Skrifar martraðabækur og sækir innblástur úr kennslustofunni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. nóvember 2022 14:31 Rakel Þórhallsdóttir. Vísir/Vilhelm „Ætli ég hafi ekki alltaf vitað það svona innst inni,“ segir barnabókahöfundurinn Rakel. Hún var að gefa út bókina Martröð á netinu. Bókin er framhald af bók hennar, Martröð í Hafnarfirði. „Mér hefur lengi þótt gaman að skrifa en tók smávegis pásu frá skrifum þegar ég fór í menntaskóla og svo háskóla. Eftir að ég kláraði námið fór ég að leika mér að þessu aftur og mundi þá hvað þetta var skemmtilegt.“ Níu ára byrjaði Rakel að búa til teiknimyndasögur fyrir systur sína. „Stuttu seinna fór ég að skrifa smásögur, ljóð og fleira. Á unglingsárunum byrjaði ég síðan nokkrum sinnum á mismunandi skáldsögum og skrifaði dagbækur. “ En hvaðan kom innblásturinn að bókinni Martröð í Hafnarfirði? „Ég er sjálf kennari og get fengið endalausan innblástur í starfinu. Ég var að byrja í mínu fyrsta starfi þegar þessi hugmynd skaut upp kollinum. Hvað ef til væri kennari sem hefði eitthvað að fela, væri kannski yfirnáttúruleg vera? Martröð í Hafnarfirði fjallar líka um einelti en í starfinu hef ég því miður stundum orðið vitni að slíku og mér fannst mikilvægt að koma því að í bókinni,“ útskýrir Rakel. Bækur Rakelar.Samsett Mikill heiður Hún segir að fyrri bókin hafi fengið mjög góð viðbrögð og er spennt fyrir viðtökunum á nýju bókinni. „Ég hef hitt þó nokkur börn sem tala vel um bókina og sá góð ummæli um hana þegar hún birtist á storytel líka. Innblásturinn að Martröð á netinu kom líka í vinnunni, en þar heyri ég nemendur mína oft tala um hina ýmsu tölvuleiki. Ég fór því að ímynda mér tölvuleik sem hefði einhverja yfirnáttúrulega krafta, leik sem hefði áhrif á raunverulegt líf leikmanna.“ Rakel segir að börn frá níu ára hafi lesið bækurnar en að unglingar hafi líka mjög gaman af þeim. Í Hafnarfirði fór af stað samstarfsverkefni á milli bókasafns bæjarins og frístundaheimila grunnskólanna í bænum þar sem krakkarnir gerðu bíómynd upp úr bókinni hennar Martröð í Hafnarfirði. „Þetta var gert í tengslum við Bóka - og bíóhátíð. Ein bók er valin og útfæra krakkarnir í Hafnarfirði handrit, leikmynd og allt sem við kemur til að flytja efni úr skáldsögu yfir á skjáinn. Bókasafnið sér svo um að klippa efnið saman og sýna í nokkra daga yfir hátíðina. Ég er auðvitað í skýjunum yfir þessu. Kennarinn í mér elskar líka að sjá krakka nota sköpunarhæfileika sína til að koma einhverju á framfæri, og það að mín bók hafi orðið fyrir valinu er þvílíkur heiður.“ Rakel Þórhallsdóttir er kennari og branabókahöfundur og sækir innblástur í skólastarfið.Vísir/Vilhelm Rakel er í fæðingarorlofi eins og er en skrifar á meðan dóttirin sefur. „Ég hvet alla krakka til að vera duglegir að lesa í vetur, það er svo yndislegt að gleyma sér í góðri bók á köldum dögum,“ segir hún að lokum. Bókaútgáfa Krakkar Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Kim féll Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
„Mér hefur lengi þótt gaman að skrifa en tók smávegis pásu frá skrifum þegar ég fór í menntaskóla og svo háskóla. Eftir að ég kláraði námið fór ég að leika mér að þessu aftur og mundi þá hvað þetta var skemmtilegt.“ Níu ára byrjaði Rakel að búa til teiknimyndasögur fyrir systur sína. „Stuttu seinna fór ég að skrifa smásögur, ljóð og fleira. Á unglingsárunum byrjaði ég síðan nokkrum sinnum á mismunandi skáldsögum og skrifaði dagbækur. “ En hvaðan kom innblásturinn að bókinni Martröð í Hafnarfirði? „Ég er sjálf kennari og get fengið endalausan innblástur í starfinu. Ég var að byrja í mínu fyrsta starfi þegar þessi hugmynd skaut upp kollinum. Hvað ef til væri kennari sem hefði eitthvað að fela, væri kannski yfirnáttúruleg vera? Martröð í Hafnarfirði fjallar líka um einelti en í starfinu hef ég því miður stundum orðið vitni að slíku og mér fannst mikilvægt að koma því að í bókinni,“ útskýrir Rakel. Bækur Rakelar.Samsett Mikill heiður Hún segir að fyrri bókin hafi fengið mjög góð viðbrögð og er spennt fyrir viðtökunum á nýju bókinni. „Ég hef hitt þó nokkur börn sem tala vel um bókina og sá góð ummæli um hana þegar hún birtist á storytel líka. Innblásturinn að Martröð á netinu kom líka í vinnunni, en þar heyri ég nemendur mína oft tala um hina ýmsu tölvuleiki. Ég fór því að ímynda mér tölvuleik sem hefði einhverja yfirnáttúrulega krafta, leik sem hefði áhrif á raunverulegt líf leikmanna.“ Rakel segir að börn frá níu ára hafi lesið bækurnar en að unglingar hafi líka mjög gaman af þeim. Í Hafnarfirði fór af stað samstarfsverkefni á milli bókasafns bæjarins og frístundaheimila grunnskólanna í bænum þar sem krakkarnir gerðu bíómynd upp úr bókinni hennar Martröð í Hafnarfirði. „Þetta var gert í tengslum við Bóka - og bíóhátíð. Ein bók er valin og útfæra krakkarnir í Hafnarfirði handrit, leikmynd og allt sem við kemur til að flytja efni úr skáldsögu yfir á skjáinn. Bókasafnið sér svo um að klippa efnið saman og sýna í nokkra daga yfir hátíðina. Ég er auðvitað í skýjunum yfir þessu. Kennarinn í mér elskar líka að sjá krakka nota sköpunarhæfileika sína til að koma einhverju á framfæri, og það að mín bók hafi orðið fyrir valinu er þvílíkur heiður.“ Rakel Þórhallsdóttir er kennari og branabókahöfundur og sækir innblástur í skólastarfið.Vísir/Vilhelm Rakel er í fæðingarorlofi eins og er en skrifar á meðan dóttirin sefur. „Ég hvet alla krakka til að vera duglegir að lesa í vetur, það er svo yndislegt að gleyma sér í góðri bók á köldum dögum,“ segir hún að lokum.
Bókaútgáfa Krakkar Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Kim féll Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira