniðurstaðan var í byrjun sú að reglugerðin yrði bara lagfærð og viðurlögin sett í það form sem menn vilja hafa, svo að allir séu sammála um hvaða viðurlög eru við því að brjóta reglurnar og hvernig skuli dæmt. Hvort það eigi að vera hægt að kæra eftir leik eða hvort þetta eigi að teljast sem dómaramistök, eða hvernig sem það þróast. Þetta þarf að ákveða. Þessu máli þarf ekki að vera lokið og ég er að klára núna texta sem ég ætla að senda á KKÍ og formenn körfuknattleiksdeilda. Þar fer ég yfir þá lausn sem við viljum leggja fram í málinu, og ég held að Tindastóll bakki okkur upp í því. Við leggjum til að reglan verði lagfærð, og leikurinn verði spilaður aftur. Ef KKÍ getur samþykkt það að fara í að lagfæra regluna, og að leikurinn verði spilaður aftur á grunni þess að dæmt hafi verið eftir gallaðri reglugerð, þá drögum við kæruna til baka úr áfrýjunarferlinu, sem við hvetjum Tindastól til að fara í,“ segir Bragi.
Körfubolti Tindastóll Haukar VÍS-bikarinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Sjá meira