Vilja fá Haaland lánaðan í 28 daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2022 09:01 Er smá obbolítil möguleiki á því að Pep Guardiola leyfi Erling Haaland að fara á láni? Getty/James Gill Þótt þú spilar í sjöundu deild enska boltans þá er það ekki vegna skorts á metnaðarfullum ráðagerðum eða húmor. Ashton United spilar í G-deildinni á Englandi sagði frá því á Twitter síðu félagsins að félagið hafi kannað möguleikann á því að fá einn besta sóknarmann heims á láni. Not just Ronaldo talk on Talking Balls with @Radio_Gaz & @Natalie_Pike_ Should @ManCity take @AshtonUnitedFC up on their offer? Join us from 6! 0800 218 22 55— BBC Sport Manchester (@BBCRMsport) November 14, 2022 Þar erum við að tala um norska framherjann Erling Braut Haaland hjá Manchester City sem hefur skorað 23 mörk í 17 deildar- og Meistaradeildarleikjum á sínu fyrsta tímabili hjá City. Ashton United gekk svo langt í gríninu að það sendi Manchester City formlega beiðni um lánsamning. Haaland hefur nefnilega ekkert að gera næsta mánuðinn þar sem norska landsliðið komst ekki á HM í Katar og ekkert verður spilað í ensku úrvalsdeildinni fyrr en á annan í jólum. Ashton menn vilja fá Haaland að láni í 28 daga og á þeim tíma ætti hann að ná fjórum leikjum með liðinu. - #aufc can confirm that an approach has been made for @ManCity striker Erling Haaland. https://t.co/VvWbpqdd0e#oneclub pic.twitter.com/8tzAq9o2Sy— Ashton United FC (@AshtonUnitedFC) November 14, 2022 Pep Guardiola hafði smá áhyggjur af því að Haaland myndi leyfa sér aðeins of mikið í fríinu og kæmi of þungur til baka en Norðmaðurinn þarf líka smá tíma til að ná sér alveg góðum af meiðslunum sem háðu honum á dögunum. City er fimm stigum á eftir Arsenal og þarf því á heitum Haaland að halda þegar fjörið byrjar á nýju eftir jól. Litla félagið Ashton United er frá Ashton-under-Lyne, sem er úthverfi í Manchester ekki langt frá Ethiad Stadium, heimavelli stórliðs Manchester City. Heimavöllur liðsins, Hurst Cross, tekur 4500 manns en aðeins 250 í sæti. Heimasíða Ashton United datt út undan öllu álaginu sem fylgdi en með öllu þessu grínu þá voru forráðamenn félagsins að auglýsa miða á heimaleiki liðsins. Húmor þeirra hefur vissulega komið Ashton United liðinu á kortið því eftir þetta grín þá hafa margir heyrt nafn félagsins í fyrsta sinn. Erling Haaland could play four matches for @AshtonUnitedFC, if #ManCity accept a 28-day loan deal: @LancasterCityFC (A) @SouthShieldsFC (A) @Liversedge_FC (H) @MarskeUnitedFC (H)Note: @ErlingHaaland would be unavailable vs @BamberBridgeFC due to international duty.— City Xtra (@City_Xtra) November 14, 2022 Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Ashton United spilar í G-deildinni á Englandi sagði frá því á Twitter síðu félagsins að félagið hafi kannað möguleikann á því að fá einn besta sóknarmann heims á láni. Not just Ronaldo talk on Talking Balls with @Radio_Gaz & @Natalie_Pike_ Should @ManCity take @AshtonUnitedFC up on their offer? Join us from 6! 0800 218 22 55— BBC Sport Manchester (@BBCRMsport) November 14, 2022 Þar erum við að tala um norska framherjann Erling Braut Haaland hjá Manchester City sem hefur skorað 23 mörk í 17 deildar- og Meistaradeildarleikjum á sínu fyrsta tímabili hjá City. Ashton United gekk svo langt í gríninu að það sendi Manchester City formlega beiðni um lánsamning. Haaland hefur nefnilega ekkert að gera næsta mánuðinn þar sem norska landsliðið komst ekki á HM í Katar og ekkert verður spilað í ensku úrvalsdeildinni fyrr en á annan í jólum. Ashton menn vilja fá Haaland að láni í 28 daga og á þeim tíma ætti hann að ná fjórum leikjum með liðinu. - #aufc can confirm that an approach has been made for @ManCity striker Erling Haaland. https://t.co/VvWbpqdd0e#oneclub pic.twitter.com/8tzAq9o2Sy— Ashton United FC (@AshtonUnitedFC) November 14, 2022 Pep Guardiola hafði smá áhyggjur af því að Haaland myndi leyfa sér aðeins of mikið í fríinu og kæmi of þungur til baka en Norðmaðurinn þarf líka smá tíma til að ná sér alveg góðum af meiðslunum sem háðu honum á dögunum. City er fimm stigum á eftir Arsenal og þarf því á heitum Haaland að halda þegar fjörið byrjar á nýju eftir jól. Litla félagið Ashton United er frá Ashton-under-Lyne, sem er úthverfi í Manchester ekki langt frá Ethiad Stadium, heimavelli stórliðs Manchester City. Heimavöllur liðsins, Hurst Cross, tekur 4500 manns en aðeins 250 í sæti. Heimasíða Ashton United datt út undan öllu álaginu sem fylgdi en með öllu þessu grínu þá voru forráðamenn félagsins að auglýsa miða á heimaleiki liðsins. Húmor þeirra hefur vissulega komið Ashton United liðinu á kortið því eftir þetta grín þá hafa margir heyrt nafn félagsins í fyrsta sinn. Erling Haaland could play four matches for @AshtonUnitedFC, if #ManCity accept a 28-day loan deal: @LancasterCityFC (A) @SouthShieldsFC (A) @Liversedge_FC (H) @MarskeUnitedFC (H)Note: @ErlingHaaland would be unavailable vs @BamberBridgeFC due to international duty.— City Xtra (@City_Xtra) November 14, 2022
Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira